„Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 31. ágúst 2025 20:12 Jökull Elísabetarson gekk sáttur frá borði í þessum leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sá lið sitt koma til baka úr snúinni stöðu í leik liðsins gegn KA í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld og sýna gríðarlegan karakter. Jökull var sáttur við sigurinn en kallar eftir heilsteyptari frammistöðu frá leikmönnum sínum. „Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og fórum vel og vandlega yfir hlutina í hálfleik. Þar ræddum við að við þyrftum að einfalda spilið okkar og vera með grunnatriði leiksins betur á hreinu. Eftir að við lentum 2-0 undir þá vaknaði liðið og við fórum að spila mun betur,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, um spilamennsku sinna manna. „Ef við viljum fá fleiri á völlinn þá þurfum við að spila af meiri orku en við gerðum í sigrinum á móti KR og betur heilt yfir í leiknum en við gerðum í þessum leik. Við sýndum þó klærnar í þessum leik og gáfum stuðningsmönnum okkar eitthvað fyrir peninginn síðasta hálftímann eða svo,“ sagði Jökull enn fremur. Jökull gerði þrefalda skiptingu um miðjan seinni hálfleik og færði á sama tíma Steven Caulker úr hjarta varnarinnar í framlínu Stjörnuliðsins. Sú skipting gekk fullkomlega upp hjá Jökli og fær hann prik fyrir það. „Við fórum í heiðarlegan 4-4-2 með tvo stóra framherja hér undir lokin og sem betur fer gekk það upp og skilaði því sem við vildum. Aftur eins og eftir leikinn á móti KR þá kalla ég samt eftir betri og heilsteyptaði frammistöðu hjá okkur í næstu leikjum,“ sagði hann. „Við erum á góðu skriði samt og erum að ná í góð úrslit, það er mjög jákvætt. Ef við viljum samt gera okkur almennilega gildandi í toppbaráttunni, eins og stefnan er, þá verðum við að fara að ná upp betra jafnvægi í okkar leik,“ sagði Jökull um framhaldið. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
„Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og fórum vel og vandlega yfir hlutina í hálfleik. Þar ræddum við að við þyrftum að einfalda spilið okkar og vera með grunnatriði leiksins betur á hreinu. Eftir að við lentum 2-0 undir þá vaknaði liðið og við fórum að spila mun betur,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, um spilamennsku sinna manna. „Ef við viljum fá fleiri á völlinn þá þurfum við að spila af meiri orku en við gerðum í sigrinum á móti KR og betur heilt yfir í leiknum en við gerðum í þessum leik. Við sýndum þó klærnar í þessum leik og gáfum stuðningsmönnum okkar eitthvað fyrir peninginn síðasta hálftímann eða svo,“ sagði Jökull enn fremur. Jökull gerði þrefalda skiptingu um miðjan seinni hálfleik og færði á sama tíma Steven Caulker úr hjarta varnarinnar í framlínu Stjörnuliðsins. Sú skipting gekk fullkomlega upp hjá Jökli og fær hann prik fyrir það. „Við fórum í heiðarlegan 4-4-2 með tvo stóra framherja hér undir lokin og sem betur fer gekk það upp og skilaði því sem við vildum. Aftur eins og eftir leikinn á móti KR þá kalla ég samt eftir betri og heilsteyptaði frammistöðu hjá okkur í næstu leikjum,“ sagði hann. „Við erum á góðu skriði samt og erum að ná í góð úrslit, það er mjög jákvætt. Ef við viljum samt gera okkur almennilega gildandi í toppbaráttunni, eins og stefnan er, þá verðum við að fara að ná upp betra jafnvægi í okkar leik,“ sagði Jökull um framhaldið.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira