Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. september 2025 12:00 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum tilkynntu á föstudag að fiskvinnslu í bænum yrði lokað til að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári og að fimmtíu manns muni missa vinnuna vegna þessa. Þá sagði Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að uppsagnirnar kæmu ekki á óvart. Veiðigjöldin kæmu ofan á hækkun margra kostnaðarliða og óvissu á mörkuðum. Hækkun veiðigjalda var samþykkt eftir mikil átök á þingi í sumar. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir það aldrei góðar fréttir þegar fólk missi vinnuna, útskýringar forsvarsmanna sjávarútvegsins um áhrif veiðigjalda í þeim efnum standist hinsvegar ekki. „Ég get nú kannski ekki alveg fyllilega séð hvert þeir eru að fara með því. Ég held það sé rétt að halda því til haga í fyrsta lagi að þessi fyrirtæki eru rekin til þess að skila hagnaði og hagræðing hefur einkennt íslenskan sjávarútveg mjög lengi.“ Dregið hafi úr fjölda fólks sem vinni í sjávarútvegi undanfarin ár í takti við tækniþróun, sem sé ekki ný af nálinni. „Og það sem hvetur fyrirtækin til þessarar hagræðingar er hagnaðarhvati og áhrif veiðigjaldanna þar á í ljósi þess að þau eru einhver sneið þar af er auðvitað einhver en að tengja þetta við veiðigjöldin sérstaklega er algjörlega úr takti við söguna.“ Hann segir ríkisstjórnina munu fylgjast vel með stöðunni í geiranum á næstunni. „Það eru aldrei góðar fréttir að fólk missi vinnuna og síst af öllu úti á landi. Við fylgjumst með þeirri þróun en það er viðvarandi verkefni að finna ný tækifæri og ekki síst í samfélögum úti á landi. Þar er kannski helst þar sem við fylgjumst með. Því eins og ég sagði áðan er þetta ekki í fyrsta skipti sem fólki er sagt upp hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, það er raunar saga okkar sjávarútvegskerfis að við höfum stöðugt þurft færra fólk ár eftir ár og þetta er viðvarandi verkefni.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Tengdar fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum tilkynntu á föstudag að fiskvinnslu í bænum yrði lokað til að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári og að fimmtíu manns muni missa vinnuna vegna þessa. Þá sagði Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að uppsagnirnar kæmu ekki á óvart. Veiðigjöldin kæmu ofan á hækkun margra kostnaðarliða og óvissu á mörkuðum. Hækkun veiðigjalda var samþykkt eftir mikil átök á þingi í sumar. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir það aldrei góðar fréttir þegar fólk missi vinnuna, útskýringar forsvarsmanna sjávarútvegsins um áhrif veiðigjalda í þeim efnum standist hinsvegar ekki. „Ég get nú kannski ekki alveg fyllilega séð hvert þeir eru að fara með því. Ég held það sé rétt að halda því til haga í fyrsta lagi að þessi fyrirtæki eru rekin til þess að skila hagnaði og hagræðing hefur einkennt íslenskan sjávarútveg mjög lengi.“ Dregið hafi úr fjölda fólks sem vinni í sjávarútvegi undanfarin ár í takti við tækniþróun, sem sé ekki ný af nálinni. „Og það sem hvetur fyrirtækin til þessarar hagræðingar er hagnaðarhvati og áhrif veiðigjaldanna þar á í ljósi þess að þau eru einhver sneið þar af er auðvitað einhver en að tengja þetta við veiðigjöldin sérstaklega er algjörlega úr takti við söguna.“ Hann segir ríkisstjórnina munu fylgjast vel með stöðunni í geiranum á næstunni. „Það eru aldrei góðar fréttir að fólk missi vinnuna og síst af öllu úti á landi. Við fylgjumst með þeirri þróun en það er viðvarandi verkefni að finna ný tækifæri og ekki síst í samfélögum úti á landi. Þar er kannski helst þar sem við fylgjumst með. Því eins og ég sagði áðan er þetta ekki í fyrsta skipti sem fólki er sagt upp hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, það er raunar saga okkar sjávarútvegskerfis að við höfum stöðugt þurft færra fólk ár eftir ár og þetta er viðvarandi verkefni.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Tengdar fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent