Æxli í nýra Ólympíumeistarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2025 22:30 Jessica Fox með Ólympíugull sem hún vann á leikunum í París fyrir ári síðan. EPA/ALI HAIDER Ólympíumeistarinn Jessica Fox sagði fylgjendum sínum frá sláandi fréttum í nýjustu færslu sinni á samfélagsmiðlum. Fox, sem er Ástrali, hefur unnið gullverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum og hefur ennfremur tekið með sér verðlaun heim frá síðustu fimm Ólympíuleikum. Hún vann tvenn gullverðlaun í kanóróðri í París í fyrra og eitt gull á leikunum í Tókýó. Hún á líka silfur frá ÓL í London og brons frá ÓL í Ríó 2016 og Ól í Tókýó 2020. „Fréttir frá lífinu utan íþróttanna. Ég mun ekki keppa á síðustu heimsbikarmótunum næstu vikurnar. Ég mun horfa á og hvetja frá heimili mínu í staðinn,“ skrifaði Jessica Fox. „Ég þurfti að fara í aðgerð í síðustu viku þar sem æxli var tekið úr nýranu mínu. Aðgerðin gekk vel og ég er á batavegi,“ skrifaði Fox. „Ég er rosalega þakklát læknaliðinu fyrir að hugsa vel um mig og vita hvað var best að gera í stöðunni,“ skrifaði Fox og taldi upp læknana sína. „Ég vil þakka líka yndislegri fjölskyldu minni og vinum. Þetta hefur verið hvirfilvindur fyrir okkur öll síðustu vikur en það er í lagi með mig. Ég er bara með nokkur ný ör, aðeins minna af nýra og miklu meiri seiglu,“ skrifaði Fox og hún er ekkert að fara að hætta. „Ég er jákvæð, mjög þakklát og ánægð með að vera komin heim. Ég hlakka til að taka því rólega næstu vikurnar á meðan ég næ bata. Ég ætla síðan að byggja mig upp til að snúa aftur á vatnið,“ skrifaði Fox sem er 31 árs gömul. Hún var aðeins átján ára þegar hún vann sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum. Auk afreka á Ólympíuleikum þá hefur hún fjórtán gullverðlaun og 22 verðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur einnig unnið heimsbikarinn á sjö tímabilum og er ein stærsta kanóstjarna sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Jessica Fox (@jessfoxcanoe) Ólympíuleikar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Sjá meira
Fox, sem er Ástrali, hefur unnið gullverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum og hefur ennfremur tekið með sér verðlaun heim frá síðustu fimm Ólympíuleikum. Hún vann tvenn gullverðlaun í kanóróðri í París í fyrra og eitt gull á leikunum í Tókýó. Hún á líka silfur frá ÓL í London og brons frá ÓL í Ríó 2016 og Ól í Tókýó 2020. „Fréttir frá lífinu utan íþróttanna. Ég mun ekki keppa á síðustu heimsbikarmótunum næstu vikurnar. Ég mun horfa á og hvetja frá heimili mínu í staðinn,“ skrifaði Jessica Fox. „Ég þurfti að fara í aðgerð í síðustu viku þar sem æxli var tekið úr nýranu mínu. Aðgerðin gekk vel og ég er á batavegi,“ skrifaði Fox. „Ég er rosalega þakklát læknaliðinu fyrir að hugsa vel um mig og vita hvað var best að gera í stöðunni,“ skrifaði Fox og taldi upp læknana sína. „Ég vil þakka líka yndislegri fjölskyldu minni og vinum. Þetta hefur verið hvirfilvindur fyrir okkur öll síðustu vikur en það er í lagi með mig. Ég er bara með nokkur ný ör, aðeins minna af nýra og miklu meiri seiglu,“ skrifaði Fox og hún er ekkert að fara að hætta. „Ég er jákvæð, mjög þakklát og ánægð með að vera komin heim. Ég hlakka til að taka því rólega næstu vikurnar á meðan ég næ bata. Ég ætla síðan að byggja mig upp til að snúa aftur á vatnið,“ skrifaði Fox sem er 31 árs gömul. Hún var aðeins átján ára þegar hún vann sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum. Auk afreka á Ólympíuleikum þá hefur hún fjórtán gullverðlaun og 22 verðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur einnig unnið heimsbikarinn á sjö tímabilum og er ein stærsta kanóstjarna sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Jessica Fox (@jessfoxcanoe)
Ólympíuleikar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Sjá meira