Geti reynst ógn við öryggi allra barna Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 21:00 „Ég hef ekki séð svona áður og mér finnst þetta svolítið svakalegt, “ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins. Landsréttur felldi þann 19. ágúst síðastliðinn úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem heimilaði lögreglunni að rannsaka innihald síma og tölvu í eigu mannsins. Í málsvörn sinni vísaði hann til þess að á tækjunum væri að finna viðkvæm gögn sem tengdust tilteknum stjórnmálaflokki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi nauðsynlegt að rannsaka raftækin til að skoða hvort eitthvað í þeim varði rannsókn málsins og hvort þau innihéldu barnaníðsefni. Í höfnun sinni vísaði Landsréttur til þess að slík brot væru ekki til rannsóknar í málinu. Þá hafi lögregla ekki útskýrt hvernig síminn og tölvan tengdust meintu broti mannsins. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir niðurstöðuna koma sér á óvart. Vísir/Vilhelm Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við RÚV að úrskurðurinn hafi komið sér verulega á óvart og að hagsmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, tekur undir þetta. „Ég verð að segja það að þegar lögreglan kemur fram og segir þetta þá er það nú ansi skýrt af því að hún er yfirleitt ekki að ræða svona mál í fjölmiðlum eða tjá sig um einstaka dóma.“ „Ef dómurinn stendur svona þá er sannarlega verið að taka hagsmuni einhvers konar leyndarhyggju fram yfir hagsmuni barnsins,“ bætir Drífa við. Algengt að raftæki grunaðra séu rannsökuð Bylgja Hrönn kveðst í samtali við RÚV ekki þekkja nein fordæmi þess að hagsmunir stjórnmálaflokks hafi verið teknir fram yfir hagsmuni barns. Í ljósi úrskurðar Landsréttar hafi lögreglan þurft að hætta rannsókn kynferðisbrotamálsins. Algengt sé að raftæki grunaðra séu rannsökuð í álíka málum. Drífa telur ástæðu til að skoða með heildstæðum hætti hvort Landsréttur sé íhaldssamari en héraðsdómstólar þegar kemur að kynferðisbrotamálum og vísar til þess að Landsréttur hafi ítrekað snúið við úrskurði lægra dómstigs. Þetta tiltekna mál sé sérstakt og niðurstaða Landsréttar komi henni á óvart. „Ég hef ekki séð svona áður og mér finnst þetta svolítið svakalegt.“ Gangi gegn siðferðiskennd fólks Drífa segir það mjög alvarlegt að þetta leiði til þess að lögregla hætti rannsókn þessa tiltekna máls. „Ef þetta fær að standa þá getur bara hver sem er sem lendir í rannsókn borið þetta fyrir sig og það er komið fordæmi ef þetta fær að standa. Ætlum við að hafa það þannig? Þá erum ekki bara að tala um hugsanlega ógn við öryggi þessa barns heldur þá erum við að ógna öryggi allra barna.“ „Ég hélt að við værum orðin sammála um það að við ætluðum að láta hagsmuni barna og öryggi þeirra ganga fyrir. Það er ekki gert þarna, það eru teknir aðrir hagsmunir teknir fram fyrir augljóslega. Ég held að það brjóti ekki bara í bága við siðferðiskennd okkar heldur bara það sem við vitum og þekkjum í dag um mikilvægi þess að kerfið verndi og tryggi öryggi barna.“ Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20. ágúst 2025 11:41 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Landsréttur felldi þann 19. ágúst síðastliðinn úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem heimilaði lögreglunni að rannsaka innihald síma og tölvu í eigu mannsins. Í málsvörn sinni vísaði hann til þess að á tækjunum væri að finna viðkvæm gögn sem tengdust tilteknum stjórnmálaflokki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi nauðsynlegt að rannsaka raftækin til að skoða hvort eitthvað í þeim varði rannsókn málsins og hvort þau innihéldu barnaníðsefni. Í höfnun sinni vísaði Landsréttur til þess að slík brot væru ekki til rannsóknar í málinu. Þá hafi lögregla ekki útskýrt hvernig síminn og tölvan tengdust meintu broti mannsins. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir niðurstöðuna koma sér á óvart. Vísir/Vilhelm Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við RÚV að úrskurðurinn hafi komið sér verulega á óvart og að hagsmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, tekur undir þetta. „Ég verð að segja það að þegar lögreglan kemur fram og segir þetta þá er það nú ansi skýrt af því að hún er yfirleitt ekki að ræða svona mál í fjölmiðlum eða tjá sig um einstaka dóma.“ „Ef dómurinn stendur svona þá er sannarlega verið að taka hagsmuni einhvers konar leyndarhyggju fram yfir hagsmuni barnsins,“ bætir Drífa við. Algengt að raftæki grunaðra séu rannsökuð Bylgja Hrönn kveðst í samtali við RÚV ekki þekkja nein fordæmi þess að hagsmunir stjórnmálaflokks hafi verið teknir fram yfir hagsmuni barns. Í ljósi úrskurðar Landsréttar hafi lögreglan þurft að hætta rannsókn kynferðisbrotamálsins. Algengt sé að raftæki grunaðra séu rannsökuð í álíka málum. Drífa telur ástæðu til að skoða með heildstæðum hætti hvort Landsréttur sé íhaldssamari en héraðsdómstólar þegar kemur að kynferðisbrotamálum og vísar til þess að Landsréttur hafi ítrekað snúið við úrskurði lægra dómstigs. Þetta tiltekna mál sé sérstakt og niðurstaða Landsréttar komi henni á óvart. „Ég hef ekki séð svona áður og mér finnst þetta svolítið svakalegt.“ Gangi gegn siðferðiskennd fólks Drífa segir það mjög alvarlegt að þetta leiði til þess að lögregla hætti rannsókn þessa tiltekna máls. „Ef þetta fær að standa þá getur bara hver sem er sem lendir í rannsókn borið þetta fyrir sig og það er komið fordæmi ef þetta fær að standa. Ætlum við að hafa það þannig? Þá erum ekki bara að tala um hugsanlega ógn við öryggi þessa barns heldur þá erum við að ógna öryggi allra barna.“ „Ég hélt að við værum orðin sammála um það að við ætluðum að láta hagsmuni barna og öryggi þeirra ganga fyrir. Það er ekki gert þarna, það eru teknir aðrir hagsmunir teknir fram fyrir augljóslega. Ég held að það brjóti ekki bara í bága við siðferðiskennd okkar heldur bara það sem við vitum og þekkjum í dag um mikilvægi þess að kerfið verndi og tryggi öryggi barna.“
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20. ágúst 2025 11:41 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20. ágúst 2025 11:41
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent