Körfubolti

EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við

Sindri Sverrisson skrifar
Tommi Steindórs mætti hress og kátur í EM í dag. Í þröngum bol. Eins og fleiri.
Tommi Steindórs mætti hress og kátur í EM í dag. Í þröngum bol. Eins og fleiri.

EM í dag var í fyrsta skipti í beinni í dag og það frá stuðningsmannasvæðinu fyrir utan Spodek-höllina.

Það er rúmlega þrjátíu stiga hiti í Katowice í dag og þar af leiðandi eru margir að reyna að vera í skugga í dag.

Okkar menn í EM í dag ákváðu aftur á móti að svitna í sólinni og hafa gaman.

Tómas Steindórsson kíkti svo í heimsókn, ekki kannski á hárréttum tíma en með gleði og bjartsýni í farteskinu.

Útsendingunni er nú lokið en þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×