Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar 28. ágúst 2025 11:45 Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum. Nú les maður í Morgunblaðinu um óvæntan stuðningsmann þessa ágæta frelsismáls, sem sást þó ekki í þingsal þegar Miðflokkurinn bar fram þessa tillögu fyrr á þessu ári. Það er Inga Sæland, sem segir nú: „Þetta er verkefni og ég er í því af lífi og sál.“ Það kemur á óvart í ljósi þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í þingsal þennan dag voru Samfylkingarmenn, sem komu því rækilega á framfæri að frjáls ákvörðunarréttur almennings væri ekki í boði á þessu sviði. Ef menn vilja yfir höfuð enn reyna að taka nokkurt mark á yfirlýsingum frá Flokki fólksins, þá verður ekki annað ráðið af orðum Ingu en að frumvarp þessa efnis sé væntanlegt úr hennar ráðuneyti strax á næsta þingi. Þá verður forvitnilegt að heyra hvort til dæmis Víðir Reynisson stígi aftur í pontu og endurtaki sína áleitnu spurningu frá því í vor: „Á hvaða ári er ég eiginlega staddur?“ Það ríkir nefnilega grundvallarágreiningur um þetta mál. Meginhugsun okkar í Miðflokknum er einfaldlega sú að foreldrum sé treystandi til þess að meta hvað er barni þeirra fyrir bestu. Þingmaður Samfylkingarinnar Dagbjört Hákonardóttir er ekki viss um þetta og er, fyrir hönd ríkisvaldsins, sjálf búin að hugsa málið til enda fyrir fjölskyldur í landinu. Eins og hún sagði: „Það er betra fyrir barnið ef það nýtur samvista með mömmu og pabba og eigi pabba sem veit hvar sokkarnir eru í óhreina tauinu.“ Þar með er ríkisstjórnin búin að úrskurða um málið. P.S. Veitum athygli þessari aðdróttun um að feður, sem ekki taki þá mánuði í fæðingarorlofi sem Samfylkingin ákveður hverju sinni, oft af því að þeir vinna baki brotnu til þess að draga björg í bú, njóti þar með ekki samvista með börnum sínum eða vanræki heimilisverkin. Er þetta ekki einhver sérstök tegund af virðingarleysi? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum. Nú les maður í Morgunblaðinu um óvæntan stuðningsmann þessa ágæta frelsismáls, sem sást þó ekki í þingsal þegar Miðflokkurinn bar fram þessa tillögu fyrr á þessu ári. Það er Inga Sæland, sem segir nú: „Þetta er verkefni og ég er í því af lífi og sál.“ Það kemur á óvart í ljósi þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í þingsal þennan dag voru Samfylkingarmenn, sem komu því rækilega á framfæri að frjáls ákvörðunarréttur almennings væri ekki í boði á þessu sviði. Ef menn vilja yfir höfuð enn reyna að taka nokkurt mark á yfirlýsingum frá Flokki fólksins, þá verður ekki annað ráðið af orðum Ingu en að frumvarp þessa efnis sé væntanlegt úr hennar ráðuneyti strax á næsta þingi. Þá verður forvitnilegt að heyra hvort til dæmis Víðir Reynisson stígi aftur í pontu og endurtaki sína áleitnu spurningu frá því í vor: „Á hvaða ári er ég eiginlega staddur?“ Það ríkir nefnilega grundvallarágreiningur um þetta mál. Meginhugsun okkar í Miðflokknum er einfaldlega sú að foreldrum sé treystandi til þess að meta hvað er barni þeirra fyrir bestu. Þingmaður Samfylkingarinnar Dagbjört Hákonardóttir er ekki viss um þetta og er, fyrir hönd ríkisvaldsins, sjálf búin að hugsa málið til enda fyrir fjölskyldur í landinu. Eins og hún sagði: „Það er betra fyrir barnið ef það nýtur samvista með mömmu og pabba og eigi pabba sem veit hvar sokkarnir eru í óhreina tauinu.“ Þar með er ríkisstjórnin búin að úrskurða um málið. P.S. Veitum athygli þessari aðdróttun um að feður, sem ekki taki þá mánuði í fæðingarorlofi sem Samfylkingin ákveður hverju sinni, oft af því að þeir vinna baki brotnu til þess að draga björg í bú, njóti þar með ekki samvista með börnum sínum eða vanræki heimilisverkin. Er þetta ekki einhver sérstök tegund af virðingarleysi? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun