Fótbolti

Sæ­dís kom að dýr­mætu marki

Sindri Sverrisson skrifar
Sædís Rún Heiðarsdóttir átti svokallaða íshokkístoðsendingu í aðdraganda sigurmarksins í dag.
Sædís Rún Heiðarsdóttir átti svokallaða íshokkístoðsendingu í aðdraganda sigurmarksins í dag. Getty/Matt McNulty

Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir átti sinn þátt í sigurmarkinu þegar Vålerenga náði að kreista út 1-0 útisigur gegn Hönefoss í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Samkvæmt lýsingum norskra miðla var sigurinn afar torsóttur fyrir Vålerenga sem þurfti hins vegar stigin þrjú í harðri baráttu um norska meistaratitilinn.

Sigurmarkið kom þegar korter var til leiksloka, eftir sókn fram vinstra megin, á kantinum hennar Sædísar. Hún kom boltanum á Stine Brekken sem framlengdi á Karina Sævik og hún skoraði, ein gegn markverði.

Vålerenga er því með 46 stig í 2. sæti deildarinnar, nú fjórum stigum á undan Rosenborg en stigi á eftir Brann sem á leik til góða.

Næstu leikir Vålerenga eru ekki síður mikilvægir því liðið spilar einvígi við Ferencváros um sæti í Meistaradeild Evrópu og er fyrri leikurinn í Noregi 11. september en sá seinni viku síðar í Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×