„Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 08:48 Friðrika Ragna Magnúsdóttir er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni á síðasta tímabili. @fridrika.ragna Íslenska landsliðskonan Friðrika Ragna Magnúsdóttir er á leiðinni vestur um haf til að spila íshokkí í Kanada. Friðrika Ragna mun spila með skólaliði Ste-Cécile Stallion í borginni Windsor sem er vissulega í Ontario fylki í Kanda en hinum megin við ánna á móti Detroit.. Friðrika Ragna er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni á síðasta tímabili. Lengi með þetta markmið Skautafélag Reykjavikur sagði frá ævintýri Friðriku á miðlum sínum og þar má fræðast meira um hvað bíður hennar í vetur. „Ég hef lengi verið með það markmið að fara erlendis eftir grunnskóla til að spila íshokkí og fara í framhaldsskóla,“ sagði Friðrika Ragna. Góð frammistaða hennar á U18 heimsmeistaramótinu í Tyrklandi í janúar þýddu að Kim McCullough landsliðsþjálfari fór að tala um tækifæri í boði í Kanada. „Við fjölskyldan fórum að skoða þá möguleika í samráði við landsliðsþjálfarann. Hún þekkir vel til kvennaíshokkís í Kanada og hefur þjálfað mig í tvö ár svo það var mikils virði að fá hennar aðstoð við að finna lið við hæfi,“ sagði Friðrika. Vildi fara í góðan skóla „Þegar ég var að skoða íshokkílið þá lagði ég líka mikla áherslu á að ég hefði aðgang að góðum skóla. Ég var ekki bara að horfa til þessa að hokkíið væri gott heldur þurfti skólinn að vera góður líka. Þessi skóli útskrifar nemendur úr framhaldsskóla sem hafa fengið góða styrki til náms víða um heim. Langtíma markmið mitt er einmitt að reyna að komast á íshokkístyrk í háskóla í Kanada eða Bandaríkjunum,“ sagði Friðrika. „Ég er að fara út til að reyna að bæta mig sem leikmann, verða hraðari og öðlast betri leikskilning. Ég hlakka til að kynnast því hvernig hokkí er spilað í Kanada og Ameríku. Hér eru fleiri tækifæri til að bæta sig, aðbúnaðurinn er góður og samkeppnin um stöður er meiri, sem er frábært,“ sagði Friðrika. Lærir eitthvað nýtt á hverjum degi „Það er stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára. Það er ein vika síðan ég kom og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi! Bæði inn á svellinu og einnig utan þess. Skólinn er krefjandi svo ég þarf að skipuleggja tíma minn mjög vel til að ná að sinna öllu vel, bæði skólanum og hokkíinu,“ sagði Friðrika en það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by SR Íshokkí (@srishokki) Íshokkí Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Sjá meira
Friðrika Ragna mun spila með skólaliði Ste-Cécile Stallion í borginni Windsor sem er vissulega í Ontario fylki í Kanda en hinum megin við ánna á móti Detroit.. Friðrika Ragna er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni á síðasta tímabili. Lengi með þetta markmið Skautafélag Reykjavikur sagði frá ævintýri Friðriku á miðlum sínum og þar má fræðast meira um hvað bíður hennar í vetur. „Ég hef lengi verið með það markmið að fara erlendis eftir grunnskóla til að spila íshokkí og fara í framhaldsskóla,“ sagði Friðrika Ragna. Góð frammistaða hennar á U18 heimsmeistaramótinu í Tyrklandi í janúar þýddu að Kim McCullough landsliðsþjálfari fór að tala um tækifæri í boði í Kanada. „Við fjölskyldan fórum að skoða þá möguleika í samráði við landsliðsþjálfarann. Hún þekkir vel til kvennaíshokkís í Kanada og hefur þjálfað mig í tvö ár svo það var mikils virði að fá hennar aðstoð við að finna lið við hæfi,“ sagði Friðrika. Vildi fara í góðan skóla „Þegar ég var að skoða íshokkílið þá lagði ég líka mikla áherslu á að ég hefði aðgang að góðum skóla. Ég var ekki bara að horfa til þessa að hokkíið væri gott heldur þurfti skólinn að vera góður líka. Þessi skóli útskrifar nemendur úr framhaldsskóla sem hafa fengið góða styrki til náms víða um heim. Langtíma markmið mitt er einmitt að reyna að komast á íshokkístyrk í háskóla í Kanada eða Bandaríkjunum,“ sagði Friðrika. „Ég er að fara út til að reyna að bæta mig sem leikmann, verða hraðari og öðlast betri leikskilning. Ég hlakka til að kynnast því hvernig hokkí er spilað í Kanada og Ameríku. Hér eru fleiri tækifæri til að bæta sig, aðbúnaðurinn er góður og samkeppnin um stöður er meiri, sem er frábært,“ sagði Friðrika. Lærir eitthvað nýtt á hverjum degi „Það er stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára. Það er ein vika síðan ég kom og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi! Bæði inn á svellinu og einnig utan þess. Skólinn er krefjandi svo ég þarf að skipuleggja tíma minn mjög vel til að ná að sinna öllu vel, bæði skólanum og hokkíinu,“ sagði Friðrika en það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by SR Íshokkí (@srishokki)
Íshokkí Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Sjá meira