Töluðu íslensku við mannhafið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2025 11:11 Smashing Pumpkins hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar frá stofnun ef frá er talinn forsprakkinn Billy Corgan sem leiðir bandið. Mummi Lú Það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað þegar bandaríska hljómsveitin Smashing Pumpkins mætti á svið Laugardalshallar í gærkvöldi. Uppselt varð á tónleikana á fyrsta degi miðasölu í vetur og ljóst að mun færri komust að en vildu. Elín Hall sá um upphitun áður en Billy Corgan og félagar stigu á stokk við mikinn fögnuð. Sveitin var stofnuð í Chicago árið 1988 og er af mörgum talin ein áhrifamesta hljómsveit allra tíma. Hún átti stóran þátt í mótun indie rokktónlistar, hefur selt yfir þrjátíu milljónir platna og unnið til fjölda verðlauna. Fréttastofa var í beinni frá Laugardalshöll fyrir tónleikana í gærkvöldi og ræddi við Ísleif Þórhallsson skipuleggjanda hjá Senu Live. Corgan heilsaði mannhafinu í Laugardalshöll á íslensku, bauð gott kvöld og í hönd fór slagarasúpa enda á sveitin fjölmarga smelli sem tónleikagestir kunnu vel að meta og sungu með. Þetta voru síðustu tónleikar sveitarinnar á Aghori-túr sínum. Að neðan má sjá myndband úr smiðju REC Media þar sem gítarleikarinn James Iha talar íslensku við áhorfendur og brot úr lögum. Að neðan má sjá myndir sem Mummi Lú ljósmyndari tók af stemmningunni í Laugardalshöll í gærkvöldi. Elín Hall fór á kostum í upphitun.Mummi Lú Löngu uppselt var á tónleikana og mikil stemmning.Mummi Lú Litadýrðin var mikil.Mummi Lú Hvert einasta sæti var setið og fermetri nýttur.Mummi Lú Slagari eftir slagara var sunginn.Mummi Lú Tónleikagestir tóku vel undir.Mummi Lú Mummi Lú Elín Hall er bæði afar fær leikkona og sönggkona.Mummi Lú Reykur yfir Laugardalshöll.Mummi Lú Að neðan má sjá lista yfir lögin sem sveitin hefur allajafna tekið á tónleikatúr sínum. Glass' Theme Heavy Metal Machine Today Pentagrams Bullet With Butterfly Wings Muzzle 1979 Edin Sighommi Porcelina of the Vast Oceans Mayonaise Take My Breath Away (Berlin cover) Disarm 999 Tonight, Tonight Cherub Rock Jellybelly Bodies Ava Adore Zero The Everlasting Gaze Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að söngvarinn Billy Corgan hefði talað íslensku en það var James Iha. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Elín Hall sá um upphitun áður en Billy Corgan og félagar stigu á stokk við mikinn fögnuð. Sveitin var stofnuð í Chicago árið 1988 og er af mörgum talin ein áhrifamesta hljómsveit allra tíma. Hún átti stóran þátt í mótun indie rokktónlistar, hefur selt yfir þrjátíu milljónir platna og unnið til fjölda verðlauna. Fréttastofa var í beinni frá Laugardalshöll fyrir tónleikana í gærkvöldi og ræddi við Ísleif Þórhallsson skipuleggjanda hjá Senu Live. Corgan heilsaði mannhafinu í Laugardalshöll á íslensku, bauð gott kvöld og í hönd fór slagarasúpa enda á sveitin fjölmarga smelli sem tónleikagestir kunnu vel að meta og sungu með. Þetta voru síðustu tónleikar sveitarinnar á Aghori-túr sínum. Að neðan má sjá myndband úr smiðju REC Media þar sem gítarleikarinn James Iha talar íslensku við áhorfendur og brot úr lögum. Að neðan má sjá myndir sem Mummi Lú ljósmyndari tók af stemmningunni í Laugardalshöll í gærkvöldi. Elín Hall fór á kostum í upphitun.Mummi Lú Löngu uppselt var á tónleikana og mikil stemmning.Mummi Lú Litadýrðin var mikil.Mummi Lú Hvert einasta sæti var setið og fermetri nýttur.Mummi Lú Slagari eftir slagara var sunginn.Mummi Lú Tónleikagestir tóku vel undir.Mummi Lú Mummi Lú Elín Hall er bæði afar fær leikkona og sönggkona.Mummi Lú Reykur yfir Laugardalshöll.Mummi Lú Að neðan má sjá lista yfir lögin sem sveitin hefur allajafna tekið á tónleikatúr sínum. Glass' Theme Heavy Metal Machine Today Pentagrams Bullet With Butterfly Wings Muzzle 1979 Edin Sighommi Porcelina of the Vast Oceans Mayonaise Take My Breath Away (Berlin cover) Disarm 999 Tonight, Tonight Cherub Rock Jellybelly Bodies Ava Adore Zero The Everlasting Gaze Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að söngvarinn Billy Corgan hefði talað íslensku en það var James Iha.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira