„Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Árni Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2025 21:55 Ægir Þór Steinarsson átti góðan leik. Vísir / Hulda Margrét Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. „Það er heldur betur“, sagði Ægir þegar Valur Páll Eiríksson spurði hann hann að því hvort það væri ekki erfitt að kyngja því hvernig leikurinn endaði. „Þetta var alltof góður körfuboltaleikur til að enda þannig að við værum að horfa á hann klárast af vítalínunni. Þetta var bara leiðinlegt í lokin og leiðinlegt fyrir íþróttina að þetta skildi enda svona. Mikið svekkelsi og ég er bara miður mín yfir þessu.“ Er Ægir pirraður út í dómara leiksins eftir dóma þeirra í lok leiks? „Já augljóslega. Ég vona að þeir fari inn og skoði þetta. Þetta er leiðinleg umræða en leikurinn tapast á þessu. Viðbrögð mín á því að hafa ekki snert hann eru augljós. Ég snerti hann ekki. Þetta er of dýrkeypt á þessari stundu þegar maður er búinn að bíða í átta ár eftir þessu móti og þetta eru vinnubrögðin. Þetta er virkilega lélegt.“ „Við sýndum góða frammistöðu og við vorum að fara að vinna leikinn. Trúin okkar var þar og það er mjög svekkjandi að þetta hafi endað svona.“ Ísland hafði unnið til baka 16 stiga mun í seinni hálfleik og voru tveimur stigum undir þegar ógæfan dundi yfir. „Það var bara leiðinlegt að þetta skildi enda svona. Þetta hefði getað dottið báðu megin. Það hefði verið gaman láta íþróttina lifa og bara annaðhvort liðið vinna „fari and square“ en þetta var aðeins of dýrt.“ Einhver atgangur var í lok leiks þar sem liðið náði ekki að þakka dómurunum fyrir leikinn og var Ægir spurður út í það. „Það kannski breytir ekki máli. Eðlilega drífa þeir sig í burtu. Það var kannski eðlilegt og allt í lagi með það.“ Meira var rætt við Ægi í meðfylgjandi myndbandi m.a. um stemmninguna og hvernig liðið mun núllstilla sig eftir þennan leik. Klippa: Erfitt að kyngja því að dómararnir úkljái leikinn Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
„Það er heldur betur“, sagði Ægir þegar Valur Páll Eiríksson spurði hann hann að því hvort það væri ekki erfitt að kyngja því hvernig leikurinn endaði. „Þetta var alltof góður körfuboltaleikur til að enda þannig að við værum að horfa á hann klárast af vítalínunni. Þetta var bara leiðinlegt í lokin og leiðinlegt fyrir íþróttina að þetta skildi enda svona. Mikið svekkelsi og ég er bara miður mín yfir þessu.“ Er Ægir pirraður út í dómara leiksins eftir dóma þeirra í lok leiks? „Já augljóslega. Ég vona að þeir fari inn og skoði þetta. Þetta er leiðinleg umræða en leikurinn tapast á þessu. Viðbrögð mín á því að hafa ekki snert hann eru augljós. Ég snerti hann ekki. Þetta er of dýrkeypt á þessari stundu þegar maður er búinn að bíða í átta ár eftir þessu móti og þetta eru vinnubrögðin. Þetta er virkilega lélegt.“ „Við sýndum góða frammistöðu og við vorum að fara að vinna leikinn. Trúin okkar var þar og það er mjög svekkjandi að þetta hafi endað svona.“ Ísland hafði unnið til baka 16 stiga mun í seinni hálfleik og voru tveimur stigum undir þegar ógæfan dundi yfir. „Það var bara leiðinlegt að þetta skildi enda svona. Þetta hefði getað dottið báðu megin. Það hefði verið gaman láta íþróttina lifa og bara annaðhvort liðið vinna „fari and square“ en þetta var aðeins of dýrt.“ Einhver atgangur var í lok leiks þar sem liðið náði ekki að þakka dómurunum fyrir leikinn og var Ægir spurður út í það. „Það kannski breytir ekki máli. Eðlilega drífa þeir sig í burtu. Það var kannski eðlilegt og allt í lagi með það.“ Meira var rætt við Ægi í meðfylgjandi myndbandi m.a. um stemmninguna og hvernig liðið mun núllstilla sig eftir þennan leik. Klippa: Erfitt að kyngja því að dómararnir úkljái leikinn
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum