Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. ágúst 2025 15:03 The Guardian er mest lesni fjölmiðill Bretlands að ríkisútvarpinu undanskildu. Vísir/Samsett Skjöldur Íslands hefur vakið athygli stórblaða úti í heimi. Í dag birti Guardian forsíðufrétt þar sem fjallað er um samtökin og „systursamtök“ þeirra víða um Evrópu. Yfirlýstir hollvinir þjóðlegra gilda og verndarar kvenna sem vilja taka lögin í eigin hendur fylkja um götur borga um alla álfuna en Skildirnir svokölluðu virðast hafa vakið sérstaka athygli. Skjöldur Íslands hefur vakið mikla athygli frá því að þeir gengu einkennisklædd um götur miðborgarinnar í júlí síðastliðnum. Um er að ræða eins konar hverfisgæslu með fasískar skírskotanir og ofbeldisdóma á bakinu. Hreyfingar sem þessar hafa þó sprottið upp um alla álfuna sem viðbragð við komu flóttafólks til Evrópu. Fjallað um kvöldröltið „Klæddir svörtum bolum prýddum járnkrossum, um tólf menn marséruðu um miðborg Reykjavíkur í leit að athygli á líflegu föstudagskvöldi.“ Á þessum orðum hefst fréttin sem er efst á Guardian, mest lesna fréttamiðli Bretlands að ríkisútvarpinu undanskildu. Þá er minnst á slíka hópa í Póllandi, Hollandi, Norður-Írlandi og víðar. Til umfjöllunar er uppgangur hópa á borð við Skjöld Íslands og ræddi blaðamaður Guardian við norskan prófessor sem rannsakar öfgafullar stjórnmálahreyfingar við þartilgerða stofnun við Háskólann í Ósló. „Þetta er aðallega táknrænt. Þeir koma ekki í veg fyrir fólksflutninga. Þeir skapa ekki aukið öryggi á götum úti,“ er haft eftir Tore Bjørgo prófessor. „Þetta er gjörningur fyrir fjölmiðla og oft í pólitískum tilgangi, vegna þess að öfga- og jaðarhægrimenn nýta sér þetta til að fá athygli og nýja meðlimi,“ er haft eftir henni. Ýmsir samnefnarar þvert yfir álfuna Talað er um „öldu“ misofbeldisfullra hreyfinga sem vilja stemma stigu við komu flóttamanna. Tekin eru dæmi um hópa sem töldu mörghundruð manns sem „stóðu vaktina“ við landamæri Þýskalands og Póllands til að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir landamærin. Í Belfast á Norður-Írlandi hefur litað fólk orðið fyrir barðinu á skipulögðum hótunarherferðum en allir hópar eiga það sameiginlegt að stór hluti meðlima þeirra og aðstandenda eiga að baki sér dóma fyrir ofbeldis- eða fíkniefnabrot. „Nýleg umfjöllun frá Íslandi og Norður-Írlandi benda til þess að dæmdir glæpamenn eru eftir sem áður fastur liður í þessum hreyfingum. Á Íslandi sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, að lögreglu höfðu borist upplýsingar um að þessir sjálfskipuðu löggæslumenn, sem segja markmið sitt vera að vernda Íslendinga frá innflytjendum, hefðu staðið í hótunum við fólk sem gagnrýndi þá, meðal annars sagt konum að það ætti að þagga niður í þeim endanlega,“ segir í fréttinni. „Hann sagði við fréttavefinn Vísi að hugmyndir fólks um að taka lögin í eigin hendur væru áhyggjuefni. „Það eru fjölmörg dæmi sem benda til þess að slíkt endi einungis illa,““ segir þá. Lögreglumál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Skjöldur Íslands hefur vakið mikla athygli frá því að þeir gengu einkennisklædd um götur miðborgarinnar í júlí síðastliðnum. Um er að ræða eins konar hverfisgæslu með fasískar skírskotanir og ofbeldisdóma á bakinu. Hreyfingar sem þessar hafa þó sprottið upp um alla álfuna sem viðbragð við komu flóttafólks til Evrópu. Fjallað um kvöldröltið „Klæddir svörtum bolum prýddum járnkrossum, um tólf menn marséruðu um miðborg Reykjavíkur í leit að athygli á líflegu föstudagskvöldi.“ Á þessum orðum hefst fréttin sem er efst á Guardian, mest lesna fréttamiðli Bretlands að ríkisútvarpinu undanskildu. Þá er minnst á slíka hópa í Póllandi, Hollandi, Norður-Írlandi og víðar. Til umfjöllunar er uppgangur hópa á borð við Skjöld Íslands og ræddi blaðamaður Guardian við norskan prófessor sem rannsakar öfgafullar stjórnmálahreyfingar við þartilgerða stofnun við Háskólann í Ósló. „Þetta er aðallega táknrænt. Þeir koma ekki í veg fyrir fólksflutninga. Þeir skapa ekki aukið öryggi á götum úti,“ er haft eftir Tore Bjørgo prófessor. „Þetta er gjörningur fyrir fjölmiðla og oft í pólitískum tilgangi, vegna þess að öfga- og jaðarhægrimenn nýta sér þetta til að fá athygli og nýja meðlimi,“ er haft eftir henni. Ýmsir samnefnarar þvert yfir álfuna Talað er um „öldu“ misofbeldisfullra hreyfinga sem vilja stemma stigu við komu flóttamanna. Tekin eru dæmi um hópa sem töldu mörghundruð manns sem „stóðu vaktina“ við landamæri Þýskalands og Póllands til að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir landamærin. Í Belfast á Norður-Írlandi hefur litað fólk orðið fyrir barðinu á skipulögðum hótunarherferðum en allir hópar eiga það sameiginlegt að stór hluti meðlima þeirra og aðstandenda eiga að baki sér dóma fyrir ofbeldis- eða fíkniefnabrot. „Nýleg umfjöllun frá Íslandi og Norður-Írlandi benda til þess að dæmdir glæpamenn eru eftir sem áður fastur liður í þessum hreyfingum. Á Íslandi sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, að lögreglu höfðu borist upplýsingar um að þessir sjálfskipuðu löggæslumenn, sem segja markmið sitt vera að vernda Íslendinga frá innflytjendum, hefðu staðið í hótunum við fólk sem gagnrýndi þá, meðal annars sagt konum að það ætti að þagga niður í þeim endanlega,“ segir í fréttinni. „Hann sagði við fréttavefinn Vísi að hugmyndir fólks um að taka lögin í eigin hendur væru áhyggjuefni. „Það eru fjölmörg dæmi sem benda til þess að slíkt endi einungis illa,““ segir þá.
Lögreglumál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira