Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 21:15 Þyrla Landhelgisgæslunnar mun flytja skipverjann á sjúkrahús. Vísir/Vilhelm Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar bíður eftir því að rússneskt fiskiskip með veikan skipverja færi sig nær landinu. Tilkynning barst fyrst um veikindin í morgun en skipið var þá staðsett djúpt norðaustur af landinu. „Skipið var töluvert frá landi og óskaði eftir aðstoð en engu að síður næst Íslandi. Það var ákveðið að skipið myndi snúa við á sinni ferð og sigla inn í íslensku efnahagslögsöguna,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Um sé að ræða bráð veikindi sem kalli á að skipverjanum sé komið sem fyrst á sjúkrahús. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um sjöleytið í kvöld og flaug fyrst á gistiheimili á Þórshöfn. Þar mun áhöfnin gista og bíða eftir því að skipverjar komi nógu nálægt landi. Gert er ráð fyrir því að þyrlusveitin leggi af stað snemma í fyrramálið eða í nótt og sæki veika skipverjann. Óvanaleg aðgerð „Þetta er töluvert flækjustig í ljósi þess að skipið er svona langt frá landi og það þarf þá að bíða eftir því að það sigli inn í íslenska efnahagslögsögu og komi síðan inn í dragi þyrlunnar,“ segir Ásgeir. Hann á von á því að aðgerðin klárist um fimmleytið í fyrramálið þegar þyrlusveitin leggi af stað frá Þórshöfn. Ásgeir segir þetta að mörgu leyti frekar óvanalegt þar sem það sé sjaldan sem aðgerðir þyrlusveitarinnar fari fram í tveimur lotum líkt og nú. „En af því að skipið er á þannig stað þá er þetta heppilegasta leiðin til að koma viðkomandi sem fyrst undir læknishendur.“ Landhelgisgæslan Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Skipið var töluvert frá landi og óskaði eftir aðstoð en engu að síður næst Íslandi. Það var ákveðið að skipið myndi snúa við á sinni ferð og sigla inn í íslensku efnahagslögsöguna,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Um sé að ræða bráð veikindi sem kalli á að skipverjanum sé komið sem fyrst á sjúkrahús. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um sjöleytið í kvöld og flaug fyrst á gistiheimili á Þórshöfn. Þar mun áhöfnin gista og bíða eftir því að skipverjar komi nógu nálægt landi. Gert er ráð fyrir því að þyrlusveitin leggi af stað snemma í fyrramálið eða í nótt og sæki veika skipverjann. Óvanaleg aðgerð „Þetta er töluvert flækjustig í ljósi þess að skipið er svona langt frá landi og það þarf þá að bíða eftir því að það sigli inn í íslenska efnahagslögsögu og komi síðan inn í dragi þyrlunnar,“ segir Ásgeir. Hann á von á því að aðgerðin klárist um fimmleytið í fyrramálið þegar þyrlusveitin leggi af stað frá Þórshöfn. Ásgeir segir þetta að mörgu leyti frekar óvanalegt þar sem það sé sjaldan sem aðgerðir þyrlusveitarinnar fari fram í tveimur lotum líkt og nú. „En af því að skipið er á þannig stað þá er þetta heppilegasta leiðin til að koma viðkomandi sem fyrst undir læknishendur.“
Landhelgisgæslan Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?