Körfubolti

Íslendingapartý í Katowice

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Íslendingar ætla að fjölmenna í hina glæsilega Spodek-höll í dag þar sem Ísland mætir Ísrael.
Íslendingar ætla að fjölmenna í hina glæsilega Spodek-höll í dag þar sem Ísland mætir Ísrael. vísir/hulda margrét

Það er leikdagur í Katowice og Íslendingarnir á svæðinu taka daginn snemma.

Ísland hefur formlega leik á EM í hádeginu er strákarnir mæta Ísrael í fyrsta leik riðilsins sem spilaður er í Katowice.

Leikurinn hefst klukkan 14.00 að staðartíma og stuðningsmenn Íslands ætla að þjappa sér saman fyrir leik á staðnum Green Point í miðborg Katowice. Svo verður væntanlega gengið saman á völlinn í hitanum en spáð er vel yfir 30 gráðum í dag.

Vísir verður á staðnum og mun gefa áhorfendum stemninguna beint í æð en bein útsending frá barnum hefst klukkan 09.30 á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×