Innlent

Bylting í heil­brigðis­þjónustu og á­róður Banda­ríkja­manna

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
hádegisfréttir

Mögulegt er að efla forvarnir, sjúkdómsgreiningar og meðferðir með heilbrigðisþjónustu sem er sniðin að hverjum og einum. Til þess er hægt að nota upplýsingar úr lífsýnasöfnum og gagnagrunnum sem Íslensk erfðagreining hefur til að mynda byggt upp. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Kára Stefánsson og heilbrigðisráðherra sem mun beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp og telur að Íslendingar geti orðið leiðandi á sviðinu.

Líkur á að íslensk stjórnvöld nái markmiðum um samdrátt í losun fara versnandi. Við ræðum við  sérfræðing hjá umhverfis- og orkustofnun.

Þá veður rætt við alþjóðastjórnmálafræðing um meintar njósnir og áróðursherferðir Bandaríkjamanna á Grænlandi auk þess sem við verðum í beinni frá Póllandi. Íslenska landsliðið í körfubolta er mætt þangað og undirbýr sig nú fyrir fyrsta leik sinn gegn Ísraelum í hádeginu á morgun.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×