Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar 1. september 2025 07:46 Ég fékk nýlega þær þungbæru fréttir að Bríet Irma, ung kona sem ég þekkti, hefði tekið eigið líf. Ég setti stuttan minningarstatus. Svo fór að rigna inn sögum. Fjörutíu og ein ítarleg frásögn um bið og loknar dyr. Yfir hundrað skilaboð frá fólki sem þorir ekki að leita sér hjálpar af ótta við fordóma hjá sama kerfi og það þarf á að halda. Ég taldi mig þekkja vandann. Ég er samt í sjokki. Þetta snýst ekki um tölur. Þetta snýst um fólk með drauma og fjölskyldur. Foreldra sem halda heimili saman. Ungmenni sem leita leiðar. Aðstandendur sem standa vaktina og brenna út. Á bak við hverja línu í töflu er manneskja með nafn. Nú spyr ég ykkur sem manneskjur áður en þið eruð ráðherrar, stjórnendur eða sérfræðingar. Finnst ykkur þetta í lagi. Fordómar kosta líf og traust Fólk skrifar mér að það þori ekki að biðja um hjálp. Ótti við stimpil. Ótti við að verða merkt sem vandamál. Á meðan bíður lífið. Finnst ykkur þetta í lagi. Fjárfesting sem sparar Snemmtæk þjónusta sparar líf og sparar fé. Færri bráðar innlagnir. Minni tími á bráðamóttöku. Færri útköll. Færri fangelsisdaga. Minna framleiðnitap. Minni byrði á aðstandendum. Þetta er ekki slagorð heldur skynsemi. Finnst ykkur í lagi að bíða eftir skaðanum í stað þess að grípa inn fyrr. Fimm svör sem ég óska eftir Hver er raunbið í dag eftir fyrstu þjónustu hjá heilsugæslu og sérhæfðri geðþjónustu og hvernig er hún mæld Hvað tekur langan tíma að komast í greiningu og fyrstu meðferð ef viðkomandi hefur engin fjárráð og hvar er lifandi leið inn Hver ber framkvæmdarábyrgð á því að stytta bráða bið næstu þrjátíu daga hjá börnum og fullorðnum með nafni og símanúmeri Hvaða þrjár aðgerðir fara í gang strax í dag til að koma í veg fyrir endurteknar bráðakomur án eftirfylgdar Hvenær og hvernig birtist regluleg, opinber uppfærsla á biðtíma, úrræðum og árangri á einum stað sem allir skilja Ef kerfið er í lagi má svara þessu strax. Ef kerfið er ekki í lagi þarf að segja það hreint út og laga það núna. Hvað þarf að gerast strax í dag Opna samfellda bráða leið í þjónustu sem virkar utan skrifstofutíma Tryggja tímabundna fagþjónustu án greiðslu fyrir fólk með litla eða enga greiðslugetu Setja stutt, markviss stuðningsviðtöl með skýrri eftirfylgd í heilsugæslu Bjóða skjót ráðgjafasamtöl fyrir aðstandendur með skýra leið inn í kerfið Virkja samstarf við félagasamtök sem geta mætt fólki strax Ég skrifa sem manneskja með ADHD og reynslu af kerfinu. Ég fékk greiningu seint og greiddi sjálfur fyrir mat. Ég á fólk sem styður mig. Ekki allir hafa þann stuðning. Þess vegna þarf þjónusta sem tekur á móti án stimplunar. Ég er að stofna Strax í dag. Grasrót sem krefst virkrar þjónustu, gagnsæis og samráðs. Ég auglýsi kynningarfund fljótlega. En aðalatriðið er að fá svör og sjá aðgerðir. Til ykkar sem haldið um stjórnvölinn. Tölum saman. Sýnum hugrekki. Setjum fólkið á undan ferlinu. Finnst ykkur þetta í lagi eins og staðan er í dag. Til þeirra sem eiga erfitt. Píeta er í síma 552 2218 og á vefnum pieta punktur is. Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn alla daga. Það er í lagi að leita hjálpar. Það er styrkur. Þú ert ekki ein eða einn. Ég gefst ekki upp. Við getum lagað þetta. En það þarf svör, samkennd og aðgerðir sem byrja strax í dag. Höfundur er með ADHD og PTSD, og er viðurkenndur markþjálfi og stofnandi “STRAX Í DAG”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég fékk nýlega þær þungbæru fréttir að Bríet Irma, ung kona sem ég þekkti, hefði tekið eigið líf. Ég setti stuttan minningarstatus. Svo fór að rigna inn sögum. Fjörutíu og ein ítarleg frásögn um bið og loknar dyr. Yfir hundrað skilaboð frá fólki sem þorir ekki að leita sér hjálpar af ótta við fordóma hjá sama kerfi og það þarf á að halda. Ég taldi mig þekkja vandann. Ég er samt í sjokki. Þetta snýst ekki um tölur. Þetta snýst um fólk með drauma og fjölskyldur. Foreldra sem halda heimili saman. Ungmenni sem leita leiðar. Aðstandendur sem standa vaktina og brenna út. Á bak við hverja línu í töflu er manneskja með nafn. Nú spyr ég ykkur sem manneskjur áður en þið eruð ráðherrar, stjórnendur eða sérfræðingar. Finnst ykkur þetta í lagi. Fordómar kosta líf og traust Fólk skrifar mér að það þori ekki að biðja um hjálp. Ótti við stimpil. Ótti við að verða merkt sem vandamál. Á meðan bíður lífið. Finnst ykkur þetta í lagi. Fjárfesting sem sparar Snemmtæk þjónusta sparar líf og sparar fé. Færri bráðar innlagnir. Minni tími á bráðamóttöku. Færri útköll. Færri fangelsisdaga. Minna framleiðnitap. Minni byrði á aðstandendum. Þetta er ekki slagorð heldur skynsemi. Finnst ykkur í lagi að bíða eftir skaðanum í stað þess að grípa inn fyrr. Fimm svör sem ég óska eftir Hver er raunbið í dag eftir fyrstu þjónustu hjá heilsugæslu og sérhæfðri geðþjónustu og hvernig er hún mæld Hvað tekur langan tíma að komast í greiningu og fyrstu meðferð ef viðkomandi hefur engin fjárráð og hvar er lifandi leið inn Hver ber framkvæmdarábyrgð á því að stytta bráða bið næstu þrjátíu daga hjá börnum og fullorðnum með nafni og símanúmeri Hvaða þrjár aðgerðir fara í gang strax í dag til að koma í veg fyrir endurteknar bráðakomur án eftirfylgdar Hvenær og hvernig birtist regluleg, opinber uppfærsla á biðtíma, úrræðum og árangri á einum stað sem allir skilja Ef kerfið er í lagi má svara þessu strax. Ef kerfið er ekki í lagi þarf að segja það hreint út og laga það núna. Hvað þarf að gerast strax í dag Opna samfellda bráða leið í þjónustu sem virkar utan skrifstofutíma Tryggja tímabundna fagþjónustu án greiðslu fyrir fólk með litla eða enga greiðslugetu Setja stutt, markviss stuðningsviðtöl með skýrri eftirfylgd í heilsugæslu Bjóða skjót ráðgjafasamtöl fyrir aðstandendur með skýra leið inn í kerfið Virkja samstarf við félagasamtök sem geta mætt fólki strax Ég skrifa sem manneskja með ADHD og reynslu af kerfinu. Ég fékk greiningu seint og greiddi sjálfur fyrir mat. Ég á fólk sem styður mig. Ekki allir hafa þann stuðning. Þess vegna þarf þjónusta sem tekur á móti án stimplunar. Ég er að stofna Strax í dag. Grasrót sem krefst virkrar þjónustu, gagnsæis og samráðs. Ég auglýsi kynningarfund fljótlega. En aðalatriðið er að fá svör og sjá aðgerðir. Til ykkar sem haldið um stjórnvölinn. Tölum saman. Sýnum hugrekki. Setjum fólkið á undan ferlinu. Finnst ykkur þetta í lagi eins og staðan er í dag. Til þeirra sem eiga erfitt. Píeta er í síma 552 2218 og á vefnum pieta punktur is. Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn alla daga. Það er í lagi að leita hjálpar. Það er styrkur. Þú ert ekki ein eða einn. Ég gefst ekki upp. Við getum lagað þetta. En það þarf svör, samkennd og aðgerðir sem byrja strax í dag. Höfundur er með ADHD og PTSD, og er viðurkenndur markþjálfi og stofnandi “STRAX Í DAG”.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun