Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2025 22:30 Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta. Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson er spenntur fyrir fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í körfubolta í Katowice í Póllandi á morgun. Að leikurinn sé við Ísrael hefur lítil áhrif á leikmenn liðsins. „Það er bara spenningur. Við vorum náttúrulega þarna úti í Litáen og maður fann það á mönnum að við vorum klárir að koma okkur yfir til Póllands. Að komast inn í keppnishöllina og fara í þær aðstæður. Við getum ekki beðið eftir að byrja þetta,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Klippa: Hlakkar til að fá Hauk aftur Landsliðið hefur verið saman í allt sumar og æft af krafti. Það hefur þá leikið fimm æfingaleiki og í þeim leikjum hefur orðið vart við uppgang og bætingu með hverjum leiknum sem líður. „Við tökum mest hvernig uppgangurinn hefur verið frá fyrsta leik. Það hefur verið stígandi í hverjum einasta leik. Við höfum fundið út úr því hvernig við getum spilað á móti stórum þjóðum og hvað við þurfum til að vinna stórar þjóðir í körfubolta. Við erum tilbúnir að finna leiðir til að sigra,“ segir Ægir. Haukur Helgi Pálsson hrökk úr skaftinu skömmu fyrir mót vegna höggs sem hann fékk á barkann í æfingaleik við Portúgal. Haukur og Ægir eru æskuvinir og var um að ræða töluvert högg fyrir bæði liðið og Ægi persónulega. Blessunarlega kemur Haukur Helgi til móts við liðið þrátt fyrir að hann taki ekki þátt inni á parketinu. „Þetta er auðvitað æskuvinur manns. Við áttum að vera gömlu kallarnir á þessu móti en þrátt fyrir allan þann skell erum við komnir yfir það. Það er bara gott að hugsa til þess að Haukur kemur hérna á hótelið með okkur og sína nærveru inn í hópinn, sem verður gott fyrir okkur,“ segir Ægir. Körfubolti til sameiningar frekar en sundrungar Leikur morgundagsins er við Ísrael. Töluverð óánægja ríkir víða vegna þátttöku liðsins á mótinu í ljósi ítrekaðra árása Ísraels á Gasa. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins á leiknum sem KKÍ hefur ekki í hyggju. Þó hefur sambandið kallað eftir brottreksti Ísraela af mótinu, samkvæmt framkvæmdastjóra þess. Aðspurður um áhrif umræðunnar á liðið segir Ægir: „Þetta hefur ekki haft nein áhrif á okkur en það sem maður getur hugsað hvað helst þegar kemur að svona leikjum, þetta er flókið að spila svona leiki, en við getum aðeins vonað það að körfubolti virki til að sameina okkur frekar en að sundra okkur. Við verðum að hugsa það svoleiðis.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Ísrael fer fram klukkan 12:00 á morgun og verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju EM í körfubolta, EuroBasket, hefst á morgun og fyrsti þáttur af EM í dag er lentur frá Katowice. 27. ágúst 2025 15:16 „Þetta var sjokk fyrir hann“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segir leikmenn liðsins sjaldan, eða jafnvel aldrei, hafa verið eins vel undirbúna og þeir eru fyrir komandi Evrópumót sem hefst í dag. Ísland mætir Ísrael klukkan tólf. 28. ágúst 2025 07:32 „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ „Það er fiðringur og þetta er frábært. Þetta er að kikka inn núna eftir mikinn aðdraganda og bið. Það er loksins komið að þessu og partíið er að byrja,“ sagði spenntur Martin Hermannsson á hóteli körfuboltalandsliðsins í Katowice í gær. 28. ágúst 2025 08:31 „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Meiðsli Hauks Helga Pálssonar munu hafa mikil áhrif á leik íslenska landsliðsins á EM í körfubolta, að mati Sigurðar Péturssonar og Ólafs Ólafssonar. Þeir segja landsliðshópinn heldur lágvaxinn en eru vissir um að liðið bæti upp fyrir það með öðrum hætti. 27. ágúst 2025 17:17 Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Íslenska körfuboltalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í hádeginu á morgun þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi. 27. ágúst 2025 23:18 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Það er bara spenningur. Við vorum náttúrulega þarna úti í Litáen og maður fann það á mönnum að við vorum klárir að koma okkur yfir til Póllands. Að komast inn í keppnishöllina og fara í þær aðstæður. Við getum ekki beðið eftir að byrja þetta,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Klippa: Hlakkar til að fá Hauk aftur Landsliðið hefur verið saman í allt sumar og æft af krafti. Það hefur þá leikið fimm æfingaleiki og í þeim leikjum hefur orðið vart við uppgang og bætingu með hverjum leiknum sem líður. „Við tökum mest hvernig uppgangurinn hefur verið frá fyrsta leik. Það hefur verið stígandi í hverjum einasta leik. Við höfum fundið út úr því hvernig við getum spilað á móti stórum þjóðum og hvað við þurfum til að vinna stórar þjóðir í körfubolta. Við erum tilbúnir að finna leiðir til að sigra,“ segir Ægir. Haukur Helgi Pálsson hrökk úr skaftinu skömmu fyrir mót vegna höggs sem hann fékk á barkann í æfingaleik við Portúgal. Haukur og Ægir eru æskuvinir og var um að ræða töluvert högg fyrir bæði liðið og Ægi persónulega. Blessunarlega kemur Haukur Helgi til móts við liðið þrátt fyrir að hann taki ekki þátt inni á parketinu. „Þetta er auðvitað æskuvinur manns. Við áttum að vera gömlu kallarnir á þessu móti en þrátt fyrir allan þann skell erum við komnir yfir það. Það er bara gott að hugsa til þess að Haukur kemur hérna á hótelið með okkur og sína nærveru inn í hópinn, sem verður gott fyrir okkur,“ segir Ægir. Körfubolti til sameiningar frekar en sundrungar Leikur morgundagsins er við Ísrael. Töluverð óánægja ríkir víða vegna þátttöku liðsins á mótinu í ljósi ítrekaðra árása Ísraels á Gasa. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins á leiknum sem KKÍ hefur ekki í hyggju. Þó hefur sambandið kallað eftir brottreksti Ísraela af mótinu, samkvæmt framkvæmdastjóra þess. Aðspurður um áhrif umræðunnar á liðið segir Ægir: „Þetta hefur ekki haft nein áhrif á okkur en það sem maður getur hugsað hvað helst þegar kemur að svona leikjum, þetta er flókið að spila svona leiki, en við getum aðeins vonað það að körfubolti virki til að sameina okkur frekar en að sundra okkur. Við verðum að hugsa það svoleiðis.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Ísrael fer fram klukkan 12:00 á morgun og verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju EM í körfubolta, EuroBasket, hefst á morgun og fyrsti þáttur af EM í dag er lentur frá Katowice. 27. ágúst 2025 15:16 „Þetta var sjokk fyrir hann“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segir leikmenn liðsins sjaldan, eða jafnvel aldrei, hafa verið eins vel undirbúna og þeir eru fyrir komandi Evrópumót sem hefst í dag. Ísland mætir Ísrael klukkan tólf. 28. ágúst 2025 07:32 „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ „Það er fiðringur og þetta er frábært. Þetta er að kikka inn núna eftir mikinn aðdraganda og bið. Það er loksins komið að þessu og partíið er að byrja,“ sagði spenntur Martin Hermannsson á hóteli körfuboltalandsliðsins í Katowice í gær. 28. ágúst 2025 08:31 „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Meiðsli Hauks Helga Pálssonar munu hafa mikil áhrif á leik íslenska landsliðsins á EM í körfubolta, að mati Sigurðar Péturssonar og Ólafs Ólafssonar. Þeir segja landsliðshópinn heldur lágvaxinn en eru vissir um að liðið bæti upp fyrir það með öðrum hætti. 27. ágúst 2025 17:17 Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Íslenska körfuboltalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í hádeginu á morgun þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi. 27. ágúst 2025 23:18 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju EM í körfubolta, EuroBasket, hefst á morgun og fyrsti þáttur af EM í dag er lentur frá Katowice. 27. ágúst 2025 15:16
„Þetta var sjokk fyrir hann“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segir leikmenn liðsins sjaldan, eða jafnvel aldrei, hafa verið eins vel undirbúna og þeir eru fyrir komandi Evrópumót sem hefst í dag. Ísland mætir Ísrael klukkan tólf. 28. ágúst 2025 07:32
„Við erum bara að hugsa um körfubolta“ „Það er fiðringur og þetta er frábært. Þetta er að kikka inn núna eftir mikinn aðdraganda og bið. Það er loksins komið að þessu og partíið er að byrja,“ sagði spenntur Martin Hermannsson á hóteli körfuboltalandsliðsins í Katowice í gær. 28. ágúst 2025 08:31
„Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Meiðsli Hauks Helga Pálssonar munu hafa mikil áhrif á leik íslenska landsliðsins á EM í körfubolta, að mati Sigurðar Péturssonar og Ólafs Ólafssonar. Þeir segja landsliðshópinn heldur lágvaxinn en eru vissir um að liðið bæti upp fyrir það með öðrum hætti. 27. ágúst 2025 17:17
Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Íslenska körfuboltalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í hádeginu á morgun þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi. 27. ágúst 2025 23:18