Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar 3. september 2025 10:46 Við lestur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar má vera ljóst að einstaklingsfrelsi er hornsteinn í okkar stjórnskipan. Eitt skýrasta dæmið um það er að skoðanafrelsi er fortakslaust, sbr. 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir menn séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Einstaklingsfrelsið útheimtir umburðarlyndi eins og hið fortakslausa skoðanafrelsi allra er skýrt dæmi um. Í nútímasamfélagi er viðbúið að sumir einstaklingar muni hafa skoðun sem öðrum einstaklingum líkar illa. Hinir síðarnefndu þurfa einfaldlega að þola óvinsælar skoðanir. Þetta virkar hins vegar í báðar áttir. Þannig eiga menn enga heimtingu á því að öðrum mönnum líki skoðun þeirra fyrrnefndu. Einstaklingsfrelsi og umburðarlyndi eru þannig tvær hliðar á sama peningnum. Umburðarlyndi, t.d. að umbera skoðanir sem manni líkar ekki við, er gjaldið sem þarf að greiða fyrir að búa í vestrænu lýðræðisríki. Undanfarið hafa komið upp dæmi þar sem reynir á umburðarlyndið og einstaklingsfrelsið. Í fyrsta lagi þegar mótmælendur meinuðu prófessor frá Ísrael að halda erindi um lífeyrismál í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Tvær góðar greinar hafa síðan verið birtar um það atvik. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri skólans, ritaði grein á Vísi 26. ágúst 2025 sem nefnist Skýr stefna um málfrelsi. Þar færir Róbert sannfærandi rök fyrir því að framganga mótmælendanna hafi verið ólíðandi. Davíð Þór Björgvinsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor í lögfræði við HA, ritaði nýlega grein á Eyjuna á dv.is sem nefnist Rétturinn til fundarfriðar. Þar færir Davíð rök fyrir því að í rétti manns til málfrelsis og til að mótmæla felist ekki réttur til að hleypa upp löglegum fundum annarra og eyðileggja þá. Um það vitni margir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. Mótmælendurnir hefðu því betur sýnt umburðarlyndi fyrir skoðana-, tjáningar- og fundarfrelsi fundarmanna í stað þess að eyðileggja löglegan fund um lífeyrismál. Mótmælendunum var í lófa lagið að sniðganga fundinn og láta óánægju sína þannig í ljós. Það neyddi þá enginn til að sitja fundinn. Í öðru lagi hefur sprottið umræða í kjölfar Kastljósþáttar sem sýndur var 1. september sl. þar sem til umræðu var bakslag sem hafi orðið í málefnum hinsegin fólks. Í kjölfar þáttarins hafa ýmsir lýst óánægju sinni, m.a. með þær skoðanir sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, viðraði í þættinum. Nú reynir á umburðarlyndið og þar með hvort fólk vilji búa í samfélagi sem hefur einstaklingsfrelsi í hávegum. Ekki þarf að efast um að Snorri hafi eins og allir aðrir fortakslausan rétt til sinna skoðana. Þeir sem eru ósammála Snorra þurfa ekki að hlusta á hann eða kjósa hann og mega hafa þá skoðun á honum sem þeim sýnist. Enginn hefur hins vegar rétt til að banna skoðanir Snorra eða koma í veg fyrir að hann geti tjáð sig, sbr. dæmið um ísraelska fræðimanninn. Þegar menn tjá skoðanir sínar þurfa þeir að bera ábyrgð á tjáningu sinni, sbr. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Telji gagnrýnendur Snorra að hann hafi brotið gegn rétti annarra með því að tjá skoðanir sínar opinberlega, þá hvílir sönnunarbyrðin um það á gagnrýnendunum. Ekki verður séð að Snorri hafi lagt til að einhverjir ættu ekki að njóta einstaklingsfrelsis eða að hann sé óumburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra þótt hann gagnrýni þær. Að lokum skal bent á heilbrigða mælistiku sem menn geta notað til að prófa eigið umburðarlyndi, eða mögulegan skort á því. Mælistikan er eftirfarandi: menn bera sjálfir ábyrgð á eigin hegðun, hugsun eða tilfinningum. Í þessu felst að ef einhverjum líður t.d. illa og rekur það til þess að Snorri Másson, eða hver sem er annar, hafi tiltekna skoðun á einhverju málefni, þá fer hinn sami villu vegar. Snorri Másson ber ekki ábyrgð á tilfinningum annarra bara fyrir það eitt að hafa skoðun og tjá hana. Að sama skapi bera gagnrýnendur Snorra sjálfir ábyrgð á viðbrögðum sínum og ummælum við skoðunum Snorra og tjáningu hans á þeim. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Við lestur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar má vera ljóst að einstaklingsfrelsi er hornsteinn í okkar stjórnskipan. Eitt skýrasta dæmið um það er að skoðanafrelsi er fortakslaust, sbr. 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir menn séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Einstaklingsfrelsið útheimtir umburðarlyndi eins og hið fortakslausa skoðanafrelsi allra er skýrt dæmi um. Í nútímasamfélagi er viðbúið að sumir einstaklingar muni hafa skoðun sem öðrum einstaklingum líkar illa. Hinir síðarnefndu þurfa einfaldlega að þola óvinsælar skoðanir. Þetta virkar hins vegar í báðar áttir. Þannig eiga menn enga heimtingu á því að öðrum mönnum líki skoðun þeirra fyrrnefndu. Einstaklingsfrelsi og umburðarlyndi eru þannig tvær hliðar á sama peningnum. Umburðarlyndi, t.d. að umbera skoðanir sem manni líkar ekki við, er gjaldið sem þarf að greiða fyrir að búa í vestrænu lýðræðisríki. Undanfarið hafa komið upp dæmi þar sem reynir á umburðarlyndið og einstaklingsfrelsið. Í fyrsta lagi þegar mótmælendur meinuðu prófessor frá Ísrael að halda erindi um lífeyrismál í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Tvær góðar greinar hafa síðan verið birtar um það atvik. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri skólans, ritaði grein á Vísi 26. ágúst 2025 sem nefnist Skýr stefna um málfrelsi. Þar færir Róbert sannfærandi rök fyrir því að framganga mótmælendanna hafi verið ólíðandi. Davíð Þór Björgvinsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor í lögfræði við HA, ritaði nýlega grein á Eyjuna á dv.is sem nefnist Rétturinn til fundarfriðar. Þar færir Davíð rök fyrir því að í rétti manns til málfrelsis og til að mótmæla felist ekki réttur til að hleypa upp löglegum fundum annarra og eyðileggja þá. Um það vitni margir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. Mótmælendurnir hefðu því betur sýnt umburðarlyndi fyrir skoðana-, tjáningar- og fundarfrelsi fundarmanna í stað þess að eyðileggja löglegan fund um lífeyrismál. Mótmælendunum var í lófa lagið að sniðganga fundinn og láta óánægju sína þannig í ljós. Það neyddi þá enginn til að sitja fundinn. Í öðru lagi hefur sprottið umræða í kjölfar Kastljósþáttar sem sýndur var 1. september sl. þar sem til umræðu var bakslag sem hafi orðið í málefnum hinsegin fólks. Í kjölfar þáttarins hafa ýmsir lýst óánægju sinni, m.a. með þær skoðanir sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, viðraði í þættinum. Nú reynir á umburðarlyndið og þar með hvort fólk vilji búa í samfélagi sem hefur einstaklingsfrelsi í hávegum. Ekki þarf að efast um að Snorri hafi eins og allir aðrir fortakslausan rétt til sinna skoðana. Þeir sem eru ósammála Snorra þurfa ekki að hlusta á hann eða kjósa hann og mega hafa þá skoðun á honum sem þeim sýnist. Enginn hefur hins vegar rétt til að banna skoðanir Snorra eða koma í veg fyrir að hann geti tjáð sig, sbr. dæmið um ísraelska fræðimanninn. Þegar menn tjá skoðanir sínar þurfa þeir að bera ábyrgð á tjáningu sinni, sbr. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Telji gagnrýnendur Snorra að hann hafi brotið gegn rétti annarra með því að tjá skoðanir sínar opinberlega, þá hvílir sönnunarbyrðin um það á gagnrýnendunum. Ekki verður séð að Snorri hafi lagt til að einhverjir ættu ekki að njóta einstaklingsfrelsis eða að hann sé óumburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra þótt hann gagnrýni þær. Að lokum skal bent á heilbrigða mælistiku sem menn geta notað til að prófa eigið umburðarlyndi, eða mögulegan skort á því. Mælistikan er eftirfarandi: menn bera sjálfir ábyrgð á eigin hegðun, hugsun eða tilfinningum. Í þessu felst að ef einhverjum líður t.d. illa og rekur það til þess að Snorri Másson, eða hver sem er annar, hafi tiltekna skoðun á einhverju málefni, þá fer hinn sami villu vegar. Snorri Másson ber ekki ábyrgð á tilfinningum annarra bara fyrir það eitt að hafa skoðun og tjá hana. Að sama skapi bera gagnrýnendur Snorra sjálfir ábyrgð á viðbrögðum sínum og ummælum við skoðunum Snorra og tjáningu hans á þeim. Höfundur er lögfræðingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun