Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2025 08:00 Deni Avdija er stærsta stjarnan í liði Ísraels enda leikmaður Portland Trail Blazers í NBA-deildinni. Getty/Dragana Stjepanovic Fyrsti leikur Íslands á EM karla í körfubolta á morgun vekur sérstaka athygli vegna mótherja liðsins, Ísraels. Alþjóðalögreglan Interpol tekur þátt í að gæta öryggis leikmanna Ísraels sem ráðlagt hefur verið að leyna þjóðerni sínu utan vallar. Um þetta fjallar ísraelski miðillinn Israel Hayom og segir að andstaða í heiminum gegn Ísrael hafi til að mynda valdið því að körfuboltalandsliðið hafi átt afar erfitt með að finna sér vináttulandsleiki til undirbúnings fyrir EM. Önnur landslið hafi ekki viljað spila við Ísrael því þau hafi ekki viljað vera talin vera að taka pólitíska afstöðu. Yfir 63.000 manns hafa látist í stríði Ísraels og Hamas, þar af yfir 62.000 Palestínumenn. Samkvæmt Washington Post hefur að meðaltali meira en eitt palestínskt barn látist á hverri klukkustund frá því að yfirstandandi stríðsátök hófust fyrir næstum tveimur árum. Körfuknattleikssamband Íslands hefur verið hvatt til þess að sniðganga leikinn við Ísrael á morgun en sambandið tók af allan vafa með yfirlýsingu í síðustu viku um að Ísland myndi spila. Þar kom fram að KKÍ hefði þrýst á alþjóða samböndin um að banna Ísrael þátttöku í alþjóðlegum keppnum en að á meðan að FIBA og FIBA Europe leyfi þátttöku Ísraels þá kosti það Ísland háar sektir og bönn að mæta ekki til leiks. Samkvæmt grein Israel Hayom gerir reiði í garð Ísraels það að verkum að sérstaklega stór hópur öryggisvarða mun fylgja leikmönnum á Evrópumótinu í Póllandi. Ísraelskt íþróttafólk er vant því að hafa öryggisgæslu í gegnum tíðina en hún er sérstaklega mikil á mótinu. Ráðlagt að láta lítið fyrir sér fara Þannig taki Interpol þátt í því að tryggja öryggi ísraelska liðsins, í samstarfi við ísraelsku öryggisþjónustuna (Shin Bet) og lögregluyfirvöld í Póllandi. Leikmönnum hefur engu að síður verið ráðlagt að fela fána og önnur merki þess að þeir séu frá Ísrael, þegar þeir eru ekki að spila leiki á mótinu, og láta sem minnst fyrir sér fara. Hið sama gildir væntanlega um stuðningsmenn. Fyrr í þessum mánuði var steinum kastað í rútu ísraelskra stuðningsmanna eftir fótboltaleik á milli pólska liðsins Rakow Czestochowa og ísraelska liðsins Maccabi Haifa í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem ísraelsk lið fá ekki að spila alþjóðlega leiki í heimalandi sínu. Á leiknum höfðu stuðningsmenn Ísraels sýnt borða sem á stóð „morðingjar síðan 1939“. Karol Nawrocki, forseti Póllands, sagði borðann hneyksli og móðgun við minningu pólskra borgara, þar á meðal þrjár milljónir gyðinga, sem létust í seinni heimsstyrjöldinni. Leikur Íslands við Ísrael hefst klukkan 12 á morgun að íslenskum tíma. Það verður fyrsti leikur af fimm sem Ísland spilar í riðlakeppninni, í Katowice í Póllandi, á einni viku. Teymi Sýnar fylgir íslenska liðinu eftir út keppnina. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Um þetta fjallar ísraelski miðillinn Israel Hayom og segir að andstaða í heiminum gegn Ísrael hafi til að mynda valdið því að körfuboltalandsliðið hafi átt afar erfitt með að finna sér vináttulandsleiki til undirbúnings fyrir EM. Önnur landslið hafi ekki viljað spila við Ísrael því þau hafi ekki viljað vera talin vera að taka pólitíska afstöðu. Yfir 63.000 manns hafa látist í stríði Ísraels og Hamas, þar af yfir 62.000 Palestínumenn. Samkvæmt Washington Post hefur að meðaltali meira en eitt palestínskt barn látist á hverri klukkustund frá því að yfirstandandi stríðsátök hófust fyrir næstum tveimur árum. Körfuknattleikssamband Íslands hefur verið hvatt til þess að sniðganga leikinn við Ísrael á morgun en sambandið tók af allan vafa með yfirlýsingu í síðustu viku um að Ísland myndi spila. Þar kom fram að KKÍ hefði þrýst á alþjóða samböndin um að banna Ísrael þátttöku í alþjóðlegum keppnum en að á meðan að FIBA og FIBA Europe leyfi þátttöku Ísraels þá kosti það Ísland háar sektir og bönn að mæta ekki til leiks. Samkvæmt grein Israel Hayom gerir reiði í garð Ísraels það að verkum að sérstaklega stór hópur öryggisvarða mun fylgja leikmönnum á Evrópumótinu í Póllandi. Ísraelskt íþróttafólk er vant því að hafa öryggisgæslu í gegnum tíðina en hún er sérstaklega mikil á mótinu. Ráðlagt að láta lítið fyrir sér fara Þannig taki Interpol þátt í því að tryggja öryggi ísraelska liðsins, í samstarfi við ísraelsku öryggisþjónustuna (Shin Bet) og lögregluyfirvöld í Póllandi. Leikmönnum hefur engu að síður verið ráðlagt að fela fána og önnur merki þess að þeir séu frá Ísrael, þegar þeir eru ekki að spila leiki á mótinu, og láta sem minnst fyrir sér fara. Hið sama gildir væntanlega um stuðningsmenn. Fyrr í þessum mánuði var steinum kastað í rútu ísraelskra stuðningsmanna eftir fótboltaleik á milli pólska liðsins Rakow Czestochowa og ísraelska liðsins Maccabi Haifa í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem ísraelsk lið fá ekki að spila alþjóðlega leiki í heimalandi sínu. Á leiknum höfðu stuðningsmenn Ísraels sýnt borða sem á stóð „morðingjar síðan 1939“. Karol Nawrocki, forseti Póllands, sagði borðann hneyksli og móðgun við minningu pólskra borgara, þar á meðal þrjár milljónir gyðinga, sem létust í seinni heimsstyrjöldinni. Leikur Íslands við Ísrael hefst klukkan 12 á morgun að íslenskum tíma. Það verður fyrsti leikur af fimm sem Ísland spilar í riðlakeppninni, í Katowice í Póllandi, á einni viku. Teymi Sýnar fylgir íslenska liðinu eftir út keppnina.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum