„Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Hjörvar Ólafsson skrifar 30. ágúst 2025 15:12 Tryggvi Snær Hlinason skoraði 20 stig í leiknum, tók 10 fráköst og varði fimm skot. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Snær Hlinason var líkt og í leiknum á móti Ísrael atkvæðamestur hjá íslenska liðinu þegar liðið tapaði á svekkjandi hátt á móti Belgíu í annarri umferð D-riðils á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. „Ég er fyrst og fremst svekktur en þó á sama tíma stoltur af frammistöðu liðsins. Ég er ofboðslega sáttur við hvernig leikmenn spiluðu og þann stuðning sem við fengum úr stúkunni. Það var dásamlegt að spila þennan leik fyrir utan endinn sem fór illa,“ sagði Tryggi Snær súr en stoltur að leik loknum. Klippa: Tryggvi eftir tapið gegn Belgum „Mér fannst við geta nýtt kraftinn úr stúkunni betur en við gerðum í fyrsta leiknum og ég og allur hópurinn ákváðum að vinna betur með orkuna sem stuðningsmennirnir geta gefið. Því miður náðum við ekki að klára þetta með sigri,“ sagði Tryggvi Snær enn fremur. Ísland skoraði einungis tvö stig á síðustu fimm mínútum leiksins en Tryggvi Snær var ekki viss hvað fór úrskeiðis þar. Lítið hefði vantað upp á til þess að íslenska liðið næsti að landa sigri. „Mögulega fórum við að verja forskotið okkar og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við erum lið sem vill keyra upp hraðann og það hentar okkur illa að hægja á tempóinu og halda fengnum hlut,“ sagði hann. „Mér fannst við samt sem áður fá fín skot til þess að klára þetta og meira bara óheppni að við næðum ekki að sigla sigrinum heim. Það var ekkert að skotvalinu að mínu mati og þetta ræðst bara á einu frákasti til og frá, villum og smávægilegum mistökum,“ sagði miðherjinn. „Þeir náðu svo að halda Elvari frá boltanum í lokasókn okkar og það var stórt kall að dæma fimm sekúndur. Það er svakalega stutt á milli í þessu og við vorum grátlega nærri því að vinna. Ég hef ekki áhyggjur á að þetta tap muni draga niður liðsandann. Við erum bara tapsárir í smástund og svo bara notum við mótlætið til þess að peppa okkur upp fyrir Pólverjana,“ sagði Tryggvi um framhaldið. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Jordan lagði NASCAR Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst svekktur en þó á sama tíma stoltur af frammistöðu liðsins. Ég er ofboðslega sáttur við hvernig leikmenn spiluðu og þann stuðning sem við fengum úr stúkunni. Það var dásamlegt að spila þennan leik fyrir utan endinn sem fór illa,“ sagði Tryggi Snær súr en stoltur að leik loknum. Klippa: Tryggvi eftir tapið gegn Belgum „Mér fannst við geta nýtt kraftinn úr stúkunni betur en við gerðum í fyrsta leiknum og ég og allur hópurinn ákváðum að vinna betur með orkuna sem stuðningsmennirnir geta gefið. Því miður náðum við ekki að klára þetta með sigri,“ sagði Tryggvi Snær enn fremur. Ísland skoraði einungis tvö stig á síðustu fimm mínútum leiksins en Tryggvi Snær var ekki viss hvað fór úrskeiðis þar. Lítið hefði vantað upp á til þess að íslenska liðið næsti að landa sigri. „Mögulega fórum við að verja forskotið okkar og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við erum lið sem vill keyra upp hraðann og það hentar okkur illa að hægja á tempóinu og halda fengnum hlut,“ sagði hann. „Mér fannst við samt sem áður fá fín skot til þess að klára þetta og meira bara óheppni að við næðum ekki að sigla sigrinum heim. Það var ekkert að skotvalinu að mínu mati og þetta ræðst bara á einu frákasti til og frá, villum og smávægilegum mistökum,“ sagði miðherjinn. „Þeir náðu svo að halda Elvari frá boltanum í lokasókn okkar og það var stórt kall að dæma fimm sekúndur. Það er svakalega stutt á milli í þessu og við vorum grátlega nærri því að vinna. Ég hef ekki áhyggjur á að þetta tap muni draga niður liðsandann. Við erum bara tapsárir í smástund og svo bara notum við mótlætið til þess að peppa okkur upp fyrir Pólverjana,“ sagði Tryggvi um framhaldið.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Jordan lagði NASCAR Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum