Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2025 20:23 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson framkvæmdarstjóri Strætó segir ganga vel hjá strætó eftir að tíðni ferða var fjölgað til muna þann 17. ágúst síðastliðinn. Breytingarnar kosti strætó um 400 milljónir en vögnum var fjölgað um 25 og starfsfólki um 60 manns. Hann segir enn ekki marktækar tölur til um nýtingu og hvort notendum hafi fjölgað. Það taki stund fyrir fólk til að átta sig raunverulega á breytingunni og byrja að nýta sér strætó oftar. Jóhannes ræddi ýmislegt strætótengt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir aukna tíðni ekki tilraunaverkefni, heldur sé þetta komið til að vera. Þegar breytingarnar voru kynntar kom fram að einn tilgangur breytinganna væri að venja fólk við tíðari ferðum í aðdraganda Borgarlínunnar. „Það sem við heyrum er jákvætt,“ segir Jóhannes. Hann segir að með aukinni tíðni hafi það gerst að einhverjum vögnum seinki en aðrir séu fljótir og þeir fylgi því í raun hver öðrum. Það sé unnið að því að reyna að koma í veg fyrir þetta en umferðin hafi áhrif. Það sé alltaf lagað í næsta hring. Það sé þeirra von að með fleiri vögnum og meiri tíðni muni bílum fjölga hægar í umferðinni. Eins og fram hefur komið var í breytingunum tíðni margra leiða aukin þannig þeir aka nú á tíu mínútna fresti í stað fimmtán. Jóhannes segir notkun á strætó þokkalega. Á hverjum degi noti um 45 þúsund Strætó en hluti af því að notkuninni sé ekki meiri sé að áreiðanleikinn hafi ekki verið meiri. „Það eru fáar sérakreinar þó þeim hafi aðeins fjölgað núna, tíðnin hefur ekki verið nægilega góð, nú erum við að stíga skref inn í það að vera með meiri tíðni og fljótlega verður áreiðanleikinn meiri eftir því sem sérakgreinum fjölgar.“ Eftirlitsmenn í strætó fengu í fyrra heimild til að sekta þau sem ekki greiða fargjaldið. Hann segir slík mál koma reglulega upp. Fólk reyni að borga minna eða ekki neitt. Jóhannes segir ekki standa til að hækka verðið eins og er en það verði að koma í ljós. Þau reyni að hækka verðið aðeins í takt við vísitöluhækkanir en það hafi verið umfram það í heimsfaraldri Covid. Fargjaldastefnan í dag sé að hækka aðeins í takt við verðlag. Strætó Borgarlína Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18 Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Sjá meira
Hann segir enn ekki marktækar tölur til um nýtingu og hvort notendum hafi fjölgað. Það taki stund fyrir fólk til að átta sig raunverulega á breytingunni og byrja að nýta sér strætó oftar. Jóhannes ræddi ýmislegt strætótengt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir aukna tíðni ekki tilraunaverkefni, heldur sé þetta komið til að vera. Þegar breytingarnar voru kynntar kom fram að einn tilgangur breytinganna væri að venja fólk við tíðari ferðum í aðdraganda Borgarlínunnar. „Það sem við heyrum er jákvætt,“ segir Jóhannes. Hann segir að með aukinni tíðni hafi það gerst að einhverjum vögnum seinki en aðrir séu fljótir og þeir fylgi því í raun hver öðrum. Það sé unnið að því að reyna að koma í veg fyrir þetta en umferðin hafi áhrif. Það sé alltaf lagað í næsta hring. Það sé þeirra von að með fleiri vögnum og meiri tíðni muni bílum fjölga hægar í umferðinni. Eins og fram hefur komið var í breytingunum tíðni margra leiða aukin þannig þeir aka nú á tíu mínútna fresti í stað fimmtán. Jóhannes segir notkun á strætó þokkalega. Á hverjum degi noti um 45 þúsund Strætó en hluti af því að notkuninni sé ekki meiri sé að áreiðanleikinn hafi ekki verið meiri. „Það eru fáar sérakreinar þó þeim hafi aðeins fjölgað núna, tíðnin hefur ekki verið nægilega góð, nú erum við að stíga skref inn í það að vera með meiri tíðni og fljótlega verður áreiðanleikinn meiri eftir því sem sérakgreinum fjölgar.“ Eftirlitsmenn í strætó fengu í fyrra heimild til að sekta þau sem ekki greiða fargjaldið. Hann segir slík mál koma reglulega upp. Fólk reyni að borga minna eða ekki neitt. Jóhannes segir ekki standa til að hækka verðið eins og er en það verði að koma í ljós. Þau reyni að hækka verðið aðeins í takt við vísitöluhækkanir en það hafi verið umfram það í heimsfaraldri Covid. Fargjaldastefnan í dag sé að hækka aðeins í takt við verðlag.
Strætó Borgarlína Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18 Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Sjá meira
Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18
Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36