Körfubolti

„Heiður að spila gegn einum besta leik­manni heims“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Axel var haltur í gær en stefnir á að spila af fullum krafti í dag.
Jón Axel var haltur í gær en stefnir á að spila af fullum krafti í dag. vísir/hulda margrét

„Nóttin var virkilega erfið og menn voru andvaka til fjögur eða fimm. Svo vakna menn ferskir í morgunmat og þá er kominn tími til að gleyma,“ segir Jón Axel Guðmundsson landsliðsmaður nokkuð sár daginn eftir tapið gegn Póllandi.

„Við töluðum um það sem gerðist og jafnvel hlógum að því. Svo fórum við að tala um hvað við ætlum að gera gegn Slóveníu.“

Klippa: Jón Axel spenntur fyrir að mæta Doncic

Strákarnir eru staðráðnir í að þjappa sér saman fyrir leik dagsins.

„Þetta er svipað og eftir tapið gegn Belgíu. Við sýndum þá að við erum sterkir í hausnum og ætlum okkur að ná í okkar fyrsta sigur. Mér finnst við hafa sýnt að við eigum heima hérna. Hvort sem við verðum fimm á móti átta aftur eða annað mótlæti þá ætlum við að sigrast á því,“ sagði Jón Axel beittur en hann var haltrandi í gær. Það á samt ekki að stöðva hann frá því að spila.

„Framhaldið lítur vel út. Ég fæ meðferð í dag og svo klár í slaginn. Það verður mikill heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims. Við gerum hvað sem við getum til að pirra hann og vinna leikinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×