Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Auðun Georg Ólafsson skrifar 29. ágúst 2025 13:03 Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla segir að alltaf sé viðmið um að tala íslensku í skólanum. Eðlilegra væri að skoða framfarir nemenda í námi eftir 2. bekk. Verkefnið hafi verið að þyngjast á undanförnum árum. Vilhelm „Við erum sjálf ekki ánægð með þennan árangur og vildum auðvitað gera betur en eins og kemur fram í greininni þá erum við auðvitað með mjög sérstakan nemendahóp í skólanum,“ segir Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla. Hann vísar í grein Morgunblaðsins þar sem fram kemur að samkvæmt mælingu Lesmáls séu nú áðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri. Lesmál er mæling sem lögð er fyrir öll börn í 2. bekk grunnskóla. Hlutfall nemenda í Fellaskóla af erlendum uppruna er nú 84,4% en samtals eru 360 nemendur við skólann. Þeir tala um það bil 25 mismunandi tungumál. Fram kom nýlega á Vísi að stjórnendur Fellaskóla hafi síðan 2019 átt í samtali við borgaryfirvöld um miklar sérþarfir skólans vegna samsetningu nemendahópsins. Þrír verkefnastjórar í læsi hafa verið ráðnir við skólann og um síðustu áramót hlaut skólinn íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Fleiri börn voru þá sögð ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem voru í tónlistarnámi hafði margfaldast. Helgi segir að í Fellaskóla sé alltaf viðmið um að tala íslensku en sem dæmi starfi fólk innan skólans sem tali úkraínsku, rússnesku, arabísku og filippseysku og geti því aðstoðað nemendur í aðlögun. Hann bendir á að á síðustu önn komu margir nýir nemendur í Fellaskóla. Af 360 nemendum voru 30 sem fluttu þá til Íslands og byrjuðu í skólanum. Eðlilegra væri að skoða framfarir nemenda í námi eftir 2. bekk og skoða stöðu þeirra þegar komið væri í 5. og 6. bekk. Samsetning nemenda að breytast „Tölurnar sýna að lestrarkunnátta í Fellaskóla sé að hraka en um leið bendi ég á að samsetning nemendahópsins hefur verið að breytast. Við höfum lengi verið með þetta hlutfall að 80% nemenda eru af erlendu bergi brotnir sem hafa annað heimamál en íslensku. Það fjölgar stöðugt hjá okkur nýlegum íslendingum, það er að segja börnum sem hafa búið miklu styttra á Íslandi og hafa jafnvel ekki verið í leikskóla. Verkefnið hefur verið að þyngjast á undanförnum árum. Við höfum verið að gera margt mjög markvisst til að koma til móts við þennan hóp. Lestur og læsi er í raun aðal áhersluþáttur skólans í stefnu okkar og vinnubrögðum.“ Helgi segir að árangur allra nemenda sé mældur óháð því hvort þeir hafi búið stutt eða lengi á Íslandi. „Það er auðvelt fyrir skóla að ná góðum árangri þar sem íslenska er heimamál og fjölskyldumál og þar sem íslenska er töluð í fjölmiðlum á heimilinu. Þetta eru auðvitað gjörólíkar aðstæður. Engu að síður er okkar hlutverk að kenna nemendum íslensku og kenna þeim að lesa. Menn verða svo bara að dæma um sjálfir hvort þeim finnist þessi samanburður sanngjarn eða ekki.“ Meira þarf til? „Algjörlega.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Hann vísar í grein Morgunblaðsins þar sem fram kemur að samkvæmt mælingu Lesmáls séu nú áðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri. Lesmál er mæling sem lögð er fyrir öll börn í 2. bekk grunnskóla. Hlutfall nemenda í Fellaskóla af erlendum uppruna er nú 84,4% en samtals eru 360 nemendur við skólann. Þeir tala um það bil 25 mismunandi tungumál. Fram kom nýlega á Vísi að stjórnendur Fellaskóla hafi síðan 2019 átt í samtali við borgaryfirvöld um miklar sérþarfir skólans vegna samsetningu nemendahópsins. Þrír verkefnastjórar í læsi hafa verið ráðnir við skólann og um síðustu áramót hlaut skólinn íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Fleiri börn voru þá sögð ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem voru í tónlistarnámi hafði margfaldast. Helgi segir að í Fellaskóla sé alltaf viðmið um að tala íslensku en sem dæmi starfi fólk innan skólans sem tali úkraínsku, rússnesku, arabísku og filippseysku og geti því aðstoðað nemendur í aðlögun. Hann bendir á að á síðustu önn komu margir nýir nemendur í Fellaskóla. Af 360 nemendum voru 30 sem fluttu þá til Íslands og byrjuðu í skólanum. Eðlilegra væri að skoða framfarir nemenda í námi eftir 2. bekk og skoða stöðu þeirra þegar komið væri í 5. og 6. bekk. Samsetning nemenda að breytast „Tölurnar sýna að lestrarkunnátta í Fellaskóla sé að hraka en um leið bendi ég á að samsetning nemendahópsins hefur verið að breytast. Við höfum lengi verið með þetta hlutfall að 80% nemenda eru af erlendu bergi brotnir sem hafa annað heimamál en íslensku. Það fjölgar stöðugt hjá okkur nýlegum íslendingum, það er að segja börnum sem hafa búið miklu styttra á Íslandi og hafa jafnvel ekki verið í leikskóla. Verkefnið hefur verið að þyngjast á undanförnum árum. Við höfum verið að gera margt mjög markvisst til að koma til móts við þennan hóp. Lestur og læsi er í raun aðal áhersluþáttur skólans í stefnu okkar og vinnubrögðum.“ Helgi segir að árangur allra nemenda sé mældur óháð því hvort þeir hafi búið stutt eða lengi á Íslandi. „Það er auðvelt fyrir skóla að ná góðum árangri þar sem íslenska er heimamál og fjölskyldumál og þar sem íslenska er töluð í fjölmiðlum á heimilinu. Þetta eru auðvitað gjörólíkar aðstæður. Engu að síður er okkar hlutverk að kenna nemendum íslensku og kenna þeim að lesa. Menn verða svo bara að dæma um sjálfir hvort þeim finnist þessi samanburður sanngjarn eða ekki.“ Meira þarf til? „Algjörlega.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira