„Þetta er bara gullfallegt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2025 21:20 Tryggvi Snær Hlinason var öflugur í íslenska liðinu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. „Ég er bara drullufúll í rauninni, eða bara svekktur. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vera að vinna að lengi og ætluðum að ná okkur í sigur. En það eru tveir leikir eftir og það er bara áfram gakk,“ sagði Tryggvi í leikslok. Eftir að hafa verið undir langstærstan hluta leiksins náði íslenska liðið forystunni þegar lítið var eftir, en missti Pólverja aftur fram úr sér undir lokin. „Það vantaði bara ótrúlega lítið. Ég held að það sé hægt að horfa á fáránlega margt og ég er náttúrulega ótrúlega pirraður út í einhverja dómgæslu núna. En ég er ekkert að fara að tala um það. Það er eitthvað sem ég stjórna ekki.“ „Þetta er bara einhver örlítill herslumunur. Þeir náttúrulega hafa risastórann leikmann í Jordan Loyd sem tekur bara yfir og klárar okkur í dag, því miður.“ Þrátt fyrir að vilja ekki ræða of mikið um dómgæsluna, sem var að margra mati í besta falli furðuleg undir lokin, viðurkenndi Tryggvi þó að hún hafi haft áhrif. „Já, sérstaklega eftir Belgaleikinn og manni leið eins og þetta hafi endað kannski svipað. Þetta er bara drullufúlt, en svona er þetta.“ Þá hrósaði Tryggvi liðinu fyrir að gefast ekki upp og komast aftur inn í leikinn þrátt fyrir að útlitið hafi verið svart. „Við náttúrulega gefumst aldrei upp og ég er svo stoltur af þessum strákum að berjast svona trekk í trekk. Sérstaklega núna tvo leiki í röð. Ég er ótrúlega stoltur af hópnum sem við erum með og líka bara fólkinu sem er með okkur. Þó við séum komnir tólf undir, að rífa okkur bara upp og höldum áfram og komum stúkunni af stað. Þetta er bara gullfallegt. En svona er þetta,“ sagði Tryggvi, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi eftir tapið gegn Pólverjum EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport Fleiri fréttir „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Sjá meira
„Ég er bara drullufúll í rauninni, eða bara svekktur. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vera að vinna að lengi og ætluðum að ná okkur í sigur. En það eru tveir leikir eftir og það er bara áfram gakk,“ sagði Tryggvi í leikslok. Eftir að hafa verið undir langstærstan hluta leiksins náði íslenska liðið forystunni þegar lítið var eftir, en missti Pólverja aftur fram úr sér undir lokin. „Það vantaði bara ótrúlega lítið. Ég held að það sé hægt að horfa á fáránlega margt og ég er náttúrulega ótrúlega pirraður út í einhverja dómgæslu núna. En ég er ekkert að fara að tala um það. Það er eitthvað sem ég stjórna ekki.“ „Þetta er bara einhver örlítill herslumunur. Þeir náttúrulega hafa risastórann leikmann í Jordan Loyd sem tekur bara yfir og klárar okkur í dag, því miður.“ Þrátt fyrir að vilja ekki ræða of mikið um dómgæsluna, sem var að margra mati í besta falli furðuleg undir lokin, viðurkenndi Tryggvi þó að hún hafi haft áhrif. „Já, sérstaklega eftir Belgaleikinn og manni leið eins og þetta hafi endað kannski svipað. Þetta er bara drullufúlt, en svona er þetta.“ Þá hrósaði Tryggvi liðinu fyrir að gefast ekki upp og komast aftur inn í leikinn þrátt fyrir að útlitið hafi verið svart. „Við náttúrulega gefumst aldrei upp og ég er svo stoltur af þessum strákum að berjast svona trekk í trekk. Sérstaklega núna tvo leiki í röð. Ég er ótrúlega stoltur af hópnum sem við erum með og líka bara fólkinu sem er með okkur. Þó við séum komnir tólf undir, að rífa okkur bara upp og höldum áfram og komum stúkunni af stað. Þetta er bara gullfallegt. En svona er þetta,“ sagði Tryggvi, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi eftir tapið gegn Pólverjum
EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport Fleiri fréttir „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Sjá meira
„Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55
„Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37