„Hjartað rifið úr okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. ágúst 2025 21:37 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, niðurlútur. Vísir/Hulda Margrét Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. Ísland var hársbreidd frá því að leggja Pólverja í kvöld eða í það minnsta bjóða upp á æsispennandi lokamínútur en þess í stað voru íslensku strákarnir flautaðir út úr leiknum og því fannst Craig erfitt að kyngja og sparaði ekki stóru orðin. „Ég er í raun ekki óánægður með tapið heldur hvernig leikurinn endaði. Mér fannst þetta vera algjört helvítis kjaftæði, þeir fengu öll þessi víti upp úr andskotans engu og samræmið ekkert. Þeir kalla flopp á okkur en svo floppa þeir og það er dæmd villa á okkur. Mér finnst vera nóg komið, þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Það er ekki verið að dæma jafnt á báða bóga.“ „Þeir spiluðu fínan leik og unnu. Gott og blessað, ég svekki mig ekki á því. Ég er svekktur með hvernig þetta endaði. Við lögðum allt í sölurnar til að komast aftur inn í leikinn en svo er hjartað rifið úr okkur aftur.“ Klippa: Craig Pedersen eftir leikinn gegn Póllandi Craig var sérstaklega ósáttur við ósamræmið í dómgæslunni. „Líka eins og villan á Tryggvi fyrir ólöglega hindrun. Kannski var það villa en þeir eru að gera sömu hluti en villurnar eru kallaðar á okkur. Þetta er einum of og ótrúlega svekkjandi en ég er mjög stoltur af strákunum.“ „Ég er líka mjög stoltur af því að við séum að spila þetta mót án þess að afhenda góðum Bandaríkjamanni vegabréf. Heldurðu að 28 stigin sem hann skoraði eða hvað það var skipti ekki máli í svona leik? Auðvitað skiptir það máli. Við erum að gera hlutina á réttan hátt og ég var afar stoltur af því hvernig við spiluðum þennan leik. Við sýndum þriðja leikinn í röð að við eigum heima hérna á þessu sviði.“ Valur Páll spurði Craig hvort honum væri eitthvað annað efst í huga en dómgæslan. „Kannski þegar ég hef róað mig niður og horfi á leikinn aftur mun ég sjá hlutina í öðru ljósi en það er eins og allt falli okkur í mót í lokin, allt. Í hvert skipti sem þeir keyra á körfuna er það villa. Þegar Martin keyrir á körfuna, ekkert. Þetta gerðist í gær líka. Það er erfitt að kyngja því að við séum ekki að fá sömu dóma og hin liðin.“ Ísland á leik næst gegn Slóveníu á þriðjudag og þar bíður annað risa verkefni. „Við þurfum að draga djúpt andann og búa okkur undir leikinn gegn Slóveníu. Við þurfum að spila annan góðan leik og vonandi getum við spilað nógu vel til að vinna leik. En ef ekki þá finnst mér það samt skipta miklu máli að spila vel á þessu stóra sviði og leikmennirnir eru að sýna að þeir eiga heima hér.“ EM 2025 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Ísland var hársbreidd frá því að leggja Pólverja í kvöld eða í það minnsta bjóða upp á æsispennandi lokamínútur en þess í stað voru íslensku strákarnir flautaðir út úr leiknum og því fannst Craig erfitt að kyngja og sparaði ekki stóru orðin. „Ég er í raun ekki óánægður með tapið heldur hvernig leikurinn endaði. Mér fannst þetta vera algjört helvítis kjaftæði, þeir fengu öll þessi víti upp úr andskotans engu og samræmið ekkert. Þeir kalla flopp á okkur en svo floppa þeir og það er dæmd villa á okkur. Mér finnst vera nóg komið, þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Það er ekki verið að dæma jafnt á báða bóga.“ „Þeir spiluðu fínan leik og unnu. Gott og blessað, ég svekki mig ekki á því. Ég er svekktur með hvernig þetta endaði. Við lögðum allt í sölurnar til að komast aftur inn í leikinn en svo er hjartað rifið úr okkur aftur.“ Klippa: Craig Pedersen eftir leikinn gegn Póllandi Craig var sérstaklega ósáttur við ósamræmið í dómgæslunni. „Líka eins og villan á Tryggvi fyrir ólöglega hindrun. Kannski var það villa en þeir eru að gera sömu hluti en villurnar eru kallaðar á okkur. Þetta er einum of og ótrúlega svekkjandi en ég er mjög stoltur af strákunum.“ „Ég er líka mjög stoltur af því að við séum að spila þetta mót án þess að afhenda góðum Bandaríkjamanni vegabréf. Heldurðu að 28 stigin sem hann skoraði eða hvað það var skipti ekki máli í svona leik? Auðvitað skiptir það máli. Við erum að gera hlutina á réttan hátt og ég var afar stoltur af því hvernig við spiluðum þennan leik. Við sýndum þriðja leikinn í röð að við eigum heima hérna á þessu sviði.“ Valur Páll spurði Craig hvort honum væri eitthvað annað efst í huga en dómgæslan. „Kannski þegar ég hef róað mig niður og horfi á leikinn aftur mun ég sjá hlutina í öðru ljósi en það er eins og allt falli okkur í mót í lokin, allt. Í hvert skipti sem þeir keyra á körfuna er það villa. Þegar Martin keyrir á körfuna, ekkert. Þetta gerðist í gær líka. Það er erfitt að kyngja því að við séum ekki að fá sömu dóma og hin liðin.“ Ísland á leik næst gegn Slóveníu á þriðjudag og þar bíður annað risa verkefni. „Við þurfum að draga djúpt andann og búa okkur undir leikinn gegn Slóveníu. Við þurfum að spila annan góðan leik og vonandi getum við spilað nógu vel til að vinna leik. En ef ekki þá finnst mér það samt skipta miklu máli að spila vel á þessu stóra sviði og leikmennirnir eru að sýna að þeir eiga heima hér.“
EM 2025 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31