Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2025 16:45 Styrmir Snær svekktur eftir leik. vísir/hulda margrét Byrjunin á EM í körfubolta fór því miður ekki á besta veg. Ísland tapaði fyrir Ísrael, 83-71, í leik þar sem voru svo sannarlega tækifæri til staðar. Hún var svolítið sérstök stemningin í Spodek-höllinni fyrir leik. Ekki nema 3.000 manns í tæplega tólf þúsund manna höll. Leikurinn var líka rétt eftir hádegi og svolítið afslöppuð stemning. Eins og kannski eðlilegt var þá voru strákarnir pínu stífir og stressaðir í byrjun en það rann af þeim fljótlega. Það duldist engum að okkar menn voru meira en klárir. Ofboðsleg orka í liðinu og allir í fimmta gír. Tilbúnir að kasta sér í allt. Elvar Friðriksson dró vagninn fyrir okkar menn og því miður var Martin Hermannsson ískaldur. Þrátt fyrir það var Ísland vel inn í leiknum í hálfleik. Það munaði aðeins fjórum stigum. 36-32. Það var tækifæri. Því miður kviknaði ekki á Martin í seinni hálfleik og það var reyndar slökkt á öllu liðinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Strákarnir neituðu samt að gefast upp og það var aðeins átta stiga munur eftir þrjá leikhluta. 60-52. Það var tækifæri. Þegar leikurinn var svo gott sem búinn áttu varamenn Íslands frábært áhlaup og minnkuðu muninn í tíu stig. Það var of lítið og of seint. Tækifærið var farið út um gluggann. Hrós á okkar menn að standa í Ísrael lungann úr leiknum. Það er aftur á móti alveg ljóst að við vinnum ekki svona gott lið þegar Martin Hermannsson á hauskúpuleik. Þriggja stiga nýtingin var síðan átakanlega léleg og hún verður að lagast í næstu leikjum. Elvar var stjarna leiksins og stigahæstur. Dró vagninn og steig upp er á þurfti að halda. Töffari. Tryggvi Snær var ótrúlegur undir körfunni þó svo hann fengi nánast enga hvíld fyrr en í blálokin. Það mun draga fljótt af stóra manninum í mótinu ef þjálfarateymið finnur ekki lausnir til þess að hvíla hann meira. Liðið á klárlega mikið inni eftir þennan leik. Orkustigið og ákefðin var til fyrirmyndar en það vantar meiri gæði. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur þarf að safna liði. Það er risaverkefni á laugardag og þar ætlar Ísland að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Hún var svolítið sérstök stemningin í Spodek-höllinni fyrir leik. Ekki nema 3.000 manns í tæplega tólf þúsund manna höll. Leikurinn var líka rétt eftir hádegi og svolítið afslöppuð stemning. Eins og kannski eðlilegt var þá voru strákarnir pínu stífir og stressaðir í byrjun en það rann af þeim fljótlega. Það duldist engum að okkar menn voru meira en klárir. Ofboðsleg orka í liðinu og allir í fimmta gír. Tilbúnir að kasta sér í allt. Elvar Friðriksson dró vagninn fyrir okkar menn og því miður var Martin Hermannsson ískaldur. Þrátt fyrir það var Ísland vel inn í leiknum í hálfleik. Það munaði aðeins fjórum stigum. 36-32. Það var tækifæri. Því miður kviknaði ekki á Martin í seinni hálfleik og það var reyndar slökkt á öllu liðinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Strákarnir neituðu samt að gefast upp og það var aðeins átta stiga munur eftir þrjá leikhluta. 60-52. Það var tækifæri. Þegar leikurinn var svo gott sem búinn áttu varamenn Íslands frábært áhlaup og minnkuðu muninn í tíu stig. Það var of lítið og of seint. Tækifærið var farið út um gluggann. Hrós á okkar menn að standa í Ísrael lungann úr leiknum. Það er aftur á móti alveg ljóst að við vinnum ekki svona gott lið þegar Martin Hermannsson á hauskúpuleik. Þriggja stiga nýtingin var síðan átakanlega léleg og hún verður að lagast í næstu leikjum. Elvar var stjarna leiksins og stigahæstur. Dró vagninn og steig upp er á þurfti að halda. Töffari. Tryggvi Snær var ótrúlegur undir körfunni þó svo hann fengi nánast enga hvíld fyrr en í blálokin. Það mun draga fljótt af stóra manninum í mótinu ef þjálfarateymið finnur ekki lausnir til þess að hvíla hann meira. Liðið á klárlega mikið inni eftir þennan leik. Orkustigið og ákefðin var til fyrirmyndar en það vantar meiri gæði. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur þarf að safna liði. Það er risaverkefni á laugardag og þar ætlar Ísland að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira