Fótbolti

Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ruben Loftus Cheek fagnar marki sínu fyrir AC Milan í kvöld.
Ruben Loftus Cheek fagnar marki sínu fyrir AC Milan í kvöld. Getty/Image Photo Agency

AC Milan vann í kvöld í fyrsta deildarsigur liðsins á tímabilinu.

AC Milan vann þá 2-0 útisigur á Íslendingaliði Lecce.

Loftus-Cheek skallaði boltann í markið eftir stoðsendingu frá Króatanum Luka Modric á 66. mínútu. 

AC Milan skoraði reyndar tvisvar áður í leiknum en myndbandsdómarar dæmdu þau bæði af.

Mark Matteo Gabbia á 4. mínútu var dæmt af fyrir brot og mark Santiago Gimenez á 60. mínútu var dæmt af vegna rangstöðu.

Annað marki Milan liðsins skoraði varamaðurinn Christian Pulisic á 86. mínútu.

AC Milan tapaði á móti Cremonese á heimavelli í fyrstu umferðinni og því var þetta nauðsynlegur sigur.

Þórir Jóhann Helgason var á bekknum hjá Lecce en kom inn á völlinn á 82. mínútu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×