Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2025 15:46 Sveinn Magnússon var á sínum tíma skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. Stjórnarráðið Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Svein Magnússon, lækni og fyrrverandi skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, formann stjórnar Landspítala út skipunartíma sitjandi stjórnar sem er 11. júlí 2026. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins. Sveinn er menntaður í lyflækningum og heimilislækningum. Hann á að baki langan starfsferil sem héraðslæknir og heilsugæslulæknir, m.a. sem framkvæmdastjóri heilsugæslunnar í Garðabæ. Árið 1998 var hann skipaður skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu yfir málefnum heilsugæslu, sjúkrahúsa og öldrunarmála allt til ársins 2011 þegar velferðarráðuneytið varð til við sameiningu ráðuneyta félags- og heilbrigðismála. Í velferðarráðuneytinu var hann skrifstofustjóri á skrifstofu ráðuneytisstjóra og staðgengill hans til starfsloka árið 2018. Sem skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu hefur Sveinn tekið þátt í stórum verkefnum sem varða stefnu og framtíðarsýn í heilbrigðismálum landsmanna. Hann hefur einnig tekið þátt í samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða í gegnum fjölbreytt nefndastörf og unnið á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, m.a. sem fulltrúi í stjórn Evrópuskrifstofu WHO árin 2015-2018. Hann sat einnig í stjórn Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar um langt árabil. Sveinn tekur við sem formaður stjórnar Landspítala af Birni Zoëga en Sólrún Kristjánsdóttir varaformaður hefur sinnt stöðunni frá því að Björn lét af störfum. Stjórn spítalans er skipuð í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Í henni sitja fimm einstaklingar skipaðir af heilbrigðisráðherra og eru þeir skipaðir til tveggja ára í senn. Stjórn Landspítala skal í samráði við forstjóra marka stofnuninni langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun ráðherra og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum. Formaður stjórnar Landspítala skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi stjórnar og stöðu og árangri spítalans. Að öðru leyti er um hlutverk stjórnar og formanns vísað til 8. gr. a laga nr. 40/2007, reglugerðar um stjórn Landspítala og erindisbréfs stjórnar. „Sveinn Magnússon hefur mikilvæga fagþekkingu og enn fremur þekkingu og áralanga reynslu á sviði stjórnsýslu sem mun nýtast vel í því ábyrðarmikla hlutverki sem felst í því að leiða stjórn Landspítala. Þá þekkir hann sérlega vel til starfa heilbrigðisráðuneytisins. Ég er þakklát honum fyrir að taka verkefnið að sér og veit að hann mun sinna því með sóma“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Sjá meira
Sveinn er menntaður í lyflækningum og heimilislækningum. Hann á að baki langan starfsferil sem héraðslæknir og heilsugæslulæknir, m.a. sem framkvæmdastjóri heilsugæslunnar í Garðabæ. Árið 1998 var hann skipaður skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu yfir málefnum heilsugæslu, sjúkrahúsa og öldrunarmála allt til ársins 2011 þegar velferðarráðuneytið varð til við sameiningu ráðuneyta félags- og heilbrigðismála. Í velferðarráðuneytinu var hann skrifstofustjóri á skrifstofu ráðuneytisstjóra og staðgengill hans til starfsloka árið 2018. Sem skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu hefur Sveinn tekið þátt í stórum verkefnum sem varða stefnu og framtíðarsýn í heilbrigðismálum landsmanna. Hann hefur einnig tekið þátt í samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða í gegnum fjölbreytt nefndastörf og unnið á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, m.a. sem fulltrúi í stjórn Evrópuskrifstofu WHO árin 2015-2018. Hann sat einnig í stjórn Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar um langt árabil. Sveinn tekur við sem formaður stjórnar Landspítala af Birni Zoëga en Sólrún Kristjánsdóttir varaformaður hefur sinnt stöðunni frá því að Björn lét af störfum. Stjórn spítalans er skipuð í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Í henni sitja fimm einstaklingar skipaðir af heilbrigðisráðherra og eru þeir skipaðir til tveggja ára í senn. Stjórn Landspítala skal í samráði við forstjóra marka stofnuninni langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun ráðherra og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum. Formaður stjórnar Landspítala skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi stjórnar og stöðu og árangri spítalans. Að öðru leyti er um hlutverk stjórnar og formanns vísað til 8. gr. a laga nr. 40/2007, reglugerðar um stjórn Landspítala og erindisbréfs stjórnar. „Sveinn Magnússon hefur mikilvæga fagþekkingu og enn fremur þekkingu og áralanga reynslu á sviði stjórnsýslu sem mun nýtast vel í því ábyrðarmikla hlutverki sem felst í því að leiða stjórn Landspítala. Þá þekkir hann sérlega vel til starfa heilbrigðisráðuneytisins. Ég er þakklát honum fyrir að taka verkefnið að sér og veit að hann mun sinna því með sóma“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Sjá meira