Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 16:00 Craig Pedersen einu sinni sem oftar ánægður með Ægi sem hefur spilað 83 landsleiki fyrir Kanadamanninn. Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, varð í gær aðeins fimmtándi körfuboltamaðurinn sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Ægir átti fínan leik alveg eins og í leik 99. Hann var með 9 stig og 5 stoðsendingar í leiknum em Ægir hitti úr fjórum af fimm skotum sínum. Hann var samanlagt með sextán stig og tíu stoðsendingar í landsleikjum 99 og 100. Hér fyrir neðan má sjá nokkra athyglisverða tölfræðipunkta um landsliðsferil Ægis til þessa. Vísir/Hulda Margrét Ægir og landsleikirnir hundrað 5108 - Ægir lék sinn fyrsta landsleik á móti Kína og úti í Kína 9. september 2011. Hann skoraði fjögur stig í fjórtán stiga tapi. Síðan eru liðnir 5108 dagar eða þrettán ár, ellefu mánuðir og 25 dagar. 470 - Ægir hefur alls skorað 470 stig í landsleikjunum hundrað eða 4,7 stig að meðaltali í leik. Hann er samanlagt með 47 þriggja stiga körfur. 83 - Leikir fyrir Craig Pedersen en hann spilaði þrettán fyrir Peter Öqvist og fjóra fyrir Pétur Má Sigurðsson. 70 - Ægir hefur spilað flesta landsleiki með Elvari Má Friðrikssyni en þeir hafa nú spilað sjötíu landsleiki saman. Hann hefur spilað 64 landsleiki með Tryggva Snæ Hlinasyni og 63 landsleiki með Martin Hermannssyni. 60 - Ægir hefur spilað flesta landsleiki sína í treyju númer þrjú eða sextíu af þeim. Hann hefur spilað tuttugu landsleiki í treyju númer þrettán, ellefu landsleiki í treyju númer 20, átta landsleiki í treyju númer tíu og einn landsleik í treyju númer tólf. 35 - Ægir hefur verið verið í byrjunarliðinu í tveimur síðustu leikjum Íslands á EM sem þýðir að hann hefur byrjað alls 35 landsleiki á ferlinum. Ægir var fyrst í byrjunarliðinu á móti Slóvakíu í ágúst 2012. Vísir/Hulda Margrét 34% - Ægir hefur verið í sigurliði í 34 af leikjunum 100 sem gerir 34 prósent sigurhlutfall. 32 - Ægir hefur verið fyrirliði landsliðsins í 32 leikjum en hann var fyrst fyrirliði landsliðsins í leik á móti Eistlandi í júlí 2021. Hann hefur síðan verið fyrirliði í öllum landsleiikjum sínum frá því í nóvember 2021. 29 - Aðeins 29 af þesssum hundrað landsleikjum hafa verið vináttulandleikir og hefur Ægir því spilað 71 keppnisleik fyrir íslenska landsliðið. 27 - Ægir hefur mest skorað 27 stig í einum leik en það var á móti San Marínó á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í maí 2013. Ægir hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. 21 - Ægir hefur spilað flesta landsleiki í einu húsi í Laugardalshöllinni eða alls 21 leik. 15. - Ægir er sá fimmtándi sem nær því að spila hundrað landsleiki fyrir Íslands. Næstur á undan honum var Jón Arnór Stefánsson í febrúar 2019. 14 - Þetta er fjórtánda landsliðsár Ægis, það hann hefur spilað landsleik á fjórtán árum. Hans fyrsta ár var 2011 og Ægir hefur spilað landsleik á öllum árum síðan þá nema árið 2014. 13 - Ægir hefur skorað tíu stiga eða meira í þrettán leikjum og alls sjö sinnum fimmtán stig eða meira. Hann hefur skorað fimm stig eða meira í fjörutíu landsleikjum. 9 - Ægir hefur spilað landsleiki sem leikmaður níu félaga en flesta þeirra sem leikmaður Stjörnunnar eða 32. Hann hefur einnig spilað landsleiki sem leikmaður Sundsvall (15), Fjölnis (13), Burgos (13), Penas Huesca (8), CB Lucentum Alicante 8), Gipuzkoa Basket (5), Newberry (4) og Tau Castelló (2). 8 - Ægir hefur mest gefið átta stoðsendingar í einum leik en því náði hann tvisvar. Fyrst á móti Andorrra 2015 og svo á móti Slóveníu 2020. Hann hefur einnig mest náð átta fráköstum í einum landsleik en það var á móti Kósovó 2020. 7 - Ægir hefur spilað flest landsleiki gegn Belgum eða sjö. Hann hefur spilað sex sinum við ítala og Ungverja og fimm sinnum á móti bæði Svartfjallalandi og Póllandi. Ægir hefur alls mætt 35 þjóðum sem leikmaður Íslands. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Ægir átti fínan leik alveg eins og í leik 99. Hann var með 9 stig og 5 stoðsendingar í leiknum em Ægir hitti úr fjórum af fimm skotum sínum. Hann var samanlagt með sextán stig og tíu stoðsendingar í landsleikjum 99 og 100. Hér fyrir neðan má sjá nokkra athyglisverða tölfræðipunkta um landsliðsferil Ægis til þessa. Vísir/Hulda Margrét Ægir og landsleikirnir hundrað 5108 - Ægir lék sinn fyrsta landsleik á móti Kína og úti í Kína 9. september 2011. Hann skoraði fjögur stig í fjórtán stiga tapi. Síðan eru liðnir 5108 dagar eða þrettán ár, ellefu mánuðir og 25 dagar. 470 - Ægir hefur alls skorað 470 stig í landsleikjunum hundrað eða 4,7 stig að meðaltali í leik. Hann er samanlagt með 47 þriggja stiga körfur. 83 - Leikir fyrir Craig Pedersen en hann spilaði þrettán fyrir Peter Öqvist og fjóra fyrir Pétur Má Sigurðsson. 70 - Ægir hefur spilað flesta landsleiki með Elvari Má Friðrikssyni en þeir hafa nú spilað sjötíu landsleiki saman. Hann hefur spilað 64 landsleiki með Tryggva Snæ Hlinasyni og 63 landsleiki með Martin Hermannssyni. 60 - Ægir hefur spilað flesta landsleiki sína í treyju númer þrjú eða sextíu af þeim. Hann hefur spilað tuttugu landsleiki í treyju númer þrettán, ellefu landsleiki í treyju númer 20, átta landsleiki í treyju númer tíu og einn landsleik í treyju númer tólf. 35 - Ægir hefur verið verið í byrjunarliðinu í tveimur síðustu leikjum Íslands á EM sem þýðir að hann hefur byrjað alls 35 landsleiki á ferlinum. Ægir var fyrst í byrjunarliðinu á móti Slóvakíu í ágúst 2012. Vísir/Hulda Margrét 34% - Ægir hefur verið í sigurliði í 34 af leikjunum 100 sem gerir 34 prósent sigurhlutfall. 32 - Ægir hefur verið fyrirliði landsliðsins í 32 leikjum en hann var fyrst fyrirliði landsliðsins í leik á móti Eistlandi í júlí 2021. Hann hefur síðan verið fyrirliði í öllum landsleiikjum sínum frá því í nóvember 2021. 29 - Aðeins 29 af þesssum hundrað landsleikjum hafa verið vináttulandleikir og hefur Ægir því spilað 71 keppnisleik fyrir íslenska landsliðið. 27 - Ægir hefur mest skorað 27 stig í einum leik en það var á móti San Marínó á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í maí 2013. Ægir hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. 21 - Ægir hefur spilað flesta landsleiki í einu húsi í Laugardalshöllinni eða alls 21 leik. 15. - Ægir er sá fimmtándi sem nær því að spila hundrað landsleiki fyrir Íslands. Næstur á undan honum var Jón Arnór Stefánsson í febrúar 2019. 14 - Þetta er fjórtánda landsliðsár Ægis, það hann hefur spilað landsleik á fjórtán árum. Hans fyrsta ár var 2011 og Ægir hefur spilað landsleik á öllum árum síðan þá nema árið 2014. 13 - Ægir hefur skorað tíu stiga eða meira í þrettán leikjum og alls sjö sinnum fimmtán stig eða meira. Hann hefur skorað fimm stig eða meira í fjörutíu landsleikjum. 9 - Ægir hefur spilað landsleiki sem leikmaður níu félaga en flesta þeirra sem leikmaður Stjörnunnar eða 32. Hann hefur einnig spilað landsleiki sem leikmaður Sundsvall (15), Fjölnis (13), Burgos (13), Penas Huesca (8), CB Lucentum Alicante 8), Gipuzkoa Basket (5), Newberry (4) og Tau Castelló (2). 8 - Ægir hefur mest gefið átta stoðsendingar í einum leik en því náði hann tvisvar. Fyrst á móti Andorrra 2015 og svo á móti Slóveníu 2020. Hann hefur einnig mest náð átta fráköstum í einum landsleik en það var á móti Kósovó 2020. 7 - Ægir hefur spilað flest landsleiki gegn Belgum eða sjö. Hann hefur spilað sex sinum við ítala og Ungverja og fimm sinnum á móti bæði Svartfjallalandi og Póllandi. Ægir hefur alls mætt 35 þjóðum sem leikmaður Íslands.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira