Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2025 16:33 Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Með því er hægt að komast hjá þeim mikla kostnaði sem felst í því að byggja upp nánast frá grunni - nýja innviði í nýjum hverfum. En hefur þetta markmið minnkað húsnæðisvandann í Reykjavík? „Skipbrot“ á þurru landi Mikil þétting hefur átt sér stað á tilteknum reitum - meðal annars í eldri hverfum borgarinnar. Of mikil þétting hefur neikvæð áhrif á hljóðvist, birtu og fjölda grænna svæða - og þar með heildargæði byggðar. Einnig hefur oft komið í ljós að Íbúar sumra hverfa telja sig ekki hafa fengið nægileg tækifæri til að hafa áhrif á skipulagið. Fulltrúar Flokks fólksins í borgarstjórn hafa lengi bent á þetta. Sú þéttingarstefna sem keyrð hefur verið áfram undanfarin ár, er eins og flest mannana verk - ekki fullkomin. Þrátt fyrir mikla hugsjón “hörðustu úrbanista” fyrri meirihluta, hefur sú stefna á vissan hátt beðið ákveðið skipbrot. Svo þétt hefur verið byggt á nokkrum stöðum að það er eins og gleymst hafi að margir þeirra sem kaupa sér nýtt húsnæði eiga ekki bara hjól - heldur líka bíl. Þétting byggðar þarfnast nýrrar nálgunar Í raun má segja að “þéttingarstefna” sé fyrirbæri sem þarf að ganga í gegnum ákveðinn þroskaferil - þar sem læra þarf af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Það er orðið ljóst að þéttingar verkefni þurfa að taka mun meira mið af aðstæðum á hverjum stað. Undanfarið hefur verið dregið töluvert úr byggingarmagni á þéttingarstöðum. Einnig er m.a. lögð meiri áhersla á að niðurstöður greininga um skuggavarp og hljóðvist liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Nýr meirihluti í borgarstjórn hefur lagt áherslu á að hlustað verði betur á sjónarmið íbúa - þó ljóst sé að ómögulegt er að gera öllum til geðs þegar kemur að þróun borga. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að fara vel yfir alla þá þætti sem mesta gagnrýni hafa fengið. Borgarhönnunarstefna er ekki meitluð í stein Framundan er endurskoðun á borgarhönnunarstefnu sem hefur að gera með verklagsreglur varðandi gæði í uppbyggingu og endurnýjun eldri byggðar - sem og kröfur um hlutfall grænna innviða ásamt fleiru. Einnig eru bílastæðamál eitthvað sem virkilega þarf að skoða ef vel á að takast í áframhaldandi borgarþróun. Bílum er að fjölga en ekki fækka - og við því þarf að einfaldlega að bregðast með einhverjum hætti. Í stuttu máli - þúsundir nýrra íbúða í nýjum hverfum það er stuttur tími eftir af þessu kjörtímabili. Það liggur fyrir í meirihlutasamþykkt borgarstjórnar að stefnt er að því að flýta uppbyggingu nýrra hverfa eins og hægt er - en ný hverfi rísa ekki á nokkrum mánuðum, heldur á nokkrum árum. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða í nýjum hverfum til þess að koma enn betur til móts við þarfir húsnæðismarkaðarins. Þétting byggðar miðsvæðis í borginni hefur alið af sér hærra fasteignaverð - og það er ekki að hjálpa meirihluta þeirra sem vilja kaupa sér húsnæði í borginni. Enn meiri áhersla á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í blandaðri byggð nýrra hverfa, er það sem koma skal - í stað dýrra lúxusíbúða á besta stað í miðborginni sem færri hafa efni á að kaupa. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Með því er hægt að komast hjá þeim mikla kostnaði sem felst í því að byggja upp nánast frá grunni - nýja innviði í nýjum hverfum. En hefur þetta markmið minnkað húsnæðisvandann í Reykjavík? „Skipbrot“ á þurru landi Mikil þétting hefur átt sér stað á tilteknum reitum - meðal annars í eldri hverfum borgarinnar. Of mikil þétting hefur neikvæð áhrif á hljóðvist, birtu og fjölda grænna svæða - og þar með heildargæði byggðar. Einnig hefur oft komið í ljós að Íbúar sumra hverfa telja sig ekki hafa fengið nægileg tækifæri til að hafa áhrif á skipulagið. Fulltrúar Flokks fólksins í borgarstjórn hafa lengi bent á þetta. Sú þéttingarstefna sem keyrð hefur verið áfram undanfarin ár, er eins og flest mannana verk - ekki fullkomin. Þrátt fyrir mikla hugsjón “hörðustu úrbanista” fyrri meirihluta, hefur sú stefna á vissan hátt beðið ákveðið skipbrot. Svo þétt hefur verið byggt á nokkrum stöðum að það er eins og gleymst hafi að margir þeirra sem kaupa sér nýtt húsnæði eiga ekki bara hjól - heldur líka bíl. Þétting byggðar þarfnast nýrrar nálgunar Í raun má segja að “þéttingarstefna” sé fyrirbæri sem þarf að ganga í gegnum ákveðinn þroskaferil - þar sem læra þarf af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Það er orðið ljóst að þéttingar verkefni þurfa að taka mun meira mið af aðstæðum á hverjum stað. Undanfarið hefur verið dregið töluvert úr byggingarmagni á þéttingarstöðum. Einnig er m.a. lögð meiri áhersla á að niðurstöður greininga um skuggavarp og hljóðvist liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Nýr meirihluti í borgarstjórn hefur lagt áherslu á að hlustað verði betur á sjónarmið íbúa - þó ljóst sé að ómögulegt er að gera öllum til geðs þegar kemur að þróun borga. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að fara vel yfir alla þá þætti sem mesta gagnrýni hafa fengið. Borgarhönnunarstefna er ekki meitluð í stein Framundan er endurskoðun á borgarhönnunarstefnu sem hefur að gera með verklagsreglur varðandi gæði í uppbyggingu og endurnýjun eldri byggðar - sem og kröfur um hlutfall grænna innviða ásamt fleiru. Einnig eru bílastæðamál eitthvað sem virkilega þarf að skoða ef vel á að takast í áframhaldandi borgarþróun. Bílum er að fjölga en ekki fækka - og við því þarf að einfaldlega að bregðast með einhverjum hætti. Í stuttu máli - þúsundir nýrra íbúða í nýjum hverfum það er stuttur tími eftir af þessu kjörtímabili. Það liggur fyrir í meirihlutasamþykkt borgarstjórnar að stefnt er að því að flýta uppbyggingu nýrra hverfa eins og hægt er - en ný hverfi rísa ekki á nokkrum mánuðum, heldur á nokkrum árum. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða í nýjum hverfum til þess að koma enn betur til móts við þarfir húsnæðismarkaðarins. Þétting byggðar miðsvæðis í borginni hefur alið af sér hærra fasteignaverð - og það er ekki að hjálpa meirihluta þeirra sem vilja kaupa sér húsnæði í borginni. Enn meiri áhersla á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í blandaðri byggð nýrra hverfa, er það sem koma skal - í stað dýrra lúxusíbúða á besta stað í miðborginni sem færri hafa efni á að kaupa. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar