Handbolti

Sigur­steinn fram­lengir við FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigursteinn Arndal í kveðjuleik Arons Pálmarssonar.
Sigursteinn Arndal í kveðjuleik Arons Pálmarssonar. vísir/anton

Þjálfari karlaliðs FH í handbolta, Sigursteinn Arndal, hefur framlengt samning sinn við félagið til þriggja ára.

Sigursteinn tók við FH af Halldóri Sigfússyni 2019 og er að hefja sitt sjöunda tímabil við stjórnvölinn hjá FH.

Undir stjórn Sigursteins varð FH Íslands- og deildarmeistari 2024 og deildarmeistari á síðasta tímabili.

„Sigursteinn Arndal hefur náð góðum árangri með liðið og ég er spenntur að vinna áfram með honum að uppbyggingu liðsins. Markmiðið er skýrt, við ætlum að halda áfram að berjast um alla þá titla sem í boði eru,“ sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, eftir að Sigursteinn framlengdi samninginn við félagið.

FH var spáð 3. sæti Olís deildar karla í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni.

FH mætir Íslands- og bikarmeisturum Fram í 1. umferð Olís-deildarinnar á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×