Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Árni Sæberg skrifar 27. ágúst 2025 13:33 Frá Edition daginn sem konan var handtekin. Vísir/KTD Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni, sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana, hefur verið framlengt um fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum mun hún hafa mátt dúsa í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera almennt ráð fyrir. Konan var handtekin laugardaginn 14. júní eftir að starfsmaður Edition hótelsins í Reykjavík kom að henni særðri á hótelherbergi fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar og dóttir voru úrskurðuð látin á vettvangi. Brýnir rannsóknarhagsmunir réttlæta lengra varðhald Þann 15. júní var hún úrskurðuð í gæsluvarðhald og það átti að renna út í dag. Um hádegið féllst héraðsdómari á kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og úrskurðaði hana í gæsluvarðhald til 24. september, að því er Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi. Hún sætir varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þann 24. september mun konan hafa setið í gæsluvarðhaldi í rúmar fjórtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Húsleit á Írlandi Ævar Pálmi segir að ágætisgangur sé í rannsókninni en hún sé enn á viðkvæmu stigi. Talsvert mikið eigi eftir að gera, til dæmis að framkvæma frekari skýrslutökur, og klára tæknilegar rannsóknir. Þá hafi lögreglan á Írlandi ráðist í húsleit þar í landi að beiðni kollega sinna á Íslandi og munir sem fundust við leitina séu nýlega komnir til landsins. Loks segir Ævar Pálmi að lögreglan bíði eftir gögnum erlendis frá. Manndráp á Reykjavík Edition Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Konan var handtekin laugardaginn 14. júní eftir að starfsmaður Edition hótelsins í Reykjavík kom að henni særðri á hótelherbergi fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar og dóttir voru úrskurðuð látin á vettvangi. Brýnir rannsóknarhagsmunir réttlæta lengra varðhald Þann 15. júní var hún úrskurðuð í gæsluvarðhald og það átti að renna út í dag. Um hádegið féllst héraðsdómari á kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og úrskurðaði hana í gæsluvarðhald til 24. september, að því er Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi. Hún sætir varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þann 24. september mun konan hafa setið í gæsluvarðhaldi í rúmar fjórtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Húsleit á Írlandi Ævar Pálmi segir að ágætisgangur sé í rannsókninni en hún sé enn á viðkvæmu stigi. Talsvert mikið eigi eftir að gera, til dæmis að framkvæma frekari skýrslutökur, og klára tæknilegar rannsóknir. Þá hafi lögreglan á Írlandi ráðist í húsleit þar í landi að beiðni kollega sinna á Íslandi og munir sem fundust við leitina séu nýlega komnir til landsins. Loks segir Ævar Pálmi að lögreglan bíði eftir gögnum erlendis frá.
Manndráp á Reykjavík Edition Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira