Balta bregst bogalistin Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2025 07:00 King & Conqueror segir frá Vilhjálmi sigursæla og Haraldi Guðinasyni sem börðust um ensku krúnuna um miðbik 11. aldar. BBC Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. Um er að ræða átta þátta seríuna King & Conqueror sem fjallar um eina stærstu umbrotatíma í sögu Englands, aðdragandann að orrustunni við Hastings árið 1066 þar sem Vilhjálmur sigursæli og Harald Guðinason mættust. Vilhjálmur og Haraldur mættust í orrustunni við Hastings sem stóð yfir í níu klukkustundir þar til annar þeirra féll. Daninn Nikolaj Coster-Waldau, sem áhorfendur þekkja sem Jamie Lannister úr Game of Thrones, fer með hlutverk Vilhjálms, hertoga af Normandí, meðan Bretinn James Norton, sem hefur leikið í Little Women, Happy Valley og Rush, leikur engilsaxneska jarlinn Harald Guðinason af Wessex. Baltasar Kormákur er einn af yfirframleiðendum seríunnar og jafnframt leikstjóri fyrsta þáttarins. Fjöldi framleiðslufyrirtækja kemur að gerð þáttanna, þar á meðal BBC, CBS og RVK Studios, en þættirnir voru teknir upp hérlendis í Heiðmörk og í kvikmyndaverinu í Gufunesi. Höfundur þáttanna er Michael Robert Johnson, sem hefur skrifað handrit kvikmyndanna Sherlock Holmes og Pompeii, en aðrir handritshöfundar eru Sam Hoare, Rachel Kilfeather og hinn íslenski Davíð Már Stefánsson, sem hefur áður skrifað handrit Kötlu og þætti í þriðju seríu Ófærðar. Auk Baltasars sjá Bálint Szentgyörgyi, Nikolaj Coster-Waldau og Erik Leijonborg um leikstjórn. Bretar hafa verið heldur neikvæðir í garð þáttanna hingað til, sérstaklega hvað varðar sögulega ónákvæmni þeirra (farið er yfir það í Historia Magazine). Ég leiddi það tal hjá mér, skáldaleyfi er nauðsynlegt við svona þáttagerð og var nokkuð spenntur fyrir Konunginum og sigurvegaranum (sem er þýdd sem Sigurvegarinn á Sjónvarpi Símans). Loksins friður eftir logandi átök... eða hvað? Í upphafi skal endinn skoða og King & Conqueror hefst á svarthvítum bardagasenum úr orrustunni við Hastings 14. október 1066, þar sem við sjáum Vilhjálm og Harald í fullum herskrúða. Þeir kalla nafn hvor annars og reiða báðir til höggs... síðan er spólað rúm tuttugu ár aftur í tímann. Árið er 1042 og voldugustu jarlsdæmi Englands, Wessex, Mersía og Norðymbraland, hafa sæst eftir áralangar deilur með krýningu nýs konungs, Játvarðs góða, sem Eddie Marsan leikur skemmtilega sem væskilslegan trúarnöttara. Nikolaj Coster-Wadau leikur Vilhjálm með góðan brúsk og myndarlega mottu. Öðrum megin við Ermarsundið er Vilhjálmur jarl af Normandí, sem er uppnefndur bastarður, með sitt myndarlega yfirvaraskegg og eiginkonuna Matthildi af Flæmingjalandi, sem hin franska Clémence Poésy leikur. Vilhjálmi er boðið í krýningu Játvarðar þar sem þeir eru þremenningar og ákveður hann að skella sér þrátt fyrir að nenna því lítið. Hinum megin við sundið er Haraldur Guðinason (íslenska útgáfan af Godwin) af Wessex sem er mágur konungsins tilvonandi gegnum systur sína, Gunnhildi drottningu, sem hálfíslenska ungstirnið Bo Bragason leikur. Wessex-fjölskyldan er þannig að gifta sig inn í konungsdæmið. Haraldur II var síðasti engilsaxneski konungur Englands. Án þess að spilla of miklu þá dugar friðurinn skammt þegar sýður upp úr milli fjölskyldna við krýningu Játvarðar, gamlar syndir koma upp á yfirborðið og ýmis launráð brugguð. Vilhjálmur og Haraldur lenda í miðri hringiðunni og er sótt að þeim úr ólíkum áttum. Þeir verða fyrst um sinn bandamenn en ásælast hins vegar báðir krúnuna. Þá er ljóst að annar verður að gefa undan en spurningin er hvor það verður. Þetta kann að hljóma eins og uppskrift að æsispennandi þáttum en raunin er önnur. Spennuskortur, erfið mæðgin og haugur af Íslendingum Stóra vandamálið við King & Conqueror er að það tekst ekki að vekja nægilega spennu eða áhuga. Fyrsti þátturinn (og annar þáttur eiginlega líka) fer í að kynna ýmsar persónur til leiks áður en atburðarásinni er hrint af stað. Vilhjálmur varð einnig konungur og nokkuð áhrifamikill sem slíkur. Flakkað er milli persóna sem ræða saman um stöðu mála, hvað geti gerst og hvað þurfi að gera. Slíkt frásagnarflakk virkaði vel í Game of Thrones, sem höfðu auðvitað ómæld áhrif á fantasíu- og períóduþáttagerð, þar sem hver þráður var spennandi en hérna þarf maður að hafa sig allan við. Textinn er á köflum klisjukenndur svo samtölin verða stíf og persónur ósannfærandi. Leikararnir eru misgóðir og fá líka úr mismiklu að moða. Coster-Waldau er ansi góður sem Vilhjálmur og fangar þversagnir karaktersins, metnaðinn og miskunnarleysið, sjálfsöryggið og bælinguna. Norton er skítsæmilegur sem Haraldur sem er mjög ljós hetja og því ekki alveg eins skemmtilegur og hinn. Beecham (t.v.) leikur Edith meðan Poésy leikur Matthildi af Flæmingjalandi. Eiginkonur mannanna tveggja, leiknar af Clemence Poécy og Emily Beecham, eru sannfærandi og fá meira að gera en 11. aldar hliðstæður þeirra, ímyndar maður sér. Mæðginin Emma af Normandí, sem Juliette Stevenson leikur, og Játvarður konungur eru eitt það besta við seríuna. Stevenson er frábær sem matríarkinn sem svífst einskis meðan Marsan fangar furðuleika Játvarðar vel. Inn í þá dýnamík bætist svo drottningin Gunnhildur af Wessex sem eldar grátt silfur við Emmu og reynir að hafa áhrif á mann sinn. Hin hálfíslenska Bo Bragason stendur sig vel þar og verður gaman að sjá næstu skref hennar. Emma og Játvarður eru einu persónurnar sem alvöru fútt er í. Hér verður auðvitað að minnast á alla íslensku leikarana sem koma við sögu. Flestir eru þeir í smáhlutverkum: Björgvin Frans, Sveinn Geirsson og Valdimar Örn Flygenring birtast sem barónar, Ebba Katrín er umlandi fangi og Haraldur Ari stoppar stutt við. Aðrir fá nokkrar línur: Vigdís Hrefna Pálsdóttir sem ráðgjafi Matthildar og Þorsteinn Bachmann sem annar barón til. Unnsteinn Manúel birtist óvænt á skjánum og það með nokkuð stóra rullu sem skósveinn Hinriks Frakklandskonungs. Þá leikur Ingvar E. Sigurðsson nánasta ráðgjafa Vilhjálms og sleppur ágætlega frá því. Heilt yfir finnst manni íslensku leikararnir standa sig ágætlega, Sveinn Ólafur Gunnarsson á hins vegar eina hræðilega línu sem Haraldur Harðráði. Forvitnilegt væri að vita hvernig útlendingar upplifa íslensku leikarana - sérstaklega hreimana sem eru dálítið út um allt, sem á við um seríuna í heild. Heimur sem skreppur saman Annað sem dregur verulega úr upplifuninni og tekur mann út úr áhorfinu er að þættirnir virka ódýrir hvað varðar leikmynd, brellugerð og heildarútlit. Þetta er sérstaklega leiðinlegt í ljósi þess að þættirnir eru teknir upp og framleiddir hér á landi og komu mörg hundruð Íslendingar að gerð þeirra. James Norton ætlaði upphaflega að leika Vilhjálm en þurfti að sætta sig við Harald. Tvennt spilar sérstaklega inn í þessa upplifun. Í fyrsta lagi er notast við natúralíska nálgun við lýsingu og kvikmyndatöku þannig að senur í dagsbirtu eiga það til að verða of upplýstar meðan kvöldsenur eru alltof dimmar. Ein sena í fyrsta þættinum er til dæmis algjörlega myrk og senur innandyra eru almennt frekar rökkvaðar. Í öðru lagi fara þættirnir fram að stórum hluta innandyra, í kastölum, tréhíbýlum eða tjöldum, án þess að maður fái nógu sterka tilfinningu fyrir umhverfinu. Hoppað er milli myrkra rýma með þröngum skotum þannig heimur þáttanna skreppur saman að stærð. Baltasar Kormákur lýsti því yfir í desember 2023 að hann vildi byggja þorp og virkisveggi í Heiðmörk. Það kom aldrei skýrt fram hvort þær áætlanir fóru fram eins og lagt var upp með. En þegar það koma skot af virkisveggjum eða tjaldbúðum virka tæknibrellurnar ódýrar og leikmyndin gervileg. Inn á milli koma kærkomin náttúruskot, yfirleitt af frábæru íslensku landslagi, sem stækka heiminn af því þá upplifir maður að persónurnar tilheyri einhverjum heimi en séu ekki bara leikarar í moldugum miðaldagöllum. Af öðrum Íslendingum sem unnu við þættina fannst mér búningar Margrétar Einarsdóttur góðir, tónlist Högna Egilssonar hæfa efninu vel og kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson luma á ýmsum góðum römmum. Væri ég ekki að skrifa um þessa þætti hefði ég sennilega ekki nennt að horfa áfram eftir fyrsta þátt. Konan mín gafst upp þá meðan ég horfði áfram. Þó þættirnir nái aldrei flugi má segja að þeir fari á betra skrið um miðbik seríu. En eins og skáldið sagði: too little, too late. Niðurstaða: King & Conqueror eru því miður heldur óspennandi períóduþættir um eina mestu ólgutíma í sögu Englands. Grunnar persónur ná ekki að hrífa áhorfendur með stirðum samtölum og flakk milli persóna dreifir úr fókusnum frekar en að búa til margradda frásögn. Leikararnir standa sig misvel, Nikolaj Coster-Waldau ber af sem hinn þversagnakenndi Vilhjálmur meðan James Norton er bara fínn sem Haraldur. Ýmsir íslenskir leikarar skjóta upp kollinum í litlum hlutverkum sem er yfirleitt gaman að sjá. Lýsing, leikmynd og tæknibrellum er ábótavant sem gefur þáttunum ódýran brag og dregur úr upplifuninni. Einhæfni í staðarvali gerir líka að verkum að maður fær ekki næga tilfinningu fyrir umhverfinu og heimur þáttanna skreppur saman. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Bretland Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Fólk verður ástfangið, skapar fjölskyldu og eignast þrjú börn. Síðan hættir það að verða ástfangið og skilur. En hvað gerist svo? Lífið gengur sinn vanagang, börnin halda áfram að vaxa og þeir fullorðnu verða að venjast nýjum raunveruleika. 21. ágúst 2025 07:02 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. 17. janúar 2025 07:30 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Um er að ræða átta þátta seríuna King & Conqueror sem fjallar um eina stærstu umbrotatíma í sögu Englands, aðdragandann að orrustunni við Hastings árið 1066 þar sem Vilhjálmur sigursæli og Harald Guðinason mættust. Vilhjálmur og Haraldur mættust í orrustunni við Hastings sem stóð yfir í níu klukkustundir þar til annar þeirra féll. Daninn Nikolaj Coster-Waldau, sem áhorfendur þekkja sem Jamie Lannister úr Game of Thrones, fer með hlutverk Vilhjálms, hertoga af Normandí, meðan Bretinn James Norton, sem hefur leikið í Little Women, Happy Valley og Rush, leikur engilsaxneska jarlinn Harald Guðinason af Wessex. Baltasar Kormákur er einn af yfirframleiðendum seríunnar og jafnframt leikstjóri fyrsta þáttarins. Fjöldi framleiðslufyrirtækja kemur að gerð þáttanna, þar á meðal BBC, CBS og RVK Studios, en þættirnir voru teknir upp hérlendis í Heiðmörk og í kvikmyndaverinu í Gufunesi. Höfundur þáttanna er Michael Robert Johnson, sem hefur skrifað handrit kvikmyndanna Sherlock Holmes og Pompeii, en aðrir handritshöfundar eru Sam Hoare, Rachel Kilfeather og hinn íslenski Davíð Már Stefánsson, sem hefur áður skrifað handrit Kötlu og þætti í þriðju seríu Ófærðar. Auk Baltasars sjá Bálint Szentgyörgyi, Nikolaj Coster-Waldau og Erik Leijonborg um leikstjórn. Bretar hafa verið heldur neikvæðir í garð þáttanna hingað til, sérstaklega hvað varðar sögulega ónákvæmni þeirra (farið er yfir það í Historia Magazine). Ég leiddi það tal hjá mér, skáldaleyfi er nauðsynlegt við svona þáttagerð og var nokkuð spenntur fyrir Konunginum og sigurvegaranum (sem er þýdd sem Sigurvegarinn á Sjónvarpi Símans). Loksins friður eftir logandi átök... eða hvað? Í upphafi skal endinn skoða og King & Conqueror hefst á svarthvítum bardagasenum úr orrustunni við Hastings 14. október 1066, þar sem við sjáum Vilhjálm og Harald í fullum herskrúða. Þeir kalla nafn hvor annars og reiða báðir til höggs... síðan er spólað rúm tuttugu ár aftur í tímann. Árið er 1042 og voldugustu jarlsdæmi Englands, Wessex, Mersía og Norðymbraland, hafa sæst eftir áralangar deilur með krýningu nýs konungs, Játvarðs góða, sem Eddie Marsan leikur skemmtilega sem væskilslegan trúarnöttara. Nikolaj Coster-Wadau leikur Vilhjálm með góðan brúsk og myndarlega mottu. Öðrum megin við Ermarsundið er Vilhjálmur jarl af Normandí, sem er uppnefndur bastarður, með sitt myndarlega yfirvaraskegg og eiginkonuna Matthildi af Flæmingjalandi, sem hin franska Clémence Poésy leikur. Vilhjálmi er boðið í krýningu Játvarðar þar sem þeir eru þremenningar og ákveður hann að skella sér þrátt fyrir að nenna því lítið. Hinum megin við sundið er Haraldur Guðinason (íslenska útgáfan af Godwin) af Wessex sem er mágur konungsins tilvonandi gegnum systur sína, Gunnhildi drottningu, sem hálfíslenska ungstirnið Bo Bragason leikur. Wessex-fjölskyldan er þannig að gifta sig inn í konungsdæmið. Haraldur II var síðasti engilsaxneski konungur Englands. Án þess að spilla of miklu þá dugar friðurinn skammt þegar sýður upp úr milli fjölskyldna við krýningu Játvarðar, gamlar syndir koma upp á yfirborðið og ýmis launráð brugguð. Vilhjálmur og Haraldur lenda í miðri hringiðunni og er sótt að þeim úr ólíkum áttum. Þeir verða fyrst um sinn bandamenn en ásælast hins vegar báðir krúnuna. Þá er ljóst að annar verður að gefa undan en spurningin er hvor það verður. Þetta kann að hljóma eins og uppskrift að æsispennandi þáttum en raunin er önnur. Spennuskortur, erfið mæðgin og haugur af Íslendingum Stóra vandamálið við King & Conqueror er að það tekst ekki að vekja nægilega spennu eða áhuga. Fyrsti þátturinn (og annar þáttur eiginlega líka) fer í að kynna ýmsar persónur til leiks áður en atburðarásinni er hrint af stað. Vilhjálmur varð einnig konungur og nokkuð áhrifamikill sem slíkur. Flakkað er milli persóna sem ræða saman um stöðu mála, hvað geti gerst og hvað þurfi að gera. Slíkt frásagnarflakk virkaði vel í Game of Thrones, sem höfðu auðvitað ómæld áhrif á fantasíu- og períóduþáttagerð, þar sem hver þráður var spennandi en hérna þarf maður að hafa sig allan við. Textinn er á köflum klisjukenndur svo samtölin verða stíf og persónur ósannfærandi. Leikararnir eru misgóðir og fá líka úr mismiklu að moða. Coster-Waldau er ansi góður sem Vilhjálmur og fangar þversagnir karaktersins, metnaðinn og miskunnarleysið, sjálfsöryggið og bælinguna. Norton er skítsæmilegur sem Haraldur sem er mjög ljós hetja og því ekki alveg eins skemmtilegur og hinn. Beecham (t.v.) leikur Edith meðan Poésy leikur Matthildi af Flæmingjalandi. Eiginkonur mannanna tveggja, leiknar af Clemence Poécy og Emily Beecham, eru sannfærandi og fá meira að gera en 11. aldar hliðstæður þeirra, ímyndar maður sér. Mæðginin Emma af Normandí, sem Juliette Stevenson leikur, og Játvarður konungur eru eitt það besta við seríuna. Stevenson er frábær sem matríarkinn sem svífst einskis meðan Marsan fangar furðuleika Játvarðar vel. Inn í þá dýnamík bætist svo drottningin Gunnhildur af Wessex sem eldar grátt silfur við Emmu og reynir að hafa áhrif á mann sinn. Hin hálfíslenska Bo Bragason stendur sig vel þar og verður gaman að sjá næstu skref hennar. Emma og Játvarður eru einu persónurnar sem alvöru fútt er í. Hér verður auðvitað að minnast á alla íslensku leikarana sem koma við sögu. Flestir eru þeir í smáhlutverkum: Björgvin Frans, Sveinn Geirsson og Valdimar Örn Flygenring birtast sem barónar, Ebba Katrín er umlandi fangi og Haraldur Ari stoppar stutt við. Aðrir fá nokkrar línur: Vigdís Hrefna Pálsdóttir sem ráðgjafi Matthildar og Þorsteinn Bachmann sem annar barón til. Unnsteinn Manúel birtist óvænt á skjánum og það með nokkuð stóra rullu sem skósveinn Hinriks Frakklandskonungs. Þá leikur Ingvar E. Sigurðsson nánasta ráðgjafa Vilhjálms og sleppur ágætlega frá því. Heilt yfir finnst manni íslensku leikararnir standa sig ágætlega, Sveinn Ólafur Gunnarsson á hins vegar eina hræðilega línu sem Haraldur Harðráði. Forvitnilegt væri að vita hvernig útlendingar upplifa íslensku leikarana - sérstaklega hreimana sem eru dálítið út um allt, sem á við um seríuna í heild. Heimur sem skreppur saman Annað sem dregur verulega úr upplifuninni og tekur mann út úr áhorfinu er að þættirnir virka ódýrir hvað varðar leikmynd, brellugerð og heildarútlit. Þetta er sérstaklega leiðinlegt í ljósi þess að þættirnir eru teknir upp og framleiddir hér á landi og komu mörg hundruð Íslendingar að gerð þeirra. James Norton ætlaði upphaflega að leika Vilhjálm en þurfti að sætta sig við Harald. Tvennt spilar sérstaklega inn í þessa upplifun. Í fyrsta lagi er notast við natúralíska nálgun við lýsingu og kvikmyndatöku þannig að senur í dagsbirtu eiga það til að verða of upplýstar meðan kvöldsenur eru alltof dimmar. Ein sena í fyrsta þættinum er til dæmis algjörlega myrk og senur innandyra eru almennt frekar rökkvaðar. Í öðru lagi fara þættirnir fram að stórum hluta innandyra, í kastölum, tréhíbýlum eða tjöldum, án þess að maður fái nógu sterka tilfinningu fyrir umhverfinu. Hoppað er milli myrkra rýma með þröngum skotum þannig heimur þáttanna skreppur saman að stærð. Baltasar Kormákur lýsti því yfir í desember 2023 að hann vildi byggja þorp og virkisveggi í Heiðmörk. Það kom aldrei skýrt fram hvort þær áætlanir fóru fram eins og lagt var upp með. En þegar það koma skot af virkisveggjum eða tjaldbúðum virka tæknibrellurnar ódýrar og leikmyndin gervileg. Inn á milli koma kærkomin náttúruskot, yfirleitt af frábæru íslensku landslagi, sem stækka heiminn af því þá upplifir maður að persónurnar tilheyri einhverjum heimi en séu ekki bara leikarar í moldugum miðaldagöllum. Af öðrum Íslendingum sem unnu við þættina fannst mér búningar Margrétar Einarsdóttur góðir, tónlist Högna Egilssonar hæfa efninu vel og kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson luma á ýmsum góðum römmum. Væri ég ekki að skrifa um þessa þætti hefði ég sennilega ekki nennt að horfa áfram eftir fyrsta þátt. Konan mín gafst upp þá meðan ég horfði áfram. Þó þættirnir nái aldrei flugi má segja að þeir fari á betra skrið um miðbik seríu. En eins og skáldið sagði: too little, too late. Niðurstaða: King & Conqueror eru því miður heldur óspennandi períóduþættir um eina mestu ólgutíma í sögu Englands. Grunnar persónur ná ekki að hrífa áhorfendur með stirðum samtölum og flakk milli persóna dreifir úr fókusnum frekar en að búa til margradda frásögn. Leikararnir standa sig misvel, Nikolaj Coster-Waldau ber af sem hinn þversagnakenndi Vilhjálmur meðan James Norton er bara fínn sem Haraldur. Ýmsir íslenskir leikarar skjóta upp kollinum í litlum hlutverkum sem er yfirleitt gaman að sjá. Lýsing, leikmynd og tæknibrellum er ábótavant sem gefur þáttunum ódýran brag og dregur úr upplifuninni. Einhæfni í staðarvali gerir líka að verkum að maður fær ekki næga tilfinningu fyrir umhverfinu og heimur þáttanna skreppur saman.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Bretland Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Fólk verður ástfangið, skapar fjölskyldu og eignast þrjú börn. Síðan hættir það að verða ástfangið og skilur. En hvað gerist svo? Lífið gengur sinn vanagang, börnin halda áfram að vaxa og þeir fullorðnu verða að venjast nýjum raunveruleika. 21. ágúst 2025 07:02 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. 17. janúar 2025 07:30 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Fólk verður ástfangið, skapar fjölskyldu og eignast þrjú börn. Síðan hættir það að verða ástfangið og skilur. En hvað gerist svo? Lífið gengur sinn vanagang, börnin halda áfram að vaxa og þeir fullorðnu verða að venjast nýjum raunveruleika. 21. ágúst 2025 07:02
Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01
Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. 17. janúar 2025 07:30