Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2025 09:24 Vonbrigðin voru gríðarleg eftir leik í gær, ekki síst vegna dómaraákvarðana sem tóku möguleikann á sigri úr höndum Íslands. Vísir/Hulda Margrét Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. Mönnum var heitt í hamsi eftir leik gærkvöldsins og sjaldan hefur rólyndismaðurinn Craig Pedersen sést eins æstur og hann var eftir leik. Ísland hafði unnið sig inn í leikinn eftir að hafa verið 16 stigum undir og komust yfir á kafla í fjórða leikhluta. Synd var að ekki væri hægt að útkljá leikinn á gólfinu þar sem síðustu mínútur leiksins fóru nánast einvörðungu fram á vítalínunni. Pólverjar fengu dóm eftir dóm sér í hag. Þeir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fóru þá mikinn í umfjöllun RÚV um dómgæsluna. Atvikin sem útkljáðu leikinn, auk umræðu þeirra félaga, má sjá í spilaranum. Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson óðu á súðum í Stofunni eftir leik. pic.twitter.com/ySLndM0ev4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 31, 2025 „Þetta var góður leikur tveggja liða en þriðja liðið mætti ekki til leiks í dag,“ sagði Kristinn Pálsson meðal annars á blaðamannafundi eftir leik. Dómararnir flúðu þá af vettvangi og neituðu að þakka leikmönnum Íslands fyrir leikinn. Líkt og þeir vissu upp á sig sökina. Todd Warnick, alþjóðadómari til margra ára á vegum FIBA og dómaraþjálfari, greindi ákvarðanir dómaratríósins á lokakaflanum fyrir síðuna BasketNews. Hann fær orðið: 1. Ólöglegt screen á Tryggva „Fyrsta atvikið kemur upp þegar 2:39 eru eftir af leiknum og staðan var jöfn eftir að Ísland hafði unnið upp 12 stiga forskot sem hafði verið snemma í fjórða leikhlutanum. Ranglega var dæmd ólögleg blokkering á Tryggva Hlinason eftir að Mateusz Ponitka negldi á hann,“ „Tryggvi gerði allt rétt, gaf honum tíma og fjarlægð, en Ponitka fór harkalega í jörðina – það þýðir samt ekki að dæma eigi brot. Gott en hart screen hjá Tryggva og dómarinn bregst við viðbrögðum (eða látalátum) andstæðingsins frekar en raunverulega hvort sóknarleikmaðurinn sé löglegur eða ekki,“ segir Warnick. 2. Óíþróttamannsleg villa á Elvar Má „Næsta mjög svo vandasama atvik kom upp þegar 1:44 voru eftir í fjórða leikhlutanum. Kamil Laczynski fellur harkalega til jarðar og leikur er stöðvaður vegna meiðsla. Eftir pásu á leiknum í um tvær og hálfa mínútu dettur dómurunum skyndilega í hug að skoða „ofbeldishneigða hegðun“,“ „Það sem sést á skjánum er augljóslega Laczynski og Elvar Friðriksson að læsast saman, þeir tosa í hvorn annan, og þegar það losnar hendir Laczynski sér yfir á öxlina á sér,“ „Dómarateymið skoðar atvikið og metur sem svo að Elvar hendi honum í jörðina, sem er einfaldlega kolrangt. Þetta eru tveir gæjar sem læsast saman, einn fellur í jörðina. Þetta er kallað „körfubolti“.“ „Það mátti heyra hikið í röddum dómaranna þegar þessi dómur féll. Þessi dómur tók alls sjö mínútur áður en leikur hélt áfram með tveimur vítaskotum og boltinn aftur til Póllands vegna óíþróttamannslegrar villu sem hefði aldrei nokkurn tíma átt að dæma,“ segir Warnick. Við það má bæta að Elvar Már sagði við Vísi í viðtali eftir að leik að Laczynski hefði viðurkennt við sig að hann hefði hent sér í jörðina. Það féll ekkert sérlega vel í kramið hjá okkar manni. 3. Draugavilla Ægis „Strax í næstu sókn, þegar 1:33 eru eftir, fer Jordan Loyd í þriggja stiga skot. Ægir Steinarsson verst honum, en dæmd á hann villa og önnur tæknileg villa fyrir mótmæli.“ „Endursýningar sýna að þetta er draugadómur – það er engin snerting á nokkurn hátt,“ segir Warnick. „Þessar þrjár augljóslega röngu ákvaðaranir höfðu gríðarleg áhrif á möguleika Íslands á sigri.“ „Ein önnur athugasemd: Lettinn Andris Aunkrogers hefur dæmt í öllum þremur leikjum Póllands. Hvers vegna að setja dómarann í svona stöðu?“ spyr Warnick. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola súrt tap er liðið mætti Pólverjum í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu í körfubolta í gær. 1. september 2025 07:01 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. 31. ágúst 2025 22:04 „Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20 Mest lesið Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Sjá meira
Mönnum var heitt í hamsi eftir leik gærkvöldsins og sjaldan hefur rólyndismaðurinn Craig Pedersen sést eins æstur og hann var eftir leik. Ísland hafði unnið sig inn í leikinn eftir að hafa verið 16 stigum undir og komust yfir á kafla í fjórða leikhluta. Synd var að ekki væri hægt að útkljá leikinn á gólfinu þar sem síðustu mínútur leiksins fóru nánast einvörðungu fram á vítalínunni. Pólverjar fengu dóm eftir dóm sér í hag. Þeir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fóru þá mikinn í umfjöllun RÚV um dómgæsluna. Atvikin sem útkljáðu leikinn, auk umræðu þeirra félaga, má sjá í spilaranum. Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson óðu á súðum í Stofunni eftir leik. pic.twitter.com/ySLndM0ev4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 31, 2025 „Þetta var góður leikur tveggja liða en þriðja liðið mætti ekki til leiks í dag,“ sagði Kristinn Pálsson meðal annars á blaðamannafundi eftir leik. Dómararnir flúðu þá af vettvangi og neituðu að þakka leikmönnum Íslands fyrir leikinn. Líkt og þeir vissu upp á sig sökina. Todd Warnick, alþjóðadómari til margra ára á vegum FIBA og dómaraþjálfari, greindi ákvarðanir dómaratríósins á lokakaflanum fyrir síðuna BasketNews. Hann fær orðið: 1. Ólöglegt screen á Tryggva „Fyrsta atvikið kemur upp þegar 2:39 eru eftir af leiknum og staðan var jöfn eftir að Ísland hafði unnið upp 12 stiga forskot sem hafði verið snemma í fjórða leikhlutanum. Ranglega var dæmd ólögleg blokkering á Tryggva Hlinason eftir að Mateusz Ponitka negldi á hann,“ „Tryggvi gerði allt rétt, gaf honum tíma og fjarlægð, en Ponitka fór harkalega í jörðina – það þýðir samt ekki að dæma eigi brot. Gott en hart screen hjá Tryggva og dómarinn bregst við viðbrögðum (eða látalátum) andstæðingsins frekar en raunverulega hvort sóknarleikmaðurinn sé löglegur eða ekki,“ segir Warnick. 2. Óíþróttamannsleg villa á Elvar Má „Næsta mjög svo vandasama atvik kom upp þegar 1:44 voru eftir í fjórða leikhlutanum. Kamil Laczynski fellur harkalega til jarðar og leikur er stöðvaður vegna meiðsla. Eftir pásu á leiknum í um tvær og hálfa mínútu dettur dómurunum skyndilega í hug að skoða „ofbeldishneigða hegðun“,“ „Það sem sést á skjánum er augljóslega Laczynski og Elvar Friðriksson að læsast saman, þeir tosa í hvorn annan, og þegar það losnar hendir Laczynski sér yfir á öxlina á sér,“ „Dómarateymið skoðar atvikið og metur sem svo að Elvar hendi honum í jörðina, sem er einfaldlega kolrangt. Þetta eru tveir gæjar sem læsast saman, einn fellur í jörðina. Þetta er kallað „körfubolti“.“ „Það mátti heyra hikið í röddum dómaranna þegar þessi dómur féll. Þessi dómur tók alls sjö mínútur áður en leikur hélt áfram með tveimur vítaskotum og boltinn aftur til Póllands vegna óíþróttamannslegrar villu sem hefði aldrei nokkurn tíma átt að dæma,“ segir Warnick. Við það má bæta að Elvar Már sagði við Vísi í viðtali eftir að leik að Laczynski hefði viðurkennt við sig að hann hefði hent sér í jörðina. Það féll ekkert sérlega vel í kramið hjá okkar manni. 3. Draugavilla Ægis „Strax í næstu sókn, þegar 1:33 eru eftir, fer Jordan Loyd í þriggja stiga skot. Ægir Steinarsson verst honum, en dæmd á hann villa og önnur tæknileg villa fyrir mótmæli.“ „Endursýningar sýna að þetta er draugadómur – það er engin snerting á nokkurn hátt,“ segir Warnick. „Þessar þrjár augljóslega röngu ákvaðaranir höfðu gríðarleg áhrif á möguleika Íslands á sigri.“ „Ein önnur athugasemd: Lettinn Andris Aunkrogers hefur dæmt í öllum þremur leikjum Póllands. Hvers vegna að setja dómarann í svona stöðu?“ spyr Warnick.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola súrt tap er liðið mætti Pólverjum í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu í körfubolta í gær. 1. september 2025 07:01 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. 31. ágúst 2025 22:04 „Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20 Mest lesið Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Sjá meira
Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola súrt tap er liðið mætti Pólverjum í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu í körfubolta í gær. 1. september 2025 07:01
Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15
„Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. 31. ágúst 2025 22:04
„Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20