Körfubolti

Mynda­syrpa: Ís­lendingarnir máluðu bæinn bláan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Okkar fólk er í miklu stuði Katowice.
Okkar fólk er í miklu stuði Katowice. vísir/hulda margrét

Íslendingarnir í Katowice tóku daginn snemma enda spilar íslenska landsliðið snemma í dag rétt eins og á fimmtudag.

Sem fyrr var mætt í göngugötuna góðu þar sem Íslendingarnir hafa hreiðrað um sig síðustu daga. Óhætt er að segja að okkar fólk hafi tekið yfir stemninguna þar.

Þarna mátti sjá fjölskyldumeðlimi landsliðsmannanna, gamlar kempur og almenna körfuboltaáhugamenn. Allir að skemmta sér konunglega og bros á allra vörum í blíðunni í Póllandi.

Leikurinn gegn Belgum hefst í hádeginu og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Hér að neðan má sjá myndir af stemningunni sem Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, tók.

Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, er mættur og skemmti sér vel með fjölskyldum leikmanna.vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×