Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2025 13:15 Aron Pálmarsson spilar sinn síðasta handboltaleik í kvöld. vísir Aron Pálmarsson spilar sinn síðasta handboltaleik í kvöld, þegar ungverska stórliðið Veszprém heimsækir FH í Kaplakrika. Hann er spenntur fyrir því að draga skóna fram í síðasta sinn og segist ekki búinn að gleyma öllu, en saknar handboltans almennt ekki. „Þetta verður æfingaleikur en samt á hærra leveli og dagskráin í kringum þetta allt verður vegleg, þetta verður spennandi“ segir Aron um leikinn, en hann hefur ekkert æft handbolta síðan hann hætti. „Maður er bara búinn að vera að hlaupa og lyfta, halda mig við það en ég er ekki ennþá búinn að mæta á handboltaæfingu. Ég hætti nú bara fyrir tveimur mánuðum sko, held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu.“ Síðasti æfingaleikur Veszprém áður en alvaran hefst Hingað til lands eru ungversku meistararnir mættir og lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil verður lögð í æfingaleiknum gegn FH. „Við förum náttúrulega bara í leikinn til þess að vinna hann og erum að skerpa á ákveðnum hlutum sem við höfum verið að æfa. En að sama skapi á þetta líka auðvitað að vera góð skemmtun, við erum að koma hingað til landsins að kveðja okkar besta mann, Aron Pálmarsson“ segir Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém og liðsfélagi Arons til margra ára í landsliðinu. Fyrrum liðsfélagar Arons hjá Veszprém eru strax farnir að sakna hans. „Ég hef spilað með mörgum goðsögnum og hann er sannarlega ein þeirra. Stórkostlegur leikmaður en það sem skiptir mig mestu máli er persónuleikinn. Hann er virkilega góð manneskja, opinn fyrir öllu og mjög góður vinur. Handboltinn er góður með það að gera, maður kynnist frábæru fólki og ég er mjög ánægður að hafa kynnst Aroni“ segir Luka Cindric, leikmaður Veszprém. Saknar handboltans ekki Rúmir tveir mánuðir eru síðan Aron setti skóna upp á hillu og þó hann sé spenntur að draga því fram í síðasta sinn segist hann ekki sakna handboltans. „Maður er í kringum þetta hjá FH í öðru hlutverki núna. Það er skrítið að æfa, mjög skrítið finnst mér. Að æfa fyrir ekki neitt, eða bara lúkkið og heilsuna, það er sérstakt. Sakna kannski pínu klefans, klefastemningarinnar og svona. En leiksins sakna ég ekki neitt, sem er bara jákvætt.“ Fjallað var um kveðjuleik Arons í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikurinn sjálfur fer svo fram í Kaplakrika klukkan 18:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. FH Tengdar fréttir Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
„Þetta verður æfingaleikur en samt á hærra leveli og dagskráin í kringum þetta allt verður vegleg, þetta verður spennandi“ segir Aron um leikinn, en hann hefur ekkert æft handbolta síðan hann hætti. „Maður er bara búinn að vera að hlaupa og lyfta, halda mig við það en ég er ekki ennþá búinn að mæta á handboltaæfingu. Ég hætti nú bara fyrir tveimur mánuðum sko, held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu.“ Síðasti æfingaleikur Veszprém áður en alvaran hefst Hingað til lands eru ungversku meistararnir mættir og lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil verður lögð í æfingaleiknum gegn FH. „Við förum náttúrulega bara í leikinn til þess að vinna hann og erum að skerpa á ákveðnum hlutum sem við höfum verið að æfa. En að sama skapi á þetta líka auðvitað að vera góð skemmtun, við erum að koma hingað til landsins að kveðja okkar besta mann, Aron Pálmarsson“ segir Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém og liðsfélagi Arons til margra ára í landsliðinu. Fyrrum liðsfélagar Arons hjá Veszprém eru strax farnir að sakna hans. „Ég hef spilað með mörgum goðsögnum og hann er sannarlega ein þeirra. Stórkostlegur leikmaður en það sem skiptir mig mestu máli er persónuleikinn. Hann er virkilega góð manneskja, opinn fyrir öllu og mjög góður vinur. Handboltinn er góður með það að gera, maður kynnist frábæru fólki og ég er mjög ánægður að hafa kynnst Aroni“ segir Luka Cindric, leikmaður Veszprém. Saknar handboltans ekki Rúmir tveir mánuðir eru síðan Aron setti skóna upp á hillu og þó hann sé spenntur að draga því fram í síðasta sinn segist hann ekki sakna handboltans. „Maður er í kringum þetta hjá FH í öðru hlutverki núna. Það er skrítið að æfa, mjög skrítið finnst mér. Að æfa fyrir ekki neitt, eða bara lúkkið og heilsuna, það er sérstakt. Sakna kannski pínu klefans, klefastemningarinnar og svona. En leiksins sakna ég ekki neitt, sem er bara jákvætt.“ Fjallað var um kveðjuleik Arons í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikurinn sjálfur fer svo fram í Kaplakrika klukkan 18:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
FH Tengdar fréttir Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43