Fótbolti

Búinn að græða meira en fjór­tán milljarða á því að vera rekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho sést hér í síðasta leik sínum sem stjóri Fenerbahce en það var í undankeppni Meistatadeildarinnar á móti Benfica.
Jose Mourinho sést hér í síðasta leik sínum sem stjóri Fenerbahce en það var í undankeppni Meistatadeildarinnar á móti Benfica. Getty/Gualter Fatia

Jose Mourinho var rekinn sem knattspyrnustjóri tyrkneska félagsins Fenerbahce í vikunni eftir vonbrigðin í Evrópu þar sem liðinu tókst ekki að komast í Meistaradeildina. Þetta er langt frá því að vera fyrsti brottrekstur Portúgalans á stjóraferlinum.

Mourinho hefur verið rekinn margoft á ferlinum en oftast fljótlega komið sér í nýtt starf aftur.

Þetta þýðir einnig að Mourinho hefur fengið borgaðar gríðarlega háar upphæðir fyrir að mæta ekki í vinnuna.

Mourinho mun nú fá átta milljón punda borgaðar fyrir starfslokasamning sinn við tyrkneska félagið eða 1,3 milljarða króna.

Hann hefur nú alls fengið 88 milljónir punda borgaðar út á ferlinum eftir að hafa verið rekinn frá liðum á Englandi, á Spáni, á Ítalíu og nú í Tyrklandi.

Það gerir 14,6 milljarða í íslenskum krónum.

Chelsea rak hann meðal annars tvisvar, borgaði honum fyrst 18 milljónir punda og svo seinna 8,3 milljónir punda.

Mest fékk hann frá Manchester United þegar hann var rekinn þar eða 19 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×