Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. ágúst 2025 07:42 Kári Stefánsson fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Starfshópur undir formennsku Kára Stefánssonar fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skilað skýrslu til ráðherra með drögum að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ). Skýrslan verður kynnt á svokölluðum morgunverðarfundi heilbrigðisráðherra klukkan átta og verður í beinni útsendingu á Vísi. EHÞ felur í sér að forvarnir, greining og meðferð verði sniðin sérstaklega að hverjum einstaklingi eftir því sem kostur er, meðal annars á grunni erfðafræði, lífvísa og klínískra upplýsinga. Markmiðið er að velja besta meðferðarkostinn á hverjum tíma, forðast ónauðsynlegar meðferðir og draga úr aukaverkunum. Skýrsla starfshópsins verður kynnt á fundinum og rætt verður um málefnið frá ýmsum sjónarhornum. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ráðist verði í tilraunaverkefni með EHÞ vegna tiltekinna arfgengra sjúkdóma hér á landi. Skimað verði meðal annars fyrir arfgengri hækkun kólesteróls. „Vísindafólk og sérfræðingar á sviði heilbrigðismála víða um heim telja að EHÞ geti verið mikilvæg til að mæta á árangursríkan hátt margvíslegum áskorunum sem felast m.a. í öldrun þjóða, vaxandi sjúkdómsbyrði og þar með auknu álagi á heilbrigðiskerfi og sívaxandi kostnaði,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. „Með því að nýta nýjustu þekkingu á erfðafræði, prótínmælingum og öðrum lífvísaþáttum má bæta horfur sjúklinga, gera skimun markvissari og hefja meðferð fyrr. Þetta getur aukið lífslíkur, bætt lífsgæði og sparað samfélaginu kostnað.“ Fundarstjóri verður Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki. Kári Stefánsson formaður starfshópsins opnar fundinn, og Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, kynnir svo skýrsluna. Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, flytur svo erindi um áhrif EHÞ á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Svo flytur Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, erindið „EHÞ í framkvæmd, Lynch-heilkennið.“ Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, formaður Brakka-samtakanna, flytur eftir það erindi um persónulega reynslu af EHÞ. Síðar verða pallborðsumræður og að lokum flytur Alma D. Möller heilbrigðisráðherra samantekt og lokaorð. Eftirfarandi taka þátt í pallborðsumræðunum: Henry Alexander stjórnandi pallborðs Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknar erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala María Heimisdóttir landlæknir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands Þorvarður J. Löve, formaður vísindasiðanefndar Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Íslensk erfðagreining Landspítalinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira
EHÞ felur í sér að forvarnir, greining og meðferð verði sniðin sérstaklega að hverjum einstaklingi eftir því sem kostur er, meðal annars á grunni erfðafræði, lífvísa og klínískra upplýsinga. Markmiðið er að velja besta meðferðarkostinn á hverjum tíma, forðast ónauðsynlegar meðferðir og draga úr aukaverkunum. Skýrsla starfshópsins verður kynnt á fundinum og rætt verður um málefnið frá ýmsum sjónarhornum. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ráðist verði í tilraunaverkefni með EHÞ vegna tiltekinna arfgengra sjúkdóma hér á landi. Skimað verði meðal annars fyrir arfgengri hækkun kólesteróls. „Vísindafólk og sérfræðingar á sviði heilbrigðismála víða um heim telja að EHÞ geti verið mikilvæg til að mæta á árangursríkan hátt margvíslegum áskorunum sem felast m.a. í öldrun þjóða, vaxandi sjúkdómsbyrði og þar með auknu álagi á heilbrigðiskerfi og sívaxandi kostnaði,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. „Með því að nýta nýjustu þekkingu á erfðafræði, prótínmælingum og öðrum lífvísaþáttum má bæta horfur sjúklinga, gera skimun markvissari og hefja meðferð fyrr. Þetta getur aukið lífslíkur, bætt lífsgæði og sparað samfélaginu kostnað.“ Fundarstjóri verður Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki. Kári Stefánsson formaður starfshópsins opnar fundinn, og Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, kynnir svo skýrsluna. Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, flytur svo erindi um áhrif EHÞ á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Svo flytur Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, erindið „EHÞ í framkvæmd, Lynch-heilkennið.“ Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, formaður Brakka-samtakanna, flytur eftir það erindi um persónulega reynslu af EHÞ. Síðar verða pallborðsumræður og að lokum flytur Alma D. Möller heilbrigðisráðherra samantekt og lokaorð. Eftirfarandi taka þátt í pallborðsumræðunum: Henry Alexander stjórnandi pallborðs Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknar erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala María Heimisdóttir landlæknir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands Þorvarður J. Löve, formaður vísindasiðanefndar
Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Íslensk erfðagreining Landspítalinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira