Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2025 12:27 Gunnþór Ingvason er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. Vinnslustöðin sagði upp fimmtíu starfsmönnum á föstudag og lokaði fiskvinnslunni Leo Seafood. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði uppsagnirnar tilkomnar vegna hækkana á launakostnaði og sterkri krónu, en að hærri veiðigjöld hafi síðan að lokum gert útslagið. Veiðigjöldin gert útslagið Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir þetta ekki eiga að koma á óvart. „Það var varað við þessu á vormánuðum að það væri verið að minnka samkeppnishæfni og menn myndu þurfa að bregðast við. Þarna eru að raungerast fyrstu stóru aðgerðirnar vegna breytinganna. Auðvitað er margt annað en veiðigjöldin, margir kostnaðarliðir hafa verið hækka gríðarlega mikið og svo er óvissa á mörkuðum. Veiðigjöldin koma ofan á þetta allt saman,“ segir Gunnþór. Vill halda fiskvinnslunni innanlands Ekki sé hægt að hækka verð á fisknum þar sem fyrirtækin séu í alþjóðlegri samkeppni, og markaðinum alveg sama um skattahækkanir á Íslandi. Þá vonast hann til þess að fiskvinnslurnar flytji ekki erlendis. „Það er einfaldlega þannig að samkeppnishæfni innanlands vinnslunnar er töluvert skert miðað við vinnslur til dæmis í Póllandi og Hollandi. Enda erum við að sjá þær mjög stórtækar í kaupum á íslenskum fiskmörkuðum. Það getur alveg raungerst, en ég tel það skaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg, íslenskan fisk og íslenska þjóð. Ég held við þurfum að hafa samkeppnisumhverfi og umgjörð greinarinnar á Íslandi það sterka að hún standist alþjóðlega samkeppni og við getum þá unnið þennan fisk á heimavelli,“ segir Gunnþór. Þurfa að aðlagast Nú þurfi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að breyta rekstrinum. „Auðvitað mun þetta taka ákveðinn tíma að raungerast. Menn snúa ekkert íslenskum sjávarútvegi í níutíu gráður. Það mun taka tíma fyrir greinina að aðlaga sig að þessu,“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Vinnslustöðin sagði upp fimmtíu starfsmönnum á föstudag og lokaði fiskvinnslunni Leo Seafood. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði uppsagnirnar tilkomnar vegna hækkana á launakostnaði og sterkri krónu, en að hærri veiðigjöld hafi síðan að lokum gert útslagið. Veiðigjöldin gert útslagið Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir þetta ekki eiga að koma á óvart. „Það var varað við þessu á vormánuðum að það væri verið að minnka samkeppnishæfni og menn myndu þurfa að bregðast við. Þarna eru að raungerast fyrstu stóru aðgerðirnar vegna breytinganna. Auðvitað er margt annað en veiðigjöldin, margir kostnaðarliðir hafa verið hækka gríðarlega mikið og svo er óvissa á mörkuðum. Veiðigjöldin koma ofan á þetta allt saman,“ segir Gunnþór. Vill halda fiskvinnslunni innanlands Ekki sé hægt að hækka verð á fisknum þar sem fyrirtækin séu í alþjóðlegri samkeppni, og markaðinum alveg sama um skattahækkanir á Íslandi. Þá vonast hann til þess að fiskvinnslurnar flytji ekki erlendis. „Það er einfaldlega þannig að samkeppnishæfni innanlands vinnslunnar er töluvert skert miðað við vinnslur til dæmis í Póllandi og Hollandi. Enda erum við að sjá þær mjög stórtækar í kaupum á íslenskum fiskmörkuðum. Það getur alveg raungerst, en ég tel það skaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg, íslenskan fisk og íslenska þjóð. Ég held við þurfum að hafa samkeppnisumhverfi og umgjörð greinarinnar á Íslandi það sterka að hún standist alþjóðlega samkeppni og við getum þá unnið þennan fisk á heimavelli,“ segir Gunnþór. Þurfa að aðlagast Nú þurfi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að breyta rekstrinum. „Auðvitað mun þetta taka ákveðinn tíma að raungerast. Menn snúa ekkert íslenskum sjávarútvegi í níutíu gráður. Það mun taka tíma fyrir greinina að aðlaga sig að þessu,“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira