Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2025 15:30 Kristrún Frostadóttir (f.m.) með Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, (t.v) og Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, (t.h.) í Kaupmannahöfn í dag. Forsetaembætti Úkraínu Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag. Leiðtogar svonefndra NB8-ríkja hittu Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Kaupmannahöfn í dag. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda NB8-hópinn. Kristún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir í tilkynningu sem ráðuneyti hennar sendi út eftir fundinn að alger eining hefði verið um það að halda stuðningnum við Úkraínu áfram og að auka hann enn frekar. Brýnt væri að auka þrýstingin á Rússa, til dæmis með þvingunaraðgerðum. „Við megum ekki gleyma því að á meðan við ræðum forsendur fyrir friði halda Rússar áfram stríðsrekstri sínum með eldflauga- og drónaárásum á almenna borgara og borgaralega innviði,“ hefur ráðuneytið eftir Kristrúnu. Tengir hún stuðninginn við Úkraínu beint við öryggi Íslands. „Þessi staða er ótæk með öllu. Jafnvel þótt stríðið virðist mörgum fjarlægt þá er stuðningur okkar við Úkraínu beintengdur öryggishagsmunum Íslands, á meðan ógnin frá Rússlandi er jafn viðvarandi og raun ber vitni,“ segir forsætisráðherra. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu leiðtogarnir ljóst að Vladímír Pútín Rússlandsforseti vildi ekki frið en að úkraínsk stjórnvöld hefðu sýnt samningsvilja. Langtímaógn stafaði af Rússlandi, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur fyrir öryggi Evrópu og Evró-Atlantshafssvæðisins. Þeir sögðust ætla að stefna að auknum stuðningi við Úkraínu. Brýnt væri að hraða flutningi á vopnum, skotfærum og loftvarnarkerfum. Öryggis- og varnarmál Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Leiðtogar svonefndra NB8-ríkja hittu Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Kaupmannahöfn í dag. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda NB8-hópinn. Kristún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir í tilkynningu sem ráðuneyti hennar sendi út eftir fundinn að alger eining hefði verið um það að halda stuðningnum við Úkraínu áfram og að auka hann enn frekar. Brýnt væri að auka þrýstingin á Rússa, til dæmis með þvingunaraðgerðum. „Við megum ekki gleyma því að á meðan við ræðum forsendur fyrir friði halda Rússar áfram stríðsrekstri sínum með eldflauga- og drónaárásum á almenna borgara og borgaralega innviði,“ hefur ráðuneytið eftir Kristrúnu. Tengir hún stuðninginn við Úkraínu beint við öryggi Íslands. „Þessi staða er ótæk með öllu. Jafnvel þótt stríðið virðist mörgum fjarlægt þá er stuðningur okkar við Úkraínu beintengdur öryggishagsmunum Íslands, á meðan ógnin frá Rússlandi er jafn viðvarandi og raun ber vitni,“ segir forsætisráðherra. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu leiðtogarnir ljóst að Vladímír Pútín Rússlandsforseti vildi ekki frið en að úkraínsk stjórnvöld hefðu sýnt samningsvilja. Langtímaógn stafaði af Rússlandi, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur fyrir öryggi Evrópu og Evró-Atlantshafssvæðisins. Þeir sögðust ætla að stefna að auknum stuðningi við Úkraínu. Brýnt væri að hraða flutningi á vopnum, skotfærum og loftvarnarkerfum.
Öryggis- og varnarmál Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira