Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2025 13:15 Aron Pálmarsson spilar sinn síðasta handboltaleik í kvöld. vísir Aron Pálmarsson spilar sinn síðasta handboltaleik í kvöld, þegar ungverska stórliðið Veszprém heimsækir FH í Kaplakrika. Hann er spenntur fyrir því að draga skóna fram í síðasta sinn og segist ekki búinn að gleyma öllu, en saknar handboltans almennt ekki. „Þetta verður æfingaleikur en samt á hærra leveli og dagskráin í kringum þetta allt verður vegleg, þetta verður spennandi“ segir Aron um leikinn, en hann hefur ekkert æft handbolta síðan hann hætti. „Maður er bara búinn að vera að hlaupa og lyfta, halda mig við það en ég er ekki ennþá búinn að mæta á handboltaæfingu. Ég hætti nú bara fyrir tveimur mánuðum sko, held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu.“ Síðasti æfingaleikur Veszprém áður en alvaran hefst Hingað til lands eru ungversku meistararnir mættir og lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil verður lögð í æfingaleiknum gegn FH. „Við förum náttúrulega bara í leikinn til þess að vinna hann og erum að skerpa á ákveðnum hlutum sem við höfum verið að æfa. En að sama skapi á þetta líka auðvitað að vera góð skemmtun, við erum að koma hingað til landsins að kveðja okkar besta mann, Aron Pálmarsson“ segir Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém og liðsfélagi Arons til margra ára í landsliðinu. Fyrrum liðsfélagar Arons hjá Veszprém eru strax farnir að sakna hans. „Ég hef spilað með mörgum goðsögnum og hann er sannarlega ein þeirra. Stórkostlegur leikmaður en það sem skiptir mig mestu máli er persónuleikinn. Hann er virkilega góð manneskja, opinn fyrir öllu og mjög góður vinur. Handboltinn er góður með það að gera, maður kynnist frábæru fólki og ég er mjög ánægður að hafa kynnst Aroni“ segir Luka Cindric, leikmaður Veszprém. Saknar handboltans ekki Rúmir tveir mánuðir eru síðan Aron setti skóna upp á hillu og þó hann sé spenntur að draga því fram í síðasta sinn segist hann ekki sakna handboltans. „Maður er í kringum þetta hjá FH í öðru hlutverki núna. Það er skrítið að æfa, mjög skrítið finnst mér. Að æfa fyrir ekki neitt, eða bara lúkkið og heilsuna, það er sérstakt. Sakna kannski pínu klefans, klefastemningarinnar og svona. En leiksins sakna ég ekki neitt, sem er bara jákvætt.“ Fjallað var um kveðjuleik Arons í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikurinn sjálfur fer svo fram í Kaplakrika klukkan 18:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. FH Tengdar fréttir Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
„Þetta verður æfingaleikur en samt á hærra leveli og dagskráin í kringum þetta allt verður vegleg, þetta verður spennandi“ segir Aron um leikinn, en hann hefur ekkert æft handbolta síðan hann hætti. „Maður er bara búinn að vera að hlaupa og lyfta, halda mig við það en ég er ekki ennþá búinn að mæta á handboltaæfingu. Ég hætti nú bara fyrir tveimur mánuðum sko, held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu.“ Síðasti æfingaleikur Veszprém áður en alvaran hefst Hingað til lands eru ungversku meistararnir mættir og lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil verður lögð í æfingaleiknum gegn FH. „Við förum náttúrulega bara í leikinn til þess að vinna hann og erum að skerpa á ákveðnum hlutum sem við höfum verið að æfa. En að sama skapi á þetta líka auðvitað að vera góð skemmtun, við erum að koma hingað til landsins að kveðja okkar besta mann, Aron Pálmarsson“ segir Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém og liðsfélagi Arons til margra ára í landsliðinu. Fyrrum liðsfélagar Arons hjá Veszprém eru strax farnir að sakna hans. „Ég hef spilað með mörgum goðsögnum og hann er sannarlega ein þeirra. Stórkostlegur leikmaður en það sem skiptir mig mestu máli er persónuleikinn. Hann er virkilega góð manneskja, opinn fyrir öllu og mjög góður vinur. Handboltinn er góður með það að gera, maður kynnist frábæru fólki og ég er mjög ánægður að hafa kynnst Aroni“ segir Luka Cindric, leikmaður Veszprém. Saknar handboltans ekki Rúmir tveir mánuðir eru síðan Aron setti skóna upp á hillu og þó hann sé spenntur að draga því fram í síðasta sinn segist hann ekki sakna handboltans. „Maður er í kringum þetta hjá FH í öðru hlutverki núna. Það er skrítið að æfa, mjög skrítið finnst mér. Að æfa fyrir ekki neitt, eða bara lúkkið og heilsuna, það er sérstakt. Sakna kannski pínu klefans, klefastemningarinnar og svona. En leiksins sakna ég ekki neitt, sem er bara jákvætt.“ Fjallað var um kveðjuleik Arons í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikurinn sjálfur fer svo fram í Kaplakrika klukkan 18:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
FH Tengdar fréttir Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43