Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Árni Sæberg skrifar 1. september 2025 11:41 Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði. Í ákæru á hendur manninum segir að hann sé ákærður fyrir að hafa að kvöldi ótilgreinds dags stöðvað bifreiðs sína við hlið konu, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreiðina og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar sýnt henni myndband af fólki stunda samfarir. Með háttsemi sinni hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Hann hafi laust fyrir hádegi annars dags stöðvað bifreiðina við hlið annarrar konu, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreið sína og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar sýnt henni kynferðislegt myndskeið, fróað sér og beðið hana um að hjálpa sér. Hann hafi einnig sært blygðunarkennd þeirrar konu og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Þá hafi hann að kvöldi stöðvað bíl sinn við hlið þriðju konunnar, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreið sína og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar berað kynfæri sín og fróað sér þar til hún hljóp burt. Með því hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Loks sé hann ákærður fyrir kynferðisbrot, en til vara blygðunarsemisbrot, með því að hafa að nóttu til keyrt við hlið fjórðu konunnar, með opinn glugga á bifreið sinni og kallað til hennar og síðan farið út úr bifreiðinni, berað kynfæri sín og elt hana á meðan hann kallaði til hennar „chupa chupa“. Hann hafi farið aftur inn í bifreiðina, elt konuna með gluggan opinn, farið aftur út úr bifreiðinni með getnaðarlim sinn sýnilegan og elt hana um stund, þrátt fyrir að hún hefði ítrekað beðið hann um að láta sig í friði. Með þessu hafi hann sært blygðunarsemi konunnar, valdið henni miklum ótta og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krefjast konurnar allar að maðurinn verði dæmdur til að greiða þeim miskabætur á bilinu 500 þúsund til 1,5 milljóna króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum segir að hann sé ákærður fyrir að hafa að kvöldi ótilgreinds dags stöðvað bifreiðs sína við hlið konu, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreiðina og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar sýnt henni myndband af fólki stunda samfarir. Með háttsemi sinni hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Hann hafi laust fyrir hádegi annars dags stöðvað bifreiðina við hlið annarrar konu, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreið sína og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar sýnt henni kynferðislegt myndskeið, fróað sér og beðið hana um að hjálpa sér. Hann hafi einnig sært blygðunarkennd þeirrar konu og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Þá hafi hann að kvöldi stöðvað bíl sinn við hlið þriðju konunnar, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreið sína og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar berað kynfæri sín og fróað sér þar til hún hljóp burt. Með því hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Loks sé hann ákærður fyrir kynferðisbrot, en til vara blygðunarsemisbrot, með því að hafa að nóttu til keyrt við hlið fjórðu konunnar, með opinn glugga á bifreið sinni og kallað til hennar og síðan farið út úr bifreiðinni, berað kynfæri sín og elt hana á meðan hann kallaði til hennar „chupa chupa“. Hann hafi farið aftur inn í bifreiðina, elt konuna með gluggan opinn, farið aftur út úr bifreiðinni með getnaðarlim sinn sýnilegan og elt hana um stund, þrátt fyrir að hún hefði ítrekað beðið hann um að láta sig í friði. Með þessu hafi hann sært blygðunarsemi konunnar, valdið henni miklum ótta og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krefjast konurnar allar að maðurinn verði dæmdur til að greiða þeim miskabætur á bilinu 500 þúsund til 1,5 milljóna króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira