Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2025 10:30 Fyrir 15 árum komu um 7500 börn á Gaza saman og settu heimsmet í að drippla körfuboltum. Í frétt um metið kom fram að það hefði verið ætlað til að veita börnum á Gaza von þrátt fyrir erfiðleika og umsátur. Í dag má gera ráð fyrir að einhver þessara 7500 barna – sem nú hefðu átt að vera fullorðin – séu látin, enn fleiri þeirra særð og enn fleiri á vergangi og sveltandi af mannavöldum. Í dag falla nú trúlega fleiri skothylki til jarðar á Gaza en körfuboltar. Það eru líka aðeins nokkrir dagar síðan Ísraelsher drap fyrrverandi landsliðsmann Palestínu í körfubolta. Hann eins og fleiri var skotinn til bana á hjálparstöð þar sem hann reyndi að nálgast mat og lyf fyrir börnin sín sex. Í tilkynningu frá Ólympíunefnd Palestínu segir að ung dóttir hans glími við nýrnabilun og blóðeitrun - og nú til viðbótar föðurmissi. Þetta er ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem Ísraelsher drepur. Hann er einn af a.m.k. hundruðum íþróttamanna sem liggja í valnum. Þess utan hafa íþróttahús verið eyðilögð og íþróttavellir umbreyst í flóttamannabúðir. Þegar svo er komið er erfitt fyrir vannærð börn að eiga landsliðsdrauma. Forsætisráðherra Íslands hefur réttilega sagt að Ísrael sé að fremja þjóðernishreinsanir á Gaza og margir hafa bent á að þar sé framið þjóðarmorð. Samt er það svo að í dag standa Ísland og Ísrael hlið við hlið á körfuboltavellinum og etja saman kappi eins og ekkert sé eðlilegra. En það er ekki eðlilegt. Það er hluti af þeirri alheimsmeðvirkni sem þjóðarmorðið á Gaza fær þrifist í. Ríkisstjórn Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) höfðu tækifæri til að rísa upp úr þessari meðvirkni en kusu að gera það ekki. Í siðareglum stjórnarmanna KKÍ segir að þeir skuli stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik. Ákvæðið er ekki bundið við landssvæði. Það gildir jafnt um börn og íþróttamenn á Gaza eins og aðra. Þetta hefðu stjórnarmenn KKÍ mátt hafa í huga þegar þeir ákváðu að Ísland tæki þátt í Evrópumóti með Ísrael á sama tíma og Ísrael sundurtætir tækifæri fólks á Gaza til þátttöku í körfubolta. Ríki sem ræðst með þjóðarmorði á nágranna sína og sviptir aðra með vopnavaldi öllum möguleikum á að taka þátt í íþróttum, ætti sjálft að glata réttinum til að taka þátt í alþjóðlegum íþróttamótum. Að minnsta kosti þar til það lætur af slíkum voðaverkum. Ef það er ekki grunnregla þegar gengið er til leiks, þá er ef til vill betra að gefa leikinn. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 15 árum komu um 7500 börn á Gaza saman og settu heimsmet í að drippla körfuboltum. Í frétt um metið kom fram að það hefði verið ætlað til að veita börnum á Gaza von þrátt fyrir erfiðleika og umsátur. Í dag má gera ráð fyrir að einhver þessara 7500 barna – sem nú hefðu átt að vera fullorðin – séu látin, enn fleiri þeirra særð og enn fleiri á vergangi og sveltandi af mannavöldum. Í dag falla nú trúlega fleiri skothylki til jarðar á Gaza en körfuboltar. Það eru líka aðeins nokkrir dagar síðan Ísraelsher drap fyrrverandi landsliðsmann Palestínu í körfubolta. Hann eins og fleiri var skotinn til bana á hjálparstöð þar sem hann reyndi að nálgast mat og lyf fyrir börnin sín sex. Í tilkynningu frá Ólympíunefnd Palestínu segir að ung dóttir hans glími við nýrnabilun og blóðeitrun - og nú til viðbótar föðurmissi. Þetta er ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem Ísraelsher drepur. Hann er einn af a.m.k. hundruðum íþróttamanna sem liggja í valnum. Þess utan hafa íþróttahús verið eyðilögð og íþróttavellir umbreyst í flóttamannabúðir. Þegar svo er komið er erfitt fyrir vannærð börn að eiga landsliðsdrauma. Forsætisráðherra Íslands hefur réttilega sagt að Ísrael sé að fremja þjóðernishreinsanir á Gaza og margir hafa bent á að þar sé framið þjóðarmorð. Samt er það svo að í dag standa Ísland og Ísrael hlið við hlið á körfuboltavellinum og etja saman kappi eins og ekkert sé eðlilegra. En það er ekki eðlilegt. Það er hluti af þeirri alheimsmeðvirkni sem þjóðarmorðið á Gaza fær þrifist í. Ríkisstjórn Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) höfðu tækifæri til að rísa upp úr þessari meðvirkni en kusu að gera það ekki. Í siðareglum stjórnarmanna KKÍ segir að þeir skuli stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik. Ákvæðið er ekki bundið við landssvæði. Það gildir jafnt um börn og íþróttamenn á Gaza eins og aðra. Þetta hefðu stjórnarmenn KKÍ mátt hafa í huga þegar þeir ákváðu að Ísland tæki þátt í Evrópumóti með Ísrael á sama tíma og Ísrael sundurtætir tækifæri fólks á Gaza til þátttöku í körfubolta. Ríki sem ræðst með þjóðarmorði á nágranna sína og sviptir aðra með vopnavaldi öllum möguleikum á að taka þátt í íþróttum, ætti sjálft að glata réttinum til að taka þátt í alþjóðlegum íþróttamótum. Að minnsta kosti þar til það lætur af slíkum voðaverkum. Ef það er ekki grunnregla þegar gengið er til leiks, þá er ef til vill betra að gefa leikinn. Höfundur er lögmaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun