Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar 26. ágúst 2025 10:01 Innan hvers vinnustaðar er mannauðurinn sem þar starfar ein verðmætasta auðlindin. Að fjárfesta í heilsu og vellíðan starfsfólks er ekki einungis gert til að huga að persónulegum hagsmunum þess heldur er það grundvallaþáttur í að auka framleiðni, stuðla að jákvæðri vinnumenningu og samkeppnishæfni vinnustaðarins. Starfsfólk sem býr við góða heilsu og líður vel er yfirleitt orkumeira, einbeittara, glaðlegra og skilar betri afköstum auk þess sem fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Má því segja að góð heilsa starfsfólks endurspeglist í heilbrigðara starfsumhverfi. Góð heilsa er þó ekki sjálfgefin en hún byggir á flóknu samspili líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta sem hafa áhrif á lífsgæði okkar og líðan. Vinnustaður sem sýnir áhuga og vilja í verki til að hlúa að heilsu og vellíðan starfsfólks er líklegri til að ná betri árangri, auka tryggð, laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk sem skilar sér í minni starfsmannaveltu og meiri arðbærni. En hversu stórt hlutverk spilar vinnustaðurinn þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks? Við vitum að við verjum stórum hluta vökutíma okkar í vinnunni og á þeim tíma tökum við mjög margar ákvarðanir sem hafa með heilsuna okkar að gera: hvað við borðum, við hvern við tölum, hversu marga kaffibolla við drekkum – svo dæmi séu tekin. Við finnum ekki endilega áhrifin af þessum ákvörðunum hér og nú en þegar þær safnast saman og blandast við venjur okkar getur það haft mikil áhrif á heilsu okkar og vellíðan til lengri tíma. Því er mikilvægt að vinnustaðurinn skapi umhverfi og aðstæður sem styðja við heilsuhegðun okkar og vellíðan. Eitt af því sem vinnustaðurinn getur boðið starfsfólki sínu upp á er heilsufarsmat hjá fagaðilum. Í heilsufarsmati er skimað fyrir grunnþáttum líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu hvers og eins auk þess sem hægt er að nýta heildarniðurstöður matsins til framþróunar í heilsu og - vinnuvernd og greiningar á fræðsluþörf starfshópsins.Með reglulegu og markvissu heilsufarsmati er hægt að greina áhættuþætti snemma, grípa inn í og stuðla að forvörnum. Allt frá því að mæla grunnlífsmörk eins og blóðþrýsting og hjartslátt yfir í að skima fyrir svefnvanda og óheilbrigðri streitu getur komið í veg fyrir alvarlegan heilsubrest, langtíma veikindi eða jafnvel ótímabæran dauða. Við hvetjum vinnustaði til þess kynna sér fyrirkomulag heilsufarsmats með það að marki að vera leiðandi í öflugu heilsu- og vinnuverndarstarfi. Heilsufarsmat gefur kost á því að hlúa að persónulegri heilsu og vellíðan starfsfólks á sama tíma og það skilar sér sem arðbær fjárfesting fyrir vinnustaðinn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Innan hvers vinnustaðar er mannauðurinn sem þar starfar ein verðmætasta auðlindin. Að fjárfesta í heilsu og vellíðan starfsfólks er ekki einungis gert til að huga að persónulegum hagsmunum þess heldur er það grundvallaþáttur í að auka framleiðni, stuðla að jákvæðri vinnumenningu og samkeppnishæfni vinnustaðarins. Starfsfólk sem býr við góða heilsu og líður vel er yfirleitt orkumeira, einbeittara, glaðlegra og skilar betri afköstum auk þess sem fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Má því segja að góð heilsa starfsfólks endurspeglist í heilbrigðara starfsumhverfi. Góð heilsa er þó ekki sjálfgefin en hún byggir á flóknu samspili líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta sem hafa áhrif á lífsgæði okkar og líðan. Vinnustaður sem sýnir áhuga og vilja í verki til að hlúa að heilsu og vellíðan starfsfólks er líklegri til að ná betri árangri, auka tryggð, laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk sem skilar sér í minni starfsmannaveltu og meiri arðbærni. En hversu stórt hlutverk spilar vinnustaðurinn þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks? Við vitum að við verjum stórum hluta vökutíma okkar í vinnunni og á þeim tíma tökum við mjög margar ákvarðanir sem hafa með heilsuna okkar að gera: hvað við borðum, við hvern við tölum, hversu marga kaffibolla við drekkum – svo dæmi séu tekin. Við finnum ekki endilega áhrifin af þessum ákvörðunum hér og nú en þegar þær safnast saman og blandast við venjur okkar getur það haft mikil áhrif á heilsu okkar og vellíðan til lengri tíma. Því er mikilvægt að vinnustaðurinn skapi umhverfi og aðstæður sem styðja við heilsuhegðun okkar og vellíðan. Eitt af því sem vinnustaðurinn getur boðið starfsfólki sínu upp á er heilsufarsmat hjá fagaðilum. Í heilsufarsmati er skimað fyrir grunnþáttum líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu hvers og eins auk þess sem hægt er að nýta heildarniðurstöður matsins til framþróunar í heilsu og - vinnuvernd og greiningar á fræðsluþörf starfshópsins.Með reglulegu og markvissu heilsufarsmati er hægt að greina áhættuþætti snemma, grípa inn í og stuðla að forvörnum. Allt frá því að mæla grunnlífsmörk eins og blóðþrýsting og hjartslátt yfir í að skima fyrir svefnvanda og óheilbrigðri streitu getur komið í veg fyrir alvarlegan heilsubrest, langtíma veikindi eða jafnvel ótímabæran dauða. Við hvetjum vinnustaði til þess kynna sér fyrirkomulag heilsufarsmats með það að marki að vera leiðandi í öflugu heilsu- og vinnuverndarstarfi. Heilsufarsmat gefur kost á því að hlúa að persónulegri heilsu og vellíðan starfsfólks á sama tíma og það skilar sér sem arðbær fjárfesting fyrir vinnustaðinn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar