Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 11:28 Íslenskir sprengjusérfræðingar með bandarískum hermönnum við leit að sprengjum á gömlu æfingasvæði varnarliðsins við Fagradalsdjall á heræfingunni Norður-víkingur. Landhelgisgæslan Rúmlega fjögur hundruð sprengjusérfræðingar frá átján löndum hafa í vikunni streymt til landsins vegna árlegrar sprengjueyðingaræfingar. Íslendingar munu verða varir við ökutæki og búnað á vegum sprengjusérfræðinganna frá Þorlákshöfn að Reykjanesi og frá Reykjanesi að Hvalfirði. Að mestu mun æfingin þó fara fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli, í Helguvík og í Hvalfirði. Æfingin Northern Challenge hefst formlega, í tuttugasta sinn, þann 8. september en hana sækja sprengjusérfræðingar frá Íslandi, Belgíu, Kanada, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Litáen, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Noregi, Austurríki, Póllandi, Hollandi og Bretlandi. Bryndrekar sem notaðir verða við æfingarnar á öryggissvæðinu í Keflavík.Landhelgisgæslan Fulltrúar frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) munu einnig taka þátt og deila reynslu þeirra af meðhöndlun sönnunargagna, samkvæmt tilklynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir að á æfingunni muni þátttakendum gefast kostur á að samhæfa viðbrögð við atvikum eins og hryðjuverkum. Þá tekur æfingin í ár mið af þeim ógnum sem fyrir hendi eru í heiminum í dag og verður líkt eftir sprengjum sem fundist hafa víða um heim. Sérfræðingarnir munu þurfa að meðhöndla þær og aftengja. Landhelgisgæslan segir að æfingin muni veita sprengjusérfræðingum einstakt tækifæri til smaráðs og til þess að miðla reynslu og þekkingu þeirra á milli. „Northern Challenge hefur notið mikillar virðingar á meðal bandalagsþjóða Atlantshafsbandalagsins NATO og hefur skipað sér sess sem ein mikilvægasta æfing sprengjusérfræðinga innan Atlantshafsbandalagsins.“ Æfingin hefst þann 8. september og stendur til 18. september. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar með bandarískum hermönnum við æfingar. Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Að mestu mun æfingin þó fara fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli, í Helguvík og í Hvalfirði. Æfingin Northern Challenge hefst formlega, í tuttugasta sinn, þann 8. september en hana sækja sprengjusérfræðingar frá Íslandi, Belgíu, Kanada, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Litáen, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Noregi, Austurríki, Póllandi, Hollandi og Bretlandi. Bryndrekar sem notaðir verða við æfingarnar á öryggissvæðinu í Keflavík.Landhelgisgæslan Fulltrúar frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) munu einnig taka þátt og deila reynslu þeirra af meðhöndlun sönnunargagna, samkvæmt tilklynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir að á æfingunni muni þátttakendum gefast kostur á að samhæfa viðbrögð við atvikum eins og hryðjuverkum. Þá tekur æfingin í ár mið af þeim ógnum sem fyrir hendi eru í heiminum í dag og verður líkt eftir sprengjum sem fundist hafa víða um heim. Sérfræðingarnir munu þurfa að meðhöndla þær og aftengja. Landhelgisgæslan segir að æfingin muni veita sprengjusérfræðingum einstakt tækifæri til smaráðs og til þess að miðla reynslu og þekkingu þeirra á milli. „Northern Challenge hefur notið mikillar virðingar á meðal bandalagsþjóða Atlantshafsbandalagsins NATO og hefur skipað sér sess sem ein mikilvægasta æfing sprengjusérfræðinga innan Atlantshafsbandalagsins.“ Æfingin hefst þann 8. september og stendur til 18. september. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar með bandarískum hermönnum við æfingar. Landhelgisgæslan
Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira