Körfubolti

Pól­verjar unnu ó­vænt Slóvena þrátt fyrir stór­leik Luka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic skilaði sínu en það dugði ekki til.
Luka Doncic skilaði sínu en það dugði ekki til. EPA/ANDREJ CUKIC

Pólverjar eru á heimavelli í riðli Íslands á Evrópumótinu í körfubolta og þeir byrjuðu frábærlega fyrir framan sitt fólk í kvöld.

Pólland vann tíu stiga sigur á Slóvenum í fyrsta leik sínum, 105-95, eftir að hafa verið einu stigi yfir í hálfleik, 47-46.

Pólverjar náðu mest þrettán stiga forskoti í þriðja leikhluta.

NBA stórstjarnan Luka Doncic var allt í öllu í slóvenska liðinu en það dugði ekki til.

Bandaríkjamaðurinn sem Pólverjar bættu við liðið sitt á dögunum, Jordan Loyd, var frábær og skoraði 32 stig. Mateusz Ponitka bætti við 23 stigum. Andrzej Pluta var með 15 stig.

Doncic var með 36 stig og 9 stoðsendingar en hann skoraði úr 17 af 18 vítaskotum sínum í leiknum.

Grikkir unnu á sama tíma níu stiga sigur á Ítölum í C-riðli á Kýpur, 75-66. Giannis Antetokounmpo var frábær í gríska liðinu með 31 stig en næsti maður var bara með 9 stig.

Bosnía vann 91-64 sigur á heimamönnum í Kýpur og Georgíumenn unnu Spánverja óvænt 83-69 þar Sandro Mamukelashvili, leikmaður Toronto Raptors, var með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×