Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson og Abdullah Arif skrifa 1. september 2025 14:31 Stefna Háskóla Íslands fyrir árin 2021-2026 ber yfirskriftina „Betri háskóli – betra samfélag“ og áherslur í starfi skólans er að hann skuli vera opinn og alþjóðlegur. Atburðir undanfarinna daga sýna að háskólinn sé alls ekki opinn og alþjóðlegur. Háskólinn hefur stillt alþjóðlegum nemendum sem hafa fengið samþykkta námsumsókn algjörlega upp við vegg. Vegna tafa, seinagangs og lélegra vinnubragða Útlendingastofnunar hafa umsóknir margra alþjóðanema ekki verið afgreiddar og þeir hafa því ekki fengið dvalarleyfi. HÍ hefur tilkynnt nemendunum að ef þeir mæti ekki fyrir 1. september verði inntaka þeirra í nám við skólann felld úr gildi. Þetta hefur leitt til þess að stór hluti alþjóðanema er í hættu á því að missa pláss sitt í skólanum og verið vísað úr landi þrátt fyrir að hafa skilað inn umsóknum sínum um dvalarleyfi á réttum tíma. Hvaða áhrif hefur þetta á erlenda nemendur sem bíða eftir svörum? Í fyrsta lagi hafa þeir ekki aðgang að námsefni, fyrirlestrum og verkefnum í þeim áföngum sem þau eru skráð í. Í öðru lagi setur þetta akademíska framtíð þeirra í alvarlega hættu. Umsóknarfrestur allflestra háskóla er löngu liðinn og ef HÍ neitar þeim um skólagöngu þá hafa þeir einfaldlega ekki möguleikann á því að stunda háskólanám þessa önn. Í þriðja lagi leiðir þetta til gífurlegs fjárhagslegs tjóns þar sem nemendurnir hafa flestir eytt fjármagni í flugmiða og íbúðaleigu. Ef námsinntaka þeirra er felld úr gildi og þeim vísað úr landi eru þau neydd til þess að eyða enn frekara fjármagni í flugmiða og hafa jafnvel ekki húsnæðisaðstöðu til þess að snúa aftur í þar sem að fyrri leigusamningum hefur verið sagt upp. Er þetta ásættanlegt fyrir Háskóla Íslands? Alþjóðanemar eru stór hluti af flóru starfsfólks og nema við háskólann. Í raun sinna alþjóðanemar mikilvægu hlutverki innan háskólans líkt og rannsóknarvinnu, kennslu, framsækni og nýsköpun. Án alþjóðanema væri lítil sem engin fjölbreytni til staðar í háskólasamfélaginu og í raun myndi háskólinn sem þekkingarsetur staðna. Alþjóðanemar hafa einnig fjárhagslegt mikilvægt hlutverk innan háskólans, sérstaklega eftir að fyrrverandi háskólamálaráðherra breytti fjármögnunarlíkani háskólans á þann hátt að það sé árangurstengt. Í þessu nýja líkani fá deildir háskólans fjárhagslega úthlutun út frá loknum einingum og brautskráningu nemenda. Útskriftir úr meistaranámi fengu þar sérstaklega aukið vægi. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á litlar deildir háskólans, til dæmis við hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Ákveðnar námsleiðir á þessum sviðum reiða á alþjóðanema þar sem þeir eru oft stór hluti af nemendum þessara námsleiða. Töf á afgreiðslu dvalarleyfa getur því haft stórfenglega slæm áhrif á ólíkar námsleiðir innan háskólans. Ef töfin leiðir til þess að alþjóðlegir nemendur fá ekki að stunda nám við háskólann þá mun það einnig leiða til vanfjármögnunar námsleiða og deilda sem reiða sig á alþjóðanema. Meðhöndlun háskólans og útlendingastofnununar á dvalarleyfisumsóknum eru því ekki háskólanum eingöngu til háborinnar skammar, heldur hefur það einnig bein neikvæð áhrif á gæði háskólans. Gildi háskólans halda því fram að jafnrétti sé leiðarljós í starfi skólans og að háskólinn stuðli að skapandi þekkingarleit, víðsýni og framsækni. Með því að fella námsinntöku margra alþjóðanema úr gildi er Háskóli Íslands að svíkja sín eigin gildi. Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, krefst þess að stjórnendur Háskóla Íslands taki ábyrgð á vegum háskólasamfélagsins og finna lausnir á þessu alvarlega vandamáli alþjóðanema. Styrmir er fulltrúi meistaranema í stjórn Röskvu og Abdullah er alþjóðafulltrúi Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Stefna Háskóla Íslands fyrir árin 2021-2026 ber yfirskriftina „Betri háskóli – betra samfélag“ og áherslur í starfi skólans er að hann skuli vera opinn og alþjóðlegur. Atburðir undanfarinna daga sýna að háskólinn sé alls ekki opinn og alþjóðlegur. Háskólinn hefur stillt alþjóðlegum nemendum sem hafa fengið samþykkta námsumsókn algjörlega upp við vegg. Vegna tafa, seinagangs og lélegra vinnubragða Útlendingastofnunar hafa umsóknir margra alþjóðanema ekki verið afgreiddar og þeir hafa því ekki fengið dvalarleyfi. HÍ hefur tilkynnt nemendunum að ef þeir mæti ekki fyrir 1. september verði inntaka þeirra í nám við skólann felld úr gildi. Þetta hefur leitt til þess að stór hluti alþjóðanema er í hættu á því að missa pláss sitt í skólanum og verið vísað úr landi þrátt fyrir að hafa skilað inn umsóknum sínum um dvalarleyfi á réttum tíma. Hvaða áhrif hefur þetta á erlenda nemendur sem bíða eftir svörum? Í fyrsta lagi hafa þeir ekki aðgang að námsefni, fyrirlestrum og verkefnum í þeim áföngum sem þau eru skráð í. Í öðru lagi setur þetta akademíska framtíð þeirra í alvarlega hættu. Umsóknarfrestur allflestra háskóla er löngu liðinn og ef HÍ neitar þeim um skólagöngu þá hafa þeir einfaldlega ekki möguleikann á því að stunda háskólanám þessa önn. Í þriðja lagi leiðir þetta til gífurlegs fjárhagslegs tjóns þar sem nemendurnir hafa flestir eytt fjármagni í flugmiða og íbúðaleigu. Ef námsinntaka þeirra er felld úr gildi og þeim vísað úr landi eru þau neydd til þess að eyða enn frekara fjármagni í flugmiða og hafa jafnvel ekki húsnæðisaðstöðu til þess að snúa aftur í þar sem að fyrri leigusamningum hefur verið sagt upp. Er þetta ásættanlegt fyrir Háskóla Íslands? Alþjóðanemar eru stór hluti af flóru starfsfólks og nema við háskólann. Í raun sinna alþjóðanemar mikilvægu hlutverki innan háskólans líkt og rannsóknarvinnu, kennslu, framsækni og nýsköpun. Án alþjóðanema væri lítil sem engin fjölbreytni til staðar í háskólasamfélaginu og í raun myndi háskólinn sem þekkingarsetur staðna. Alþjóðanemar hafa einnig fjárhagslegt mikilvægt hlutverk innan háskólans, sérstaklega eftir að fyrrverandi háskólamálaráðherra breytti fjármögnunarlíkani háskólans á þann hátt að það sé árangurstengt. Í þessu nýja líkani fá deildir háskólans fjárhagslega úthlutun út frá loknum einingum og brautskráningu nemenda. Útskriftir úr meistaranámi fengu þar sérstaklega aukið vægi. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á litlar deildir háskólans, til dæmis við hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Ákveðnar námsleiðir á þessum sviðum reiða á alþjóðanema þar sem þeir eru oft stór hluti af nemendum þessara námsleiða. Töf á afgreiðslu dvalarleyfa getur því haft stórfenglega slæm áhrif á ólíkar námsleiðir innan háskólans. Ef töfin leiðir til þess að alþjóðlegir nemendur fá ekki að stunda nám við háskólann þá mun það einnig leiða til vanfjármögnunar námsleiða og deilda sem reiða sig á alþjóðanema. Meðhöndlun háskólans og útlendingastofnununar á dvalarleyfisumsóknum eru því ekki háskólanum eingöngu til háborinnar skammar, heldur hefur það einnig bein neikvæð áhrif á gæði háskólans. Gildi háskólans halda því fram að jafnrétti sé leiðarljós í starfi skólans og að háskólinn stuðli að skapandi þekkingarleit, víðsýni og framsækni. Með því að fella námsinntöku margra alþjóðanema úr gildi er Háskóli Íslands að svíkja sín eigin gildi. Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, krefst þess að stjórnendur Háskóla Íslands taki ábyrgð á vegum háskólasamfélagsins og finna lausnir á þessu alvarlega vandamáli alþjóðanema. Styrmir er fulltrúi meistaranema í stjórn Röskvu og Abdullah er alþjóðafulltrúi Röskvu.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun