Æxli í nýra Ólympíumeistarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2025 22:30 Jessica Fox með Ólympíugull sem hún vann á leikunum í París fyrir ári síðan. EPA/ALI HAIDER Ólympíumeistarinn Jessica Fox sagði fylgjendum sínum frá sláandi fréttum í nýjustu færslu sinni á samfélagsmiðlum. Fox, sem er Ástrali, hefur unnið gullverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum og hefur ennfremur tekið með sér verðlaun heim frá síðustu fimm Ólympíuleikum. Hún vann tvenn gullverðlaun í kanóróðri í París í fyrra og eitt gull á leikunum í Tókýó. Hún á líka silfur frá ÓL í London og brons frá ÓL í Ríó 2016 og Ól í Tókýó 2020. „Fréttir frá lífinu utan íþróttanna. Ég mun ekki keppa á síðustu heimsbikarmótunum næstu vikurnar. Ég mun horfa á og hvetja frá heimili mínu í staðinn,“ skrifaði Jessica Fox. „Ég þurfti að fara í aðgerð í síðustu viku þar sem æxli var tekið úr nýranu mínu. Aðgerðin gekk vel og ég er á batavegi,“ skrifaði Fox. „Ég er rosalega þakklát læknaliðinu fyrir að hugsa vel um mig og vita hvað var best að gera í stöðunni,“ skrifaði Fox og taldi upp læknana sína. „Ég vil þakka líka yndislegri fjölskyldu minni og vinum. Þetta hefur verið hvirfilvindur fyrir okkur öll síðustu vikur en það er í lagi með mig. Ég er bara með nokkur ný ör, aðeins minna af nýra og miklu meiri seiglu,“ skrifaði Fox og hún er ekkert að fara að hætta. „Ég er jákvæð, mjög þakklát og ánægð með að vera komin heim. Ég hlakka til að taka því rólega næstu vikurnar á meðan ég næ bata. Ég ætla síðan að byggja mig upp til að snúa aftur á vatnið,“ skrifaði Fox sem er 31 árs gömul. Hún var aðeins átján ára þegar hún vann sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum. Auk afreka á Ólympíuleikum þá hefur hún fjórtán gullverðlaun og 22 verðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur einnig unnið heimsbikarinn á sjö tímabilum og er ein stærsta kanóstjarna sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Jessica Fox (@jessfoxcanoe) Ólympíuleikar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira
Fox, sem er Ástrali, hefur unnið gullverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum og hefur ennfremur tekið með sér verðlaun heim frá síðustu fimm Ólympíuleikum. Hún vann tvenn gullverðlaun í kanóróðri í París í fyrra og eitt gull á leikunum í Tókýó. Hún á líka silfur frá ÓL í London og brons frá ÓL í Ríó 2016 og Ól í Tókýó 2020. „Fréttir frá lífinu utan íþróttanna. Ég mun ekki keppa á síðustu heimsbikarmótunum næstu vikurnar. Ég mun horfa á og hvetja frá heimili mínu í staðinn,“ skrifaði Jessica Fox. „Ég þurfti að fara í aðgerð í síðustu viku þar sem æxli var tekið úr nýranu mínu. Aðgerðin gekk vel og ég er á batavegi,“ skrifaði Fox. „Ég er rosalega þakklát læknaliðinu fyrir að hugsa vel um mig og vita hvað var best að gera í stöðunni,“ skrifaði Fox og taldi upp læknana sína. „Ég vil þakka líka yndislegri fjölskyldu minni og vinum. Þetta hefur verið hvirfilvindur fyrir okkur öll síðustu vikur en það er í lagi með mig. Ég er bara með nokkur ný ör, aðeins minna af nýra og miklu meiri seiglu,“ skrifaði Fox og hún er ekkert að fara að hætta. „Ég er jákvæð, mjög þakklát og ánægð með að vera komin heim. Ég hlakka til að taka því rólega næstu vikurnar á meðan ég næ bata. Ég ætla síðan að byggja mig upp til að snúa aftur á vatnið,“ skrifaði Fox sem er 31 árs gömul. Hún var aðeins átján ára þegar hún vann sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum. Auk afreka á Ólympíuleikum þá hefur hún fjórtán gullverðlaun og 22 verðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur einnig unnið heimsbikarinn á sjö tímabilum og er ein stærsta kanóstjarna sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Jessica Fox (@jessfoxcanoe)
Ólympíuleikar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira