Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 09:33 Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra. Vísir/Sigurjón Innviðaráðherra ætlar að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á haustþingi þar sem jarðgöngum verður meðal annars forgangsraðað. Fimm ár eru frá því að síðasta samgönguáætlun var lögð fram en lög gera ráð fyrir að hún sé uppfærð á þriggja ára fresti. Þetta kom fram í máli Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra, á innviðaþingi í morgun. Sagði hann að stefnt væri að því að hefja nýjar jarðgangaframkvæmdir árið 2027 eftir kyrrstöðu undanfarin fimm ár. Líklegt væri að ráðast mætti í nauðsynlegar endurbætur á eldri jarðgöngum strax á næsta ári. Hann nefndi engin ákveðin jarðgöng í ávarpi sínu en á fundi með Seyðfirðingum í vikunni sagði hann loforð úr fyrri samgönguáætlun fallin úr gildi. Ekki væri því víst að Fjarðarheiðargöng yrðu áfram næst í röðinni. „Gerð verður grein fyrir forgangsröðun jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja í samgönguáætlun sem ég mun mæla fyrir á Alþingi á haustþingi,“ sagði ráðherrann. Síðast samþykkti Alþingi samgönguáætlun til fimmtán ára árið 2020. Alþingi frestaði afgreiðslu þingsályktunartillögu um samgönguáætlun í fyrra. Dýrkeypt að vanrækja innviðina Lýsti Eyjólfur vaxandi innviðaskuld á Íslandi, sérstaklega í vegakerfinu sem væri komið til ára sinna á sama tíma og álag á það hafi aukist verulega vegna fjölgunar ferðamanna og aukinna þungaflutninga. Vegagerðin áætli að aðeins 35 prósent burðarlaga og 37 prósent slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Um tuttugu milljarða króna þurfi á ári til þess að stöðva uppsöfnun þessarar skuldar. Fram að þessu hafi árlegt framlag til viðhals verið á bilinu tíu til þrettán milljarðar undanfarin ár. „Það er því dýrkeypt stefna að fjársvelta og vanrækja viðhald á einni stærstu eign þjóðarinnar, því vandinn vex sífellt undir yfirborðinu.Þetta er eins og að hunsa leka í húsþaki. Á endanum ertu ekki bara að fást við einfaldan leka, heldur fúnar sperrur, ónýta einangrun og myglu,“ sagði ráðherrann. Eyjólfur (f.m.) við hlið Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, á innviðaþingi í morgun.Vísir/Ívar Til þess að bregðast við hafi ríkisstjórnin samþykkt í sumar að leggja þrjá milljarða króna aukalega til viðhalds á vegakerfinu sem væri um fjórðungsaukning miðað við meðalframlög síðustu ára. Framkvæmdir hafi þegar skilað betra ástandi vega. Gert væri ráð fyrir frekari sóknarleik í fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030. Þar væri gert ráð fyrir að framlög til viðhalds vega hækki um 5,5 milljarða króna á hverju ári sem væri 45 prósent aukning frá því sem hefði verið. Sundabraut brú eða göng Þá sagðist Eyjólfur ætla að taka ákvörðun um það hvort að Sundabraut yrði brú eða göng eftir að umhverfismatsskýrsla færi í kynningu fyrir almenningi í september. Markmiðið væri að framkvæmdir hæfust árið 2027 og að brautin yrði opnuð fyrir umferð ekki síðar en árið 2032. Til greina kæmi að Sundabraut yrði fyrsta verkefnið sem svonefnt innviðafélag gæti komið að. Slík félög ættu að opna á möguleikann að því að langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðirnir kæmu að fjármögnun innviðaverkefna. Boðaði Eyjólfur að verkefnastofa myndi leggja fram tillögu um innviðafélag og valkosti um útfærslu á því í febrúar. Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sundabraut Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra, á innviðaþingi í morgun. Sagði hann að stefnt væri að því að hefja nýjar jarðgangaframkvæmdir árið 2027 eftir kyrrstöðu undanfarin fimm ár. Líklegt væri að ráðast mætti í nauðsynlegar endurbætur á eldri jarðgöngum strax á næsta ári. Hann nefndi engin ákveðin jarðgöng í ávarpi sínu en á fundi með Seyðfirðingum í vikunni sagði hann loforð úr fyrri samgönguáætlun fallin úr gildi. Ekki væri því víst að Fjarðarheiðargöng yrðu áfram næst í röðinni. „Gerð verður grein fyrir forgangsröðun jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja í samgönguáætlun sem ég mun mæla fyrir á Alþingi á haustþingi,“ sagði ráðherrann. Síðast samþykkti Alþingi samgönguáætlun til fimmtán ára árið 2020. Alþingi frestaði afgreiðslu þingsályktunartillögu um samgönguáætlun í fyrra. Dýrkeypt að vanrækja innviðina Lýsti Eyjólfur vaxandi innviðaskuld á Íslandi, sérstaklega í vegakerfinu sem væri komið til ára sinna á sama tíma og álag á það hafi aukist verulega vegna fjölgunar ferðamanna og aukinna þungaflutninga. Vegagerðin áætli að aðeins 35 prósent burðarlaga og 37 prósent slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Um tuttugu milljarða króna þurfi á ári til þess að stöðva uppsöfnun þessarar skuldar. Fram að þessu hafi árlegt framlag til viðhals verið á bilinu tíu til þrettán milljarðar undanfarin ár. „Það er því dýrkeypt stefna að fjársvelta og vanrækja viðhald á einni stærstu eign þjóðarinnar, því vandinn vex sífellt undir yfirborðinu.Þetta er eins og að hunsa leka í húsþaki. Á endanum ertu ekki bara að fást við einfaldan leka, heldur fúnar sperrur, ónýta einangrun og myglu,“ sagði ráðherrann. Eyjólfur (f.m.) við hlið Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, á innviðaþingi í morgun.Vísir/Ívar Til þess að bregðast við hafi ríkisstjórnin samþykkt í sumar að leggja þrjá milljarða króna aukalega til viðhalds á vegakerfinu sem væri um fjórðungsaukning miðað við meðalframlög síðustu ára. Framkvæmdir hafi þegar skilað betra ástandi vega. Gert væri ráð fyrir frekari sóknarleik í fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030. Þar væri gert ráð fyrir að framlög til viðhalds vega hækki um 5,5 milljarða króna á hverju ári sem væri 45 prósent aukning frá því sem hefði verið. Sundabraut brú eða göng Þá sagðist Eyjólfur ætla að taka ákvörðun um það hvort að Sundabraut yrði brú eða göng eftir að umhverfismatsskýrsla færi í kynningu fyrir almenningi í september. Markmiðið væri að framkvæmdir hæfust árið 2027 og að brautin yrði opnuð fyrir umferð ekki síðar en árið 2032. Til greina kæmi að Sundabraut yrði fyrsta verkefnið sem svonefnt innviðafélag gæti komið að. Slík félög ættu að opna á möguleikann að því að langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðirnir kæmu að fjármögnun innviðaverkefna. Boðaði Eyjólfur að verkefnastofa myndi leggja fram tillögu um innviðafélag og valkosti um útfærslu á því í febrúar.
Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sundabraut Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira