Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar 1. september 2025 12:00 Áramótin eru alltaf tímamót, en í ár skiptast hughrifin milli vonar og ótta. Sjávarútvegurinn hefur í gegnum aldir verið burðarás íslensks samfélags, fætt þjóðina og byggt upp byggðir landsins. En framtíð hans virðist ótryggari en áður. Sífellt þyngri skattlagning hefur þrengt að rekstri margra fyrirtækja. Smærri og meðalstórar útgerðir eiga erfitt með að lifa af, á meðan stærri aðilar mögulega hafa þetta af með hagræðingu. Þetta leiðir til samþjöppunar og veikrar byggðafestu. Afleiðingarnar sjást í daglegu lífi. Fyrirtækin hverfa mörg hver eða hafa minna svigrúm til að styðja íþróttafélög, björgunarsveitir og önnur samfélagsverkefni. En mikilvægast er þó hitt: að störf eru í auknum mæli í hættu. Hagræðing þýðir ekki aðeins uppsagnir heldur líka að vinnsla flyst úr landi þar sem ódýrara vinnuafl er að finna. Þannig tapast ekki aðeins störf heldur skatttekjur og tengslin við samfélögin sem hafa lifað af sjávarútvegi í aldaraðir. Óttinn vex einnig við þá hugsun að Ísland gengi inn í Evrópusambandið. Þá væri hætt við að erlendir auðmenn keyptu upp íslenskan sjávarútveg og ákvörðunarvaldið færðist úr landi. Ný fiskveiðiáramót er því ekki aðeins dagsetning í almanakinu…… heldur spurning um framtíð atvinnu, byggða og samfélags á Íslandi. Höfundur er smábátasjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Áramótin eru alltaf tímamót, en í ár skiptast hughrifin milli vonar og ótta. Sjávarútvegurinn hefur í gegnum aldir verið burðarás íslensks samfélags, fætt þjóðina og byggt upp byggðir landsins. En framtíð hans virðist ótryggari en áður. Sífellt þyngri skattlagning hefur þrengt að rekstri margra fyrirtækja. Smærri og meðalstórar útgerðir eiga erfitt með að lifa af, á meðan stærri aðilar mögulega hafa þetta af með hagræðingu. Þetta leiðir til samþjöppunar og veikrar byggðafestu. Afleiðingarnar sjást í daglegu lífi. Fyrirtækin hverfa mörg hver eða hafa minna svigrúm til að styðja íþróttafélög, björgunarsveitir og önnur samfélagsverkefni. En mikilvægast er þó hitt: að störf eru í auknum mæli í hættu. Hagræðing þýðir ekki aðeins uppsagnir heldur líka að vinnsla flyst úr landi þar sem ódýrara vinnuafl er að finna. Þannig tapast ekki aðeins störf heldur skatttekjur og tengslin við samfélögin sem hafa lifað af sjávarútvegi í aldaraðir. Óttinn vex einnig við þá hugsun að Ísland gengi inn í Evrópusambandið. Þá væri hætt við að erlendir auðmenn keyptu upp íslenskan sjávarútveg og ákvörðunarvaldið færðist úr landi. Ný fiskveiðiáramót er því ekki aðeins dagsetning í almanakinu…… heldur spurning um framtíð atvinnu, byggða og samfélags á Íslandi. Höfundur er smábátasjómaður.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar