„Var loksins ég sjálfur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2025 17:25 Martin Hermannsson reynir skot á körfuna en til varnar er ofurstjarnan Luka Doncic. vísir/hulda margrét Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. „Tilfinningin er bara sú sama og eftir síðustu leiki. Þetta er ógeðslega fúlt. Svekkelsi. Maður leggur líf og sál í þetta en þetta eru bara smáatriði. Sem keppnismaður er alltaf ógeðslega erfitt að tapa,“ sagði Martin við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Katowice. Klippa: Viðtal við Martin eftir tapið fyrir Slóveníu „Það er margt sem maður getur sagt og farið yfir en ég er líka stoltur af okkur að vera komnir á stórmót, á svið sem við erum ekki vanir að vera á og erum alltaf í leik og látum ekki vaða yfir okkur sem hefur verið gegnumgangandi hjá íslenskri körfuboltaþjóð í gegnum tíðina. Við erum að spila á móti þremur sterkustu þjóðum Evrópu og erum í bullandi séns.“ Ekki stóð á svari er hann var spurður hvað hefur vantað upp á hjá íslenska liðinu á EM. „Reynsluleysi. Ef við værum að spila á hverju einasta EM væri þetta öðruvísi. Þetta eru leikmenn sem eru hérna ár eftir ár eftir ár og kunna að vera hérna og stilla sig. Ég er búinn að spila á hæsta getustigi í Evrópu í 7-8 ár en þetta er samt nýtt fyrir mér. Það sást kannski best í dag að ég er aðeins búinn að stilla mig af. Ég var loksins ég sjálfur í dag. Þetta skrifast að mestu á reynsluleysi og svo væri fínt að hafa 2-3 leikmenn yfir tvo metra,“ sagði Martin sem skoraði 22 stig og gaf sex stoðsendingar. Hann segir að íslenska liðið sé komið langt og eigi fyllilega skilið að spila meðal þeirra bestu. „Ef við gætum sett saman frammistöðu úr þessum fyrstu fjórum leikjum værum við með sigur. Í dag voru við frábærir í sókn, gegn Póllandi vorum við frábærir í vörn en það vantaði aðeins upp á það í dag. Þetta skrifast bara á reynsluleysi. Við erum orðnir ógeðslega góðir í körfubolta. Ég held að fólk verði að átta sig á því. Við erum mættir á stórmót og það eru allir brjálaðir að við séum ekki að vinna,“ sagði Martin sem hefur spilað á öllum þremur Evrópumótum sem Ísland hefur tekið þátt á. „Á mótunum 2015 og 2017 fengum við medalíu. Við erum orðnir góðir í körfubolta og ég held að fólk verði aðeins að átta sig á því. Miðað við þessa blessuðu höfðatölu, hvað við erum fá og með marga leikmenn eru að spila í íslensku deildinni. Það sýnir hvað hún er sterk og leikmennirnir eru að verða betri og við erum með fullt af töffurum í þessu liði.“ Horfa má á viðtalið við Martin í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
„Tilfinningin er bara sú sama og eftir síðustu leiki. Þetta er ógeðslega fúlt. Svekkelsi. Maður leggur líf og sál í þetta en þetta eru bara smáatriði. Sem keppnismaður er alltaf ógeðslega erfitt að tapa,“ sagði Martin við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Katowice. Klippa: Viðtal við Martin eftir tapið fyrir Slóveníu „Það er margt sem maður getur sagt og farið yfir en ég er líka stoltur af okkur að vera komnir á stórmót, á svið sem við erum ekki vanir að vera á og erum alltaf í leik og látum ekki vaða yfir okkur sem hefur verið gegnumgangandi hjá íslenskri körfuboltaþjóð í gegnum tíðina. Við erum að spila á móti þremur sterkustu þjóðum Evrópu og erum í bullandi séns.“ Ekki stóð á svari er hann var spurður hvað hefur vantað upp á hjá íslenska liðinu á EM. „Reynsluleysi. Ef við værum að spila á hverju einasta EM væri þetta öðruvísi. Þetta eru leikmenn sem eru hérna ár eftir ár eftir ár og kunna að vera hérna og stilla sig. Ég er búinn að spila á hæsta getustigi í Evrópu í 7-8 ár en þetta er samt nýtt fyrir mér. Það sást kannski best í dag að ég er aðeins búinn að stilla mig af. Ég var loksins ég sjálfur í dag. Þetta skrifast að mestu á reynsluleysi og svo væri fínt að hafa 2-3 leikmenn yfir tvo metra,“ sagði Martin sem skoraði 22 stig og gaf sex stoðsendingar. Hann segir að íslenska liðið sé komið langt og eigi fyllilega skilið að spila meðal þeirra bestu. „Ef við gætum sett saman frammistöðu úr þessum fyrstu fjórum leikjum værum við með sigur. Í dag voru við frábærir í sókn, gegn Póllandi vorum við frábærir í vörn en það vantaði aðeins upp á það í dag. Þetta skrifast bara á reynsluleysi. Við erum orðnir ógeðslega góðir í körfubolta. Ég held að fólk verði að átta sig á því. Við erum mættir á stórmót og það eru allir brjálaðir að við séum ekki að vinna,“ sagði Martin sem hefur spilað á öllum þremur Evrópumótum sem Ísland hefur tekið þátt á. „Á mótunum 2015 og 2017 fengum við medalíu. Við erum orðnir góðir í körfubolta og ég held að fólk verði aðeins að átta sig á því. Miðað við þessa blessuðu höfðatölu, hvað við erum fá og með marga leikmenn eru að spila í íslensku deildinni. Það sýnir hvað hún er sterk og leikmennirnir eru að verða betri og við erum með fullt af töffurum í þessu liði.“ Horfa má á viðtalið við Martin í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08