Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. ágúst 2025 09:30 Framkvæmdum við Fjallaböðin í Þjórsárdal miðar vel en búð er að grafa inn í fjallið Rauðkamba þar sem hótelið og böðin verða. Vísir/Telma Framkvæmdir við Fjallaböðin eru í fullum gangi í Þjórsárdal og er uppsteypa á mannvirkinu sjálfu hafin. Stærsti hluti byggingarinnar verður inni í fjalli. Fjallaböðin verða bæði baðstaður og fjörutíu herbergja hótel sem byggt er inn í fjallið Rauðkamba í Þjórsárdal. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum tveimur árum eftir langan undirbúning. Þær eru nú í fullum gangi en um fimmtíu manns starfa á svæðinu. „Nú erum við bara í uppsteypu á mannvirkinu sjálfu. Jarðvegsframkvæmdum er lokið. Við erum búin að leggja veginn inn eftir 10 kílómetra leið og hægt og rólega erum við að koma upp úr jörðinni,“ segir Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna vonast til að geta tekið á móti fyrstu gestunum vorið 2028.Vísir/Sigurjón Byggingin sjálf verður 5.300 fermetrar að stærð en um sextíu prósent af henni verða inni í fjallinu. Lóðin sem byggt er á er í eigu ríkisins sem leigir hana til fjörutíu ára til Rauðkamba sem er fyrirtæki í eigu Bláa Lónsins. Fyrirtækið ætlar einnig að reisa gestastofu Þjórsárdals á svæðinu. „Allir gestir Fjallabaðanna munu leggja sínum bifreiðum í minni dalsins og svo verða reglulegar sætaferðir á okkar vegum inn dalinn tíu kílómetra leið. Í þessari gestastofu verður kvikmyndasýning eða gagnvirk upplýsingasýning. Í því sambandi erum við að taka saman sögu Þjórsárdals til þess að miðla til gesta því að dalurinn er ekki bara einstakur út frá náttúru heldur líka sögu og menningu.“ Stefnt að því að taka á móti fyrstu gestunum vorið 2028. „Þarna mun fólk fara inn í fjall og skipta um föt. Fara svo ofan í vatn inn í fjallinu enn þá og hægt og rólega fara svo fram bygginguna og dalurinn opnast í suðurátt.“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hótel á Íslandi Ferðalög Ferðaþjónusta Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32 Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Fjallaböðin verða bæði baðstaður og fjörutíu herbergja hótel sem byggt er inn í fjallið Rauðkamba í Þjórsárdal. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum tveimur árum eftir langan undirbúning. Þær eru nú í fullum gangi en um fimmtíu manns starfa á svæðinu. „Nú erum við bara í uppsteypu á mannvirkinu sjálfu. Jarðvegsframkvæmdum er lokið. Við erum búin að leggja veginn inn eftir 10 kílómetra leið og hægt og rólega erum við að koma upp úr jörðinni,“ segir Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna vonast til að geta tekið á móti fyrstu gestunum vorið 2028.Vísir/Sigurjón Byggingin sjálf verður 5.300 fermetrar að stærð en um sextíu prósent af henni verða inni í fjallinu. Lóðin sem byggt er á er í eigu ríkisins sem leigir hana til fjörutíu ára til Rauðkamba sem er fyrirtæki í eigu Bláa Lónsins. Fyrirtækið ætlar einnig að reisa gestastofu Þjórsárdals á svæðinu. „Allir gestir Fjallabaðanna munu leggja sínum bifreiðum í minni dalsins og svo verða reglulegar sætaferðir á okkar vegum inn dalinn tíu kílómetra leið. Í þessari gestastofu verður kvikmyndasýning eða gagnvirk upplýsingasýning. Í því sambandi erum við að taka saman sögu Þjórsárdals til þess að miðla til gesta því að dalurinn er ekki bara einstakur út frá náttúru heldur líka sögu og menningu.“ Stefnt að því að taka á móti fyrstu gestunum vorið 2028. „Þarna mun fólk fara inn í fjall og skipta um föt. Fara svo ofan í vatn inn í fjallinu enn þá og hægt og rólega fara svo fram bygginguna og dalurinn opnast í suðurátt.“
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hótel á Íslandi Ferðalög Ferðaþjónusta Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32 Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32
Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22