Lífið

Unnur Birna og Daði eru nýtt par

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
FotoJet (27)
Vísir/Samsett

Leikkonan Unnur Birna Backman og plötusnúðurinn Daði Ómarsson eru nýtt par. Unnur birti mynd af Daða þar sem þau voru saman úti að borða í tilefni af afmæli Daða.

Á hringrás sinni birti Unnur Birna mynd af Daða og skrifaði við hana: „My baaaaaby á afmæli.“

Nýverið slitnaði upp úr sambandi Unnar og leikarans Pálma Kormáks Baltasarssonar eftir nokkurra ára samband. Þau bjuggu um tíma saman í Hollandi þar sem Pálmi var í myndlistarnámi.

Unnur útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands árið 2022 og hefur síðan unnið í ýmsum sjónvarpsverkefnum. Hún fór með hlutverk í þáttunum Aftureldingu, Skvíz og Svörtu Söndum II en hún hefur einnig lesið inn á fjölda hljóðbóka ásamt því að hafa talsett teiknimyndina Rayu og síðasta drekann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.